Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1933, Blaðsíða 5

Æskan - 01.12.1933, Blaðsíða 5
Æ S K A N 95 Nýjar bækur, sendar »Æskunni«: Hallgrímur Jónsson: Viðlegan á Felli. Saga úr sveitalífi. Pessi litla saga er að mörgu leyti merkileg og á það skiiið að vera mikið lesin. Mun hún einnig hafa átt vin- sældum að fagna, því að þetta er 2. útgáfa bókarinnar. »Viðlegan á Felli« bregður upp skýrri mynd af störfum fólks um hey- anna tímann á myndarheimili í sveit — eins og þau tiðkuðust fyrir tveim áratugum — og tíðkast sumstaðar að nokkru leyti enn i dag. Sagan gerist mest öll á einni viku, og er ótrúlega miklu efni komið fyrir í fáum orðum. Á Felli láta allir »hendur standa fram úr ermum«. Par eru ekki slegin vindhöggin. Árangurinn er líka sá, aö Fells bóndinn á heyfyrningar eftir harðan vetur, og hefir þó hjálpað sveitungum sínum, sem heylausir urðu, og ekki höfðu notað sumarið jafn vel og hann. Margt er skemmtilegt í bókinni og fyndið. Ekki skil eg, að margir, sem dvaliö hata i sveit á unglingsárunum, lesi t d. kaflann um Ella og Karl, er þeir fóru einir með heylestina heim af dalnum, án þess að minnast svip- aðra æfintýra. Pað er ekki spaug að reiða heim hey og vera ekki bagga- fær, verða að láta baggana liggja, þar sem þeir eru komnir, ef ofan fer af hestunum, Og eg hugsa, að það gangi svipað enn i dag, þar sem hey er reitt heim á hestum langar leiðir, og krakkar sendir með lestirnar. Eg hygg, að þessi smásaga fái þeim mun meira gildi, því lengra sem líður. Hún er svo nákvæm lýsing á vinnu- brögðum og lifnaðarháltum þess líma, er hún gerist á. Björn Björnsson hefir teiknað í bókina ágætar myndir, og frágangur er góður. Gagn og gaman. Lesbók fyrir byrj- endur. — Saman hafa tekið Helgi Elíasson og tsak Jónsson. Bók þessi er nýstárleg að því leyti, að ætlast er til viö notkun hennar, að börnunum sé kennt að þekkja hljóð stafanna og setja orðin saman eftir því, en ekki með gömlu stöfunar- aðferðinni. Mun sú aðferð vera orðin úrelt viðast hvar í barnaskólum er- lendis, þótt hún sé enn mest notuð hér á landi. Og trúiegt er, að þessi bók verði til þess, að margir breyti til við lestrarkennsluna og reyni þessa aðferð, s£\m af flestum er álitin betri og auðveldari fyrir börnin. En þess ber að geta, að bókin er góð fyrir byrjendur í lestri, hvaða aðferð, sem notuð er. Pið, lesendur »Æskunnar«, eruð nú auðvitað flestöll orðin vel læs og þurfið ekki á þessari bók að halda, en litlu systkinin ykkar eignast hana sennilega mörg, og byrja að læra lestur í henni. Og hún er skemmtileg, full af fallega teiknuðum myndum og léttu, skemmtilegu efni. Hún á áreiðanlega eftir að verða mörgu barni bæði til »gagns og gamans«, L. M. Montgomerg: Anna í Grænuhlíð. Axel Guðmundsson þýddi. »Anna í Grænuhlíð« er talsvert löng saga, 216 bls. í nokkuð stóru broti, og hún er ljómandi skemmtileg frá upp- hafi til enda. Anna litla er munaðarlaus telpa, sem ung missir foreldra sina og á við hörð kjör að búa. Ellefu vetra gömul lendir hún á barnahæli, og er skömmu síðar svo heppin að vera tekin í fóstur til systkinanna í Grænuhlíð, En það er einskær tilviljun, eða þá forsjónin, sem valda því. Systkinin vildu fá dreng, til léttis við störfin utanhúss. Eo svo er Anna, af misgáningi send til þeirra. Og eg er viss um, að þegar þið hafið lesið þessa bók, þá verðið þið mér samdóma um, að það er engin furða, þó að Anna vinni fljótt hylli þeirra systkinanna, og þau geti ekki látið hana frá sér aftur. Hún er svo hug- myndarík og skemmtiiega hreinskilin, að mann langar til að sjá hana og tala við hana, og hún stendur líka ljóslifandi fyrir hugskotssjónum manns að lestrinum loknum. — Hér er ekki rúm til að rekja efni sðgunnar, bezt er að lesa hana sjálfur, en hún segir frá uppvexti Önnu í Grænuhlíð og skólavist, og henni lýkur með þvi, að Anna verður ellistoð fóstru sinnar. Pessi saga verður áreiðanlega vin- sæl meöal unglinga, og fullorðnir munu einnig lesa hana sér til ánægju. Hún er fjörlega skrifuð, skemmtileg og falleg. Útgefandi er Ólafur Erlingsson, sem áður hefir gefið út ýmsar góðar bækur. oooooœoooooooœoooooooooo Seðillinn. Saga þessi gerðist í sveit á Norður- landi, var þar skólahús, og þar voru mðrg börn. Börnin höfðu verið úti að leika sér kvöld nokkurt og voru nýkomin inn. Gunnar á Teigi, sem var sonur efnaðs bónda þar i nágrenninu, réði jafnan fyrir bðrnunum. Nú hafði hann eggjað þau á að stríða Guðjóni litla, sem var mjög fátækur, og oftast í bættum og tðtralegum fötum, þó að þau væru allt- af hrein, meira að segja oft og líóum hreinni en hinna. Haraldur hét bróðir Gunnars. Hann var 10 ára gamall, ljóshærður og rjóð- ur i kinnum. Pegar drengirnir voru að tala um, að nú skyldu þeir striða Guðjóni, fór hann frá þeim og neitaði að taka þátt í leik þeirra. Nú sátu þeir báðir inni í skólastof- unni Haraldur og Guðjón. Guðjón var að gráta, en Haraldur reyndi að hugga hann. »Peir sögðu, að hann pabbi minn væri þjófur«, sagði Guðjón kjökrandi. »Þeir sögðust vita, að hann hefði tekið lamb frá pabba þínum í haust. En þetta er ósatl«. Guöjón beit á jaxlinn, , til þess að reyna að stöðva grátinn. »Eg veit, að þetta er haugalygi«, sagði Haraldur. »Reyndu að hætta að gráta. Hinir drengirnir eru að koma hingað inn«. Guðjón herli sig upp og þurrkaði af sér tárin. — Hinir dreng- irnir komu nú inn með hlátri og masi. »Nei, sjáið þið! Hann hefir verið að skæla«, sagði eitfn þeirra. »Farðu heim til mömmu og biddu hana að hugga þig«, sagði annar. Guðjón litli reyndi að stilla sig, en tárin hrundu jafnt og þétt niður kinnar hans. Drengirnir ælluðu nú að fara að læra, en þá tók Gunnar eftir því, að hann hafði enga stílabók. »Viltu fara fyrir mig inn til kennar- ans, Haraldur«, sagði hann við bróður sinn »og kaupa stílabók«? Um leið fór hann niður í vasa sinn til þess að ná í peningana. En þegar hann var búinn að opna budduna, þagnaði hann snögg- lega. »Pað er farinn tíu króna seðill úr buddunni minni«, sagði hann. »Pað hlýtur einhver að hafa tekið hann«. Ætli hann Guðjón hafi ekki gert það«, sagði Sigfús á Hlöðum, stór, slánalegur strákur á fermingaraldri. »Haldið þið, að hann sé ekki þjóf- óttur eins og pabbi hans«. f »Petta er ljótt«, sagði Guðjón. »Eg hefi ekki gert það«. Hann var einbeitt- ur á svip og rjóður f kinnum. Nú datt honum ekki i hug að gráta lengur.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.