Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1933, Qupperneq 4

Æskan - 01.12.1933, Qupperneq 4
94 Æ S K A N FJÓRIR KÓNGAR ÆFINTÝRI EFTIR CARL EWALD FRÍÐA HALLGRÍMS ÞVDDI Uppi á fjallstoppinum sal Norðri konungur — gamall maður með hvílt hár og skegg. Katloðinn var hann, sterkur og villtur með ísköld, hörð augu. En nú var hann ekki reiður eins og þegar vorið rak hann frá völdum, eða þegar honum fannst hauslið ekki víkja nógu fljólt. Rólegur horfði hann yíir ríki sitt, nú vissi hann, að hann hafði völdin. Þegar hann sá, að allt var dautt og eyðilagt, strauk hann skeggið og hló ánægjulega. En allt, sem enn lifði í landinu, varð óttaslegið þegar það horfði í köldu augun hans. Trén skulfu og runnarnir voru ráðalausir af örvinglun. Músin varð blind af snjóbirtu, þegar hún leit út, og hjörturinn horfði hryggur yfir snjó- breiðuna. »Enn þá get eg brotið ísinn með snoppunni, þegar eg þarf að drekka«, sagði hann. »Enn get eg krafsað snjóinn til hliðar, svo að eg geti fengið mér grastuggu. En ef þetta helzt viku lengur, þá er úti um mig«. Fuglarnir voru alveg mállausir af ótta, þeir hugsuðu nú um þá fugla, sem höfðu flogið burt meðan tími var til. Nú vissu þeir ekki, hvað þeir áttu til bragðs að taka. Að síðustu gengu þeir fram fyrir konung landsins, til þess að votta honum hollustu sína. »Hér koma fuglar þínir, þú voldugasti allra kon- unga!« sagði krákan og vappaði um í snjónum. »Hinir hlupu úr landi strax og þeir vissu þin von. En við urðum eftir, til þess að ganga þér á hönd. Vertu náðugur, herra, og gef þú oss fæðu«. »Við lútum þinni hálign 1« sagði snjótittlingurinn. »Vér höfum þráð þig!« sagði músarrindillinn og hallaði undir flatt. Allir fuglarnir tóku undir þetta og samþykktu. En Vetur konungur hló háðslega. »0 jæja, þið eruð fjöllyndir, fuglar 1« sagði hann. »Nú skríðið þið fyrir mér. Fegar Sumarkóngur ríkti, skemmtuð þið ykkur óaflátanlega, þegar haust- ið kom átuð þið þangað til þið ætluðuð að springa af fylli. Strax og vorið kemur, dansið þið af ein- tómri gleði, eins og allir aðrir. Eg hata ykkur alla, með allt ykkar garg og hávaða. Þið eruð hér allir, til þess að storka mér, en eg skal ná ykkur öllum, ef eg bara get. Eg hefi mina fugla, nú skuluð þið sjá þá, og hann klappaði saman höndum og söng: „ÆSKAN“ óskar öllum lesendum sín- um gleðilegs nýjárs og þakkar fyrir við- skiptin á Iiðnu ári. »BARN ER OSS EÆTT« Himinlivolfið, sijörnublikum siráð, slafar geisladýrð um lirímgað láð. Hélurós á hríslu hverri sldn, en hjúp — sem perluofið rgkkilín — sig vefur fold, er máninn birlu breiðir um bjarkasal, og englahárið greiðir um ískrgnd fjöll, þar undramgndir rísa, sem alsett blgsum jólatré, og tgsa í helgidóm, þar Drottinn sjálfur messar og dauðlegt allt í faðmi sínum blessar, og tekur allan heim við sig í sœil, því »sonur er oss gefinn, barn oss fœtt«. Sú jólagjöfin — Jesú — prgðin barna, — jólaljósið, heimsins leiðarsljarna. Pélur Sigurðsson. »Snjóhvíta snjókorn, snjókorn snjóhvíta, fljúg þú yfir fjöll. Látum vorið bjarta blómsveiga hnýta. Litum aldrei á sumarsins liöll. Iíomið nú, vetrarins fleygu fuglar, snjóhvitu snjókorn, byggið í dalnum dúnmjúkt hreiður með þúsundir ístára ofin um dal og strönd. Sveimið um ymjandi ísabreiður, snjóhvítu snjókorn, byrgið nú blómvana lönd«. Og fuglar konungsins flugu af stað. Allt í einu dimmdi, og loftið varð fullt af ör- smáum deplum. Hvít snjódrífan sveimaði í loftinu. Snjókornin féllu til jarðar alltaf fleiri og fleiri, óendanlegur fjöldi, öll jafn hvít og jafn þögul lögð- ust þau hlið við hlið. Hvíta teppið, sem lagðist yfir jörðina, varð stöðugt þykkra og þykkra. Fuglarnir leituðu skjóls í skóginum og störðu daprir út í loftið. Hvergi sást á dökkan díl, allt var jafn hvítt — jafn mjúkt. Aðeins trén stóðu upp úr, og fljótið rann yfir engið svart af reiði. »Þig get eg fjötrað!« sagði Norðri konungur. Pegar kvöldaði gerði logn. Þá minnkuðu bylgj- urnar á fljótinu. (Framh.). O O O o o ooO

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.