Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 15

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 15
1933 JOLABLAÐ ÆSKUNNAR En þó var nokkur öldugangur. Svo mikill, að þær hlutu að ganga yfir hann öðru hvoru. Hann hafði lesið um það í sögu, hvernig góðir sundmenn stungu sér undir mestu öldurnar. Hann var í miklum vafa, hvað hann ætti að gera. Honum sveið það sárt, að hann skyldi hafa vanrækt það starf, sem faðir hans hafði frúað honum íil, að gæta fjárins. Honum fannst hann ekki geta litið upp á nokkurn mann eftir þetta, ef hann léti meiri hlutann af ánum farast, sem honum hafði- verið trúað fyrir, án þess að reyna að bjarga þeim. Væri ekki betra að drukkna, þá sæi fólk, að hann honum. Nokkrum sinnum stakk hann sér undir stórar öldur, sem urðu á leið hans og hélt niðri í sér andan- um á meðan, Stundum flaug í huga hans, að hann kæmi aldrei upp úr aftur. En alltaf varð þó það, og hann sá, að honum miðaði furðu vel áfram. Enn fann hann ekki til þreytu, og óðum styttist fram í skerið. Nú fann hann botn undir fótum sér, og óð nú rösklega það, sem eftir var leiðarinnar. Þegar hann kom upp í skerið, kom hann auga á Móru. Hún stóð þar sem skerið var hæst, og þegar hún sá hann, teygði hún höfuðið í áttina til hans og /Vltíra var góð í tauminn, út úr hópnum. hefði þó reynt að bjarga þeim. Og aumingja ærnar. Þarna stóðu þær og biðu dauðans. Sjórinn mundi smáhækka í kring um þær, og svo mundi ein og ein tínast af sker- inu og farast í öldunum, og það á sjálfa jólanóttina, þegar öllum skepnum átti að líða vel. Og þetta yrðu þær að þola fyrir það, að hann hafði svikizt um að gera skyldu sína. Nei. Það mátti ekki koma fyrir. Hann varð að reyna að bjarga þeim, hvað sem það kostaði. Hann fleygði af sér utanyfirtreyjunni, sem hann var í, 03 ætlaði af fara að vaða fram í skerið. En þá flaug honum eitt í hug. Gat ekki verið, að það væru þarna hákarlar, sem mundu rífa hann í sig. Hann hafði lesið um það oftar en einu sinni, hvernig hákarlar hefðu ráð- izt á menn í sjónum og rifið þá í sig. Nei. það dygði ekki að hugsa um það, Líklega væru engir hákarlar svona nærri landi. Aldrei hafði hann heyrt föður sinn tala um það. Hann mátti til með að reyna að bjarga ánum. Hann las faðirvorið sitt og nokkrar bænir, sem hann kunni, og signdi sig svo, eins og hann var vanur, áður en hann sofnaði á kvöldin. Svo lagði hann af stað fram rifið. Sjórinn smádýpk- aði, og þegar hann var kominn þriðjung leiðarinnar, náði sjórinn honum upp undir hendur, og öldurnar skullu stundum yfir höfuð hans. Svo lagðist hann til sunds. Hann reyndi að varna því, að sjórinn færi í augun á jarmaði, eins og hún væri að heilsa honum. Það glaðn- aði yfir Hauki, þegar hann heyrði jarmið í Móru, og var eins og þessi vinarheilsun, yki honum hugrekki og djörf- ung. Sjórinn var alveg kominn upp að ánum, og sumar þeirra, sem yztar voru, stóðu í sjónum upp undir kvið. Björgunin hefði ekki mátt dragazt lengur. Haukur mjak- aði sér í gegnum hópinn og greip í hornið á Móru. Hann ætlaði að reyna að teyma haiia á undan, og vita hvort hinar ærnar eltu hana ekki og klukknahljóminn. Móra var góð í tauminn, út úr hópnum, og var eins og hún vissi, að nú ætti hún að fara á undan út í hætt- una. Þegar hinar ærnar sáu Móru leggja af stað, sneru þær sér allar við og komu á eftir henni. Haukur leiddi Móru svo langt út í sjóinn, sem hægt var að vaða. Svo sleppti hann henni og vék sér aðeins til hliðar, meðan hinar ærnar fóru fram hjá, því að þær fylgdu Móru fast eftir. Haukur beið á meðan ærnar syntu yfir sundið til að varna þeim, ef þær skyldu snúa við. En það varð ekki. Þær héldu hópinn og virtist ganga sundið vel. Stund- um sýndust þær allar fara í kaf og hverfa í öldugang- inn, en alltaf komu þær aftur í ljós, og alltaf var Móra á undan. Klukkuhljómurinn ómaði frá hornum Móru eins og leiðarvísir til ánna að fara eftir. Þegar Háukur sá, að Móra var komin upp á sull-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.