Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 11

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 11
oaOOOOOOíOOOOOOOOOOOOOOOMIMOtlOOOOtMMMIIIðCOOOOOOOOIOMIOOtMMtltMOeeiOIO 00° O 0*0 FOGNUÐURINN MIKLI Eftir síra ERIÐRIK HALLGRÍMSSON o o o o Öllum börnum þykir vænt um jólagiafirnar sínar, — gjafirnar, sem foreldrar þeirra og vinir gefa þeim til þess að gleðja þau á jólunum. Þessar gjafir eru gefnar vegna þess, að jólin vekja fögnuð í sálum manna, fögnuð yfir jólagjöfinni miklu, sem Guð gaf. Og þegar góðir menn eru glaðir, þá langar þá til að gleðja aðra. — Myndin sýnir það, þegar mönnum var fyrst sagt frá hinni miklu jólagjöf Guðs. Þegar engillinn flutti þann boðskap, sagði hann: »Eg boða yður mikinn fögnuð«. Og hirðarnir.urðu svo glaðir, að þeir flýttu sér inn í Betlehem, til þess að skoða barnið heilaga og segia fólki frá því, sem engillinn hafði sagt þeim. — Sá mikli fögnuður, sem jólin vekja í sálum manna, hefir komið mörgum til þess að fara út um löndin og segja þeim, sem hafa ekki heyrt um Jesúm Krist, frá jólagjöf Guðs. Og þegar kristnir menn koma saman í kirkjum sínum á jólunum, þá eru þeir að gleðjast saman og þakka Guði fyrir jólagjöfina hans. — Látið jólagjafirnar, sem ykkur eru gefnar, rninna ykkur á hina miklu og dásamlegu jólagjöf Guðs. Og þegar þið þakkið vinum ykkar fyrir jólagjafirnar þeirra, gleymið þá ekki að þakka Guði fyrir gjöfina hans miklu og aðrar gjafir hans, því að enginn fögnuður þekkist meiri á jörðu en sá, að Guð gaf okkur ]esúm Krist. IO0.I®1.OM..1OÍO...... 100miMOOIOMIMM( OOOOIMIOOOðlMMMIOOOOOOOOðO Q°0 Q Q

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.