Æskan

Volume

Æskan - 15.12.1933, Page 14

Æskan - 15.12.1933, Page 14
4 jÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1933 slóð niður hallann, sem lá frá túninu og niður að bökk- unum. Haukur fylgdi ánum rúmlega hálfa leið og sneri svo heim aftur. Hann vissi, að þær mundu skila sér niður í fjöruna. Útlitið var líkt og það var um morg- uninn. Hríðarmugga í lofti og sleit úr henni öðru hvoru. Þegar heim kom, rakaði Haukur fjárhúsið og sópaði moðinu úr garðanum og bar það í húsið. Síðan tók hann til kvöldgjöfina handa ánum. Að því loknu gekk hann heim og tók kýrheyið til næstu tveggja mála, og bar vatnið í fjósið. Að þessum störfum loknum, fór hann út í skemmu og fór að höggva niður rekaspýfur í eld- inn. Það tók langan tíma, því að hann vildi kljúfa sem mest fyrir jólin, svo að hann þyrfti ekki að gera það yfir hátíðina. Hann hafði jafnan hlakkað mikið til jólanna. En nú var það með minnsta móti. Honum voru kunnar á- stæður heimilisins, og bjóst ekki við, að faðir sinn mundi fá mikla úttekt í þessari kaupstaðarferð, þó að hann hefði farið hana í einhverju úrræðaleysi, til að reyna eitthvað. Það var því ekki að búast við miklu tilhaldi í mat eða drykk yfir hátíðina. Svo var engin bók til að lesa í. Það var þó hans mesta og bezfa skemmtun, ef hann náði í einhverja fræðibók eða sögubók. En það var sjaldan, að slíkt kæmi fyrir. Engin spil voru heldur í kotinu, svo að hann gæii spilað við systkini sín. Hann hafði ekki þorað að biðja föður sinn að kaupa spil, þegar hann fór í kaupstaðinn. Tíminn leið og dagsbirtan dvínaði, og Haukur hélt áfram að kurla niður morviðinn. Allt í einu þyrlaðist mjallarstroka inn í skemmuna, svo að Haukur saup kveljur. Það var farið að hvessa og kominn renningur. Haukur stökk á fætur, kastaði frá sér exinni og hljóp út úr skemmunni. Hann hafði alveg gleymt að líta eftir ánum. Að vísu bjóst hann við, að þær hefðu ekki farið að renna fram í skerin, þó var það ekki ómögulegt, og ekki sízt vegna þess, að fjaran hefði sjálfsagt verið alveg hvít um morguninn af lognmjöllinni frá nóttinni á undan. En annars voru ærnar vanar að koma aftur í land, þó að þær færu fram í skerin með fjörunni. Samt hafði faðir hans tekið honum vara á þessu, áður en hann fór. Haukur hljóp í einum spretti niður túnið. Golan var minni, og renningurinn hægði á sér. Engin skepna var við húsið. Svo hljóp hann niður fjárslóðina, sem nú var að mestu horfin, og niður á bakkann ofan við fjöruna. Það glaðnaði heldur yfir Hauki, þegar hann kom nið- ur á bakkann og grillti í nokkrar kindur, sem voru að renna upp sneiðinginn, sem lá úr fjörunni upp á bakk- ann. Þarna voru þær líklega allar á heimleið. En gleðin stóð ekki lengi. Hann kastaði tölu á þær. Þær voru ekki nema 12. Það vantaði 18, og þar í var Móra, sem þó var venjulega í fararbroddi. Hann leit yfir fjöruna og gat ekki séð nokkra skepnu. En útsjónin var ekki góð. Dagsbirtan farin að dvína og renningskóf fram af bakkanum og niður í fjöruna. En hvað var þetta? Haukur stirðnaði upp af hræðslu og riðaði á fótunum. Hann hafði komið auga á fjárhóp, sem hnappaði sig saman á einu skerinu, sem lá beint fram af miðjum vognum og var orðið breitt sund á milli skersins og fjörunnar. Haukur þekkti þetta sker vel. Það hét Háa- sker, og þangað sótti féð venjulega mest, enda lá það næst landi. Með fjöru var hægt að ganga út í það. Þó ekki þurrum fótum. En með flóði var það sund, hverri skepnu. Það leit út fyrir, að ærnar hefðu strax um morgun- inn runnið út í skerið, nema þessar 12. En undarlegast var það, að þær skyldu ekki hafa komið aftur í tæka tíð. Þegar fyrsta hræðslan var liðin hjá, hljóp Haukur niður í fjöruna, til að athuga þetta betur. Þegar þangað kom, þóttist hann skilja, hversvegna ærnar hefðu ekki þorað úr skerinu og í land. Um morguninn hafði verið logn að mestu og lítil kvika. en þegar hvessti hafði kvikan vaxið, og nú hvítféll sjórinn við sullgarðinn í fjörunni. Það hafði hindrað ærnar frá að renna úr sker- inu. Þó var kvikan ekki svo mikil enn, að ekki væri fært að koma ánum í land, ef hægt væri að komast til þeirra, eða ef þær vildu sjálfar koma í land. En úr þessu voru ekki líkur til, að þær gerðu það. Þarna voru þær búnar að taka sér stöðu, og þarna mundu þær standa, þangað til sjórinn skolaði þeim af skerinu, og þess mundi ekki langt að biða, því að eftir fjöru- merkjum, sem hann þekkti vel, hlaut skerið að fara í kaf eftir litla stund, og þá mundu þær smáskolast af því. En hvað var nú til ráða? Að bíða þangað til faðir hans kæmi, væri þýðingarlítið, því að óvíst væri, að hann kæmi fyrr en í svarta myrkri, og þá væri ómögu- legt að bjarga ánum. Enda yrði það þá líka orðið of seint, því að þá yrði sjórinn búinn að skola þeim burtu, og auk þess allar líkur til, að kvikan mundi vaxa, og þá yrði engri björgun við komið. Nei. Ef um björgun væri að ræða, yrði hún að koma strax. En hvað gat hann gert? Hann hóaði nokkrum sinnum. En það var árangurslaust. Ærnar hreyfðu sig ekki. Hann sá, að það var þýðingarlaust að reyna það. Og í raun og veru var ekki um neitt að gera, nema ef hann gæti sjálfur komizt út í skerið, þá var það ekki ómögulegt, að hann gæti komið þeim í land. Hann var orðinn allvel syndur og treysti sér að synda þessa vegalengd, enda gat hann vaðið nokkurn hluta leiðarinnar. Hann hafði verið við sundnám mánaðartíma um vorið, og var talinn af kennaranum beztur af þeim tuttugu drengjum, sem við námið höfðu verið. En hann hafði aldrei synt í sjó, og aldrei í öldugangi. Að vísu var ekki mikill öldugangur á sundinu, milli skersins og fjörunnar, því að skerið dróg úr kvikunni, utan af hafinu.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.