Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1933, Side 16

Æskan - 15.12.1933, Side 16
é JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1933 garðinn í fjörunni, lagðist hann til sunds. Honum veitt- ist sundið léttara til lands en fram í skerið, en nú var hann samt farinn að finna til þreytu. Þreytudofi Ieið um hendur hans og fætur, og honum fór að verða erfitt að halda réttum sundtökum. Loksins fann hann botn undir fótum, og óð nú það, sem eftir var upp í fjörnna. Þegar hann kom að sullgarðinum, stóðu þar 4 ærnar, höfðu ekki haft þrek til þess að hafa sig upp á hann. Hinar voru farnar að renna upp sneiðinginn heim á leið. Haukur hjálpaði ánum upp yfir garðinn, og svo staul- aðust þær á eftir hinum, upp sneiðinginn, og Haukur á eftir. Nú fyrst fann hann til kulda fyrir alvöru. Hann fór að skjálfa. Hann reyndi að berja sér til hita, en hand- leggirnir voru dofnir af þreytu og kulda, og honum gekk illa að hreyfa þá. Renningurinn settist í blaut fötin og gerði honum stirt um göngu. Hann reyndi að hotta á féð, til að flýta ferðinni, en ærnar voru bág- rækar. Snjórinn hnoðaðist í lagðinn, og klakabrynja lagðist yfir ullina. Hauki fannst leiðin heim að ærhúsinu aldrei ætla að taka enda, og hann efaðist um, að sér tækist að komast heim með féð. Hann reyndi að hleypa hörku í sig og dug, og það.tókst. Loksins náði hann ærhúsinu og hleypti ánum inn. Svo settist hann á garðahöfuðið og ætlaði að láta mestu þreytuna Iíða úr sér, áður en hann legði af stað heim til bæjarins. En þreytan vildi ekki hverfa, og skjálftinn óx. Haukur fann, að þetta dugði ekki. Hann varð að komast heim og úr bleytunni og drekka einhvern heitan drykk, svo að hann hefði hrollinn úr sér. Svo gekk hann heim, hægum og reikulum skrefum. Þegar hann kom inn í baðstofuna, leit móðir hans undrandi til hans, þegar hún sá, hvað hann var blautur og snjóugur, og spurði, hvernig á þessu stæði. Hann sagði henni það í fáum orðum. »Guð hjálpi þér, drengur minn, að þú skyldir leggja út í aðra eins vitleysu. En blessaður flýttu þér nú úr fötunum, og eg skal hjálpa þér til þess, Svo skal eg sækja handa þér brennheitt kaffi, sem eg hef á könn- unni og ætlaði föður þínum, þegar hann kæmi þreyttur heim úr ferðalaginu*. Þórgerður var handfljót að klæða Hauk úr fötunum og lét hann hátta niður í rúm þeirra hjónanna og breiddi yfir hann sæng og ábreiðu. Síðan gekk hún fram og kom að vörmu spori aftur með brennheitt kaffi og lummur. Þegar Haukur var búinn að drekka, bældi hann sig niður í rúmið og lá kyrr nokkra stund. Skjálftinn minnkaði fljótt, og þægilegan hitaseiðing Iagði um líkamann. Þegar hann var búinn að hvíla sig nokkra stund. fannst honum hann vera orðinn hér um bil jafngóður. Að eins hálfdofinn í útlimum. Hann settist því upp og ætlaði að fara að klæða sig. En þá kom Arnkell faðir hans inn. Þegar Arnkell var búinn að heilsa börnunum, settist hann á rúmið hjá Hauki og fór að spyrja hann nánar efíir svaðilförinni, því að Þórgerður hafði sagt honum frammi, það sem hún vissi um það efni. Þegar Haukur hafði sagt föður sínum söguna, sagði Arnkell brosandi: ' »]æja, Haukur minn. Eg þakka þér nú kærlega fyrir ærbjörgunina, en hálfgerður gapaskapur var það nú samt af þér að leggja út í skerið, og ekki hefðu allir drengir gert það á þínum aldri, og mikið lán var það, að það heppnaðist svona vel. Nú skaltu liggja kyrr og hvíla þig. Eg skal Ijúka við úti-verkin. En fyrst ætla eg að sækja bókaböggul, sem eg kom með frá sund- kennaranum til þín«. Það hýrnaði yfir Hauki, þegar hann heyrði þessi tíð- indi. Það, að fá nýjar bækur að lesa um jólin, voru meiri gleðitíðindi en hann átti von á, og svo þakkirnar sem hann fékk hjá föður sínum fyrir ærbjörgunina. Skömmu seinna kom Arnkell inn aftur og rétti Hauki bókaböggul og um Ieið ný spil, sem hann hafði keypt handa honum í ferðinni. Haukur þakkaði honum fyrir spilin og leysti svo utan af bókunum. Efst var bók í gylltu bandi »Iþróttir forn- rnanna*. Og á fremsta blaðinu stóð skrifað: »TiI Hauks Arnkellssonar, til minningar um sundnámið s. 1. vor, frá kennara hans«. Andlitið á Hauki ljómaði af fögnuði, þegar hann las þetta. Þessa bók hafði hann lengi langað til að eign- azt. Hitt voru sögu og fræðibækur, sem kennarinn lán- aði honum til lestrar. Það var komið fram á kvöld. Litla baðstofan í Skerja- vogi var öll uppljómuð af kertaljósum, og gleðisvipur var á hverju andliti. Arnkell hafði fengið nokkra vöru- úttekt, og svo hafði prestskonan í kaupstaðnum sent Þórgerði stóra sendingu af ýmsu til jólanna, kertum, laufabrauði og margskonar kaffibrauði. Svo að slíkt hafði aldrei sézt á borðum í Skerjavogi fyrr.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.