Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1933, Qupperneq 3

Æskan - 01.12.1933, Qupperneq 3
ÆSKAN 93 Bergm. Sigurðsson. Kalrin Vigfúsdótlir. Arni Bjarnarson. Guðm. Hallgrímsson. Ari Híi.líclíi,narson, bóksali og bóndi á Fagur- hólsmýri í Austur-Skaftafellssýslu, er fæddur aö Odda (paö býli er nú í eyöi) 19. sept, 1851, og er pví 8?. ára gamall. Útsöluraaður pessa blaðs hefir hann verið alla tíð frá stofnun pess, og látiö sér sérstaklega annt um vöxt pess og framgang. Ari skipar aldursforsetasæti í útsölumanna- hóp »Æskunnar«, og sómir hann sér vel í sætinu. Raguar Leóssou, Efranesi á Akranesi, er fæddur í Reykjavik 26. des. 1920. Útsölu »Æskunnar« á Akranesi hefir hann annazt um nokkur ár. Meðan liann var lítill drengur naul hann aðstoðar móður sinnar, en nú er hann einn tekinn við stjórninni og ferst pað mjög myudarlega. Oli Haraldts er annar útsölumaður »Æskunnar« i Hafnarfirði. Hann er fæddur 18. nóv. 1919 að Arnarstapa á Snæfellsnesi. Óli litli er hinn áreiðanlegasti unglingur, prúður í framkomu og heíir mikinn áhuga fyrir starfi sínu. Kaupendur hans eru yfir 90, og vonum vér, að hann komi peim upp í 100 á næsta ári. Guðmnndur Sveinssou, útsölumaður blaðsins á Tálknafirði, er fæddur að Tungu í Tálknalirði 4. ágúst 1899. Hanu er ötull að vinna fyrir blaðið, og hefir kaup- endatala pess í Tálknafirðinum aukizt að mun, síðan hann tók við útsölu pess, og bcr pað vott um áhuga mannsins. IJer<;i»nmdiir Sig-urðsson, Látrum við Aðalvík. Honum er »Æskan« mjög kær, eins og eftirfarandi um- mæli hans sýna: »Börnin koma ávallt sjálf eftir »Æskunni« sinni og lesa hana með mikilli athygli, geyma vel hvert blað og hafa fullan hug á að láta binda inn árgangana, sem pau eiga. Blaðið liefi eg selt hér í 6 ár, og enginn kaupandi sagl sig frá pví pann tíma«. Bergmundur er fæddur að Stað i Aðalvík 3. nóv. 1895. ^ Hati'ín Vig'fú.sdóttii* húsfrú, Fitjum á Miðnesi. Hún er fædd að Barðastöðum á Snæfellsnesi 20. júní 1894. Útsölu blaðsins hefir hún haft á hendi um nokkur ár í Miðneshreppi og unnið að pví með trú og dyggð, en samt mundi hún hafa kosið að geta unnið »Æskunni« enn meira gagn, en heilsule^'si hefir, pví miður, hamlað henni frá mikl- um aukaverkum, til viðbótar venjulegum heimilisstörfum. ^Arni Bjarnarson bifreiðarstjóri, frá Pálsgerði í Höfðahverfi, er einn af allra áliugasömustu útsölumönnum »Æskunnar«. Hann byrjaði að selja blaðið 1930, pá hafði lrann 5 kaupendur. Nú eru peir komnir upp í 30. Síðastl. vetur lét hann af eigin hvötum prenta sérstaka auglýsingu um blaöið, verð pess og ýms kostaboð, sem hann sendi inn á hvert heimili í Grýtubakkahreppi og víðar. — Árni Bjarnarson er fæddur að Pálsgerði 4. febr. 1910, og er pví enn á æskuskeiði. Bifreiðarstjóri hefir hann verið í 4 ár og er alger bindindismaður, bæði á tóbak og áfengi. Slíkt er gott fordæmi fyrir hina ungu og uppvaxandi menn pjóðar vorrar. »Æskan vili pví nota tækifærið og hvetja alla unga menn að feta í spor Árna Bjarnarsonar og forð- ast slíka hluti, sem bæði eru skaðlegir og óparfir. Guðmundur Hallgrín»is(Soii,útsölumaður »Æsk- unnar á Patreksfirði. Hann er fæddur á Vatneyri 14. marz 1914, og lók viö útsölu blaösins af Adolf bróður sínum 1928. Kaupendum hans fer fjölgandi eftir pvi sem árin líða, og er pað sönnun fyrir pvi, að hann lætur sér útbreiðslu blaösins miklu skipla. Guðmundur stundar nú sjómeunsku, og mun Hallgrímur járnsmiður, faöir hans, sjá um afgreiðslu blaðsins í fjarveru hans. Hefir peim feðgum öllum farizt prýðilega öll sín störf fyrir »Æskuna« frá upphafi. Pökk sé ykkur öllum, kæru styrktarmenn, og pökk sé öllum útsölumönnum blaðsins fyrir vel unnið starf á liðn- um árum. Jóh. Ögm. Oddsson. STYRKTARMENN „ÆSKUNNAR" Ari Hálfdánarson. Ragnar Leósson. Óli Haralds. Guðmundur Sveinsson.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.