Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1933, Side 13

Æskan - 15.12.1933, Side 13
1933 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 3 X HREYSTIVERK Jólasaga eftir Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli Með mynd eftir Tryggva Magnússon máiara. Aðfangadagur jóla var kominn. Útlitið var skuggalegt. Hríðar höfðu gengið undanfarna daga og hlaðið niður miklum snjó. Jarðlaust var að mestu fyrir sauðfénað og harðneskjusvipur á útlitinu, og skammdegis myrkrið grúfði yfir öllu. Haukur, elzti sonur hjónanna í Skerjavogi, kom kag- andi neðan túnið með heypoka á bakinu og stefndi heim að bænum, sem að mestu var hulinn í snjó. Bær- inn v.ar lítill og hrörlegur. Tvö þil sneru fram að hlað- inu, öll vindorpin, rifin og skökk og mosavaxin af elli. Haukur var 14 vetra, en lítill eftir aldri. Nokkuð gild- vaxinn og hraustlegur í útliti og snar í öllum hreyfing- um, enda hafði hann vanizt allri erfiðisvinnu eins og venja er með börn fátækra einyrkja. Foreldrar hans, Arnkell og Þórgerður, höfðu búið þarna í Skerjavogi öll sín búskaparár ár. Hjónin höfðu eignazt 7 börn, 4 drengi og 3 stúlkur, og voru þau öll heima hjá for- eldrum sínum. Efnahagur þeirra Skerjavogshjóna var þröngur, en þó höfðu þau sjaldan liðið skort fyrr en helzt þenna vetur. Aðalbjargræðisvegurinn var sjórinn. En haustið og framan af vetri hafði verið umhleypingasamt og sjaldan gefið á sjó, og aflinn lítill þá sjaldan, sem á sjóinn gaf. Fyrir tveimur dögum hafði Arnkell bóndi farið í kaup- stað, en var ókominn heim enn. Hafði hann þó gert ráð tyrir að vera aðeins tvo daga að heiman. En veðrið og færð höfðu tafið för hans. Aður en hann fór, hafði hann beðið Hauk litla að hirða um féð og kúna, en hest átti hann engan. Þegar Haukur litli kom heim á hlaðið, tók hann reku, sem var í bæjardyrunum, og mokaði kvos í snjóinn fram af dyrunum, svo hægara væri að ganga út og inn um dyrnar, því að snjórinn náði meira en upp í mið þil. Þegar hann var búinn að því, sópaði hann af sér fönnina með hrísvendi, sem var í dyrunum, og notaður var til þess að sópa af sér snjó með. Svo tók hann heypoka og gekk inn í lítinn kofa, sem var áfastur við bæjardyrnar. I kofanum voru 5 lambgimbrar, sem pabbi hans átti. Haukur Iét heyið í jötuna, og lömbin röðuðu sér á jötustokkinn, og var auðséð, að þau urðu gjöf- inni fegin. Svo gekk hann inn göngin til baðstofu. Þegar hann kom inn, rigndi yfir hann sömu spurningunni úr öllum áttum frá systkinum hans, sem flest voru að brölta ó- klædd í rúmunum. »Kemur ekki pabbi?* »Nei. Hann er ekki kominn, en kemur sjálfsagt bráð- um«, svaraði Haukur og settist á rúm foreldra sinna. Ásdís, elzta systir hans, var að klæða yngsta barnið, dreng á öðru árinu, og gekk heldur illa, því að snáðinn var erfiður viðfangs. Skömmu seinna kom Þórgerður inn með litla skál með vætu í og eina sláturskeið niðrí og rétti Hauki litla. »Þarna kemur morgunverðurinn þinn, góði minn. Þér er líklega mál að fá einhverja næringu, þegar þú ert búinn að vera á fótum síðan í birtingu og búinn að ljúka við morgunverkin. Er veðrið líkt og það hefir verið?« »Já. Samt er hann öllu hægri, en dimmur í lofti og hríðarslitringur«. »Ætlarðu að hleypa ánum út einhverja stund?« »Já, það held eg. Þær rífa í sig þarann í fjörunni, þó að beitin uppi á bökkunum sé sama og engin*. »En þarf ekki að standa yfir þeim og líta eftir, að þær renni ekki fram í skerin?« »Eg held ekki núna. Það er sama og enginn þari á skerjunum, og þær hafa ekki sótt neitt fram í þau, þó að þeim hafi verið hleypt í fjöruna dagana á undan«. «Já. Það getur verið rétt. En var ekki pabbi þinn að vara þig við þessu, áður en hann fór?« »JÚ. Hann nefndi það. Og eg ætla að gefa ánum gætur eins og vant er«. »Farið þið nú að klæða ykkur, börnin mín«, sagði Þór- gerður og fór að breiða yfir hjónarúmið. »1 kvöld koma jólin, og þið verðið að vera góð börn í dag og hjálpa mér til við verkin, svo að eg verði búin, áður en jólin koma«. »Fáum við jólakerti og laufabrauð eins og í fyrra?* spurði Halla litla, telpa á fimmta árinu. »Eg veit nú ekki. Það getur verið, að þið fáið laufa- brauð seinna á jólunum, ef pabbi ykkar kemur með hveiti úr kaupstaðnum. En í kvöld verðið þið að láta ykkur nægja, að fá góðan mjólkurgraut og sykur út á, og svo brauð og smjör. Svo getur verið, að pabbi ykk- ar komi með jólakerti, þegar hann kemur. En þá verðið þið líka að vera góð börn». Þegar Haukur var búinn úr skálinni sinni, gekk hann út og niður að ærhúsinu, sem stóð neðst á túninu, og hleypti ánum út. Þær voru 30 að tölu, stórar og föngu- legar með fallegu fjárbragði. Forustu-Móra rann á und- an hópnum niðar á sjávarbakka. Hún hafði stóra kopar- klukku í hægra horninu og hljómaði hátt í henni, þegar hún gekk. Færið var vont, því að lausamjöllin var mikil og náði fénu á miðjar síður, þegar það rann í spora-

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.