Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.12.1933, Qupperneq 17

Æskan - 15.12.1933, Qupperneq 17
1933 3ÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 7 í NAZARET Eftir Selmu Lagerlöf Richard Beck, prófessor, snéri á íslenzku Einu sinni á þeim dögum, þegar ]esús var að eins fimm ára gamall, sat hann á tröppunum úti fyrir vinnu- stofu föður síns í Nazaret, og var að móta fugla úr mjúkum leirkekki, sem leirkerasmiðurinn handan við strætið hafði gefið honum. Aldrei hafði ]esús verið sælli en nú. Öll börnin í nágrenninu höfðu sem sé sagt hon- um, að leirkerasmiðurinn væri maður ógreiðvikinn, sem hvorki léti hrærast af blíðubrosum né hunangssætum orðum, og Jesús hafði aldrei dirfzt að biðja hann neins. En hvað skeður — honum var ekki fyllilega ljóst, með hvaða hætti þetta hafði orðið. Hann hafði bara staðið á dyratröppunum heima hjá sér og horft löngunarfullum augum á nágranna sinn, þar sem hann vann að leirkera- smíðinni, og þá hafði hinn siðarnefndi komið út úr búð sinni og gefið honum svo stóran leirköggul, að nægt hefði í heilt vínker. A tröppunni fyrir framan næsta hús sat ]údas, rauð- hærður og ófrýnn, blár og blóðugur í andliti, í gauð- rifnum fötum, eftir áflogin við götustrákana, sem hann átti stöðugt í erjum við. Þessa stundina hélt hann kyrru fyrir, aldrei þessu vant, og var að móta leirköggul á sama hátt og ]esús. En leirmolans þess hafði ]údas ekki aflað sér sjálfur; hann þorði varla að láta leirkerasmiðinn sjá sig, því að hinn síðarnefndi ásakaði hann um að fleygja steinum að leirvarningi hans, og myndi hafa rekið ]údas brott með barsmíð; en það var ]esús, sem miðlað hafði ]údasi af leirforða sínum. ]afnskjótt og þeir drengirnir höfðu lokið við fuglana, röðuðu þeir þeim í hring fyrir framan sig. Þeir voru að ásýndum eins og leirfuglar eru vanir að vera; í fóta stað höfðu þeir gildan, sívalan klepp; stélin voru stutt; hálslausir voru þeir og mótaði varla fyrir vængjunum. Engu að síður kom undir eins í ljós mikill munur á verki þeirra smásveinanna. Fuglar ]údasar voru svo klunnalegir, að þeir ultu alltaf um koll, og hann gat ekki gert þá fíngerða og fallega í vaxtarlagi, hvernig sem hann beitti litlu, hörðu fingrunum. Stundum stalst hann til að horfa á ]esúm, til þess að sjá, hvernig hann færi að því, að gera fuglana sína eins jafna og slétta og eikarblöðin í skógunum á Taborfjalli. Með hverjum fuglinum, sem hann lauk við, varð ]esús æ sælli. Honum fannst þeir hver öðrum fegurri, og hann virti þá fyrir sér með hrifning og ástúðleik. Þeir áttu að verða leikbræður hans, litlu systkinin hans, áttu að sofa í rúmi hans, vera hjá honum og syngja honum söngva sína, þegar móðir hans færi frá honum. Aldrei hafði honum fundizt hann vera jafn ríkur, aldrei framar skyldi hann finna til þess, að hann væri einmana og yfirgefinn. Vatnsberinn hávaxni fór fram hjá, hokinn í herðum undan þungum belg sínum; og á hælum honum kom matjurtasalinn, sem sat vaggandi á baki asna síns með stóru, tómu tágakörfurnar á hvora hlið. Vatnsberinn lagði höndina á Ijóshærðan koll ]esú, og spurði hann um fuglana hans; og ]esús sagði honum, að þeir ættu nöfn og gætu sungið. Ennfremur, að allir litlu fuglarnir hans væru til hans komnir frá fjarlægum Iöndum og fræddu hann um hluti, sem leyndir væru öðrum en honum og þeim. Og ]esús talaði þannig, að bæði vatnsberinn og matjurtasalinn gleymdu um langa hrið önnum sinum við að hlusta á hann. En þegar þeir voru á förum, benti ]esús á ]údas og mælti: »Sko, en hvað ]údas býr til fallega fugla!< Þá stöðvaði matjurtasalinn góðlátlega asna sinn og spurði ]údas, hvort fuglarnir hans ættu líka heiti og gætu sungið. En ]údas hafði enga hugmynd um slíka hluti. Hann þagði þrjózkulega og leit ekki upp frá iðju sinni; en matjurtasalinn sparkaði gremjulega í einn af fuglum hans og hélt leiðar sinnar. Þannig leið að kveldi, og sól var komin svo lágt á loft, að geislar hennar smugu gegnum lága borgarhliðið, sem stóð við enda götunnar, skreytt rómverskum erni.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.