Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.12.1933, Qupperneq 18

Æskan - 15.12.1933, Qupperneq 18
8 3ÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1$33 Nú um dagssetursskeiðið var sólskinið rósrautt; og eins og það hefði verið blóði blandað, varpaði það lit sínum á allt, sem á leið þess varð, þar sem það seiílaði niður þrönga götuna. Það málaði krukku leirkerasmiðsins jafnt sem viðarborðið, er brakaði undir sög trésmiðsins, og blæjuna hvífu, sem huldi andlit Maríu. En langfegurst glitraði sólskinið í litlu vatnspollunum, sem safnast höfðu milli stóru, hrufóttu hellanna, sem lagðar voru á strætið. Og allt í einu stakk Jesús hend- inni niður í þann pollinn, sem var næstur honum. Hon- um hafði hugkvæmzt, að mála gráu fuglana sína með leiffrandi sólskininu, sem varpað hafði svo fögrum bjarma á vatnið, á veggi húsanna, á allt umhverfis hann. Og Jesúm heppnaðist, að ausa upp sólskininu eins og lit úr málarakrús, og þegar hann dreyfði því yfir litlu leirfuglana, færðist það eigi úr stað, en huldi þá frá hvirfli til ilja með demantskærum ljóma. Júdas. sem öðru hverju var litið til ]esú, til þess að sjá, hvort hinn síðarnefndi byggi til fleiri og fegri fugla en hann, rak upp fagnaðaróp, þegar hann sá, hvernig ]esús málaði leirfuglana sína með sólskininu, sem hann jós upp úr’ vatnspollunum á strætinu. Og ]údas dýfði einnig hendinni niður í vatnið og reyndi til að festa hendur á sólskininu. En honum tókst ekki að festa hendur á því; það rann úr greipum hans, og hversu hratt sem hann hreyfði hendurnar til að grípa það, smaug það burt, og hann náði ekki í agnarögn af lit á vesalings fuglana sína. »Bíddu, ]údas!« mælti ]esús. »Eg skal koma og mála fuglana þína«. »Nei«, sagði ]údas, »þú færð ekki að snerta þá; þeir eru nógu góðir eins og þeir eru«. Hann reis á fætur, hnyklaði brýrnar og beit á jaxl- ann. Og hann steig breiðum fætinum á fuglana og breytti þeim einum eftir annan í lítinn, flatan leirkökk. Þegar hann var búinn að eyðileggja alla sína fugla, gekk hann til ]esú, sem sat og klappaði leirfuglum sín- um, er leiftruðu eins og gimsteinar. ]údas virti þá þög- ull fyrir sér, en svo lyfti hann fætinum og steig á einn þeirra. Þegar Júdas dró að sér fótinn og sá, að litli fuglirin var orðinn að gráum leir, létti honum svo í skapi, að hann fór að skellihlæja, og hann Iyfti fætinum til að merja annan fuglanna. »Júdas«, hrópaði Jesús, »hvað ertu að gera? Veizfu ekki, að þeir eru lifandi og geta sungið?* En Júdas skellihló og tróð enn einn fuglanna undir fótum. Jesús litaðist um eftir hjálp. Júdas var mikill vexti, og Jesús var ekki nógu sterkur til þess að halda hon- um í skefjum. Honum varð litið til móður sinnar. Hún var ekki langt í burtu, en þó myndi Júdas verða búinn að eyðileggja alla fuglana áður en hún kæmi á veftvang. ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o SÓLSTOÐUR Eftir RICHARD BECK Velkomin sól! Þú vefur hlýjum faðmi hvert veðurbarið strá, hvert tré í skóg; þín blíða ásýnd hrekur hríð í felur, en hrynja bylgjufjöll á trylldum sjó. Velkomin sól! Þú græðir gömlu sárin og gróður nýr í sporum þínum rís. Með geisla-penna’ á klakans kinn þú letrar: An kærleiks — þjóð er sálar-dauði vís. Joooooooooooooooooooooooooooooooooc OO OO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO • O oo Tárin komu fram í augu ]esú. Júdas var búinn að troða undir fótum fjóra af fuglum hans; hann átti eina þrjá eftir. Honum gramdisí að sjá fuglana sína standa eins og steina, verða fótum troðna, án þess að gefa nokkurn gaum að hættunni. Jesús klappaði saman höndunum til að vekja þá af dvala og hrópaði til þeirra: »Fljúgið þið, fljúgið þið!« Þá fóru fuglarnir þrír að bæra litlu vængina; með hikandi vængjataki tókst þeim að flögra upp á þak- skeggið, þangað sem þeir voru öruggir. En þegar Júdas sá, að fuglarnir tóku til vængjanna og flugu að boði Jesú, fór hann að gráta. Hann reif hár sitt, eins og hann hafði séð gamla menn gera af hræðslu og sorg, og hann fleygði sér að fótum Jesú. Og Júdas lá og velti sér í duftinu frammi fyrir Jesú, eins og rakki, kyssti fætur hans, og bað hann að troða sig undir fótum. Því Júdas elskaði Jesúm og dáði hann og tilbað hann — — en hataði hann jafnframt. En María, sem stöðugt hafði horft á leik drengjanna, reis nú á fætur, tók Júdas í fang sér og klappaði honum. »Vesalings barn!« mælti hún við hann. »Þú skilur ekki, að þú hefir reynt að gera það, sem engin lifandi vera fær áorkað. Færstu aldrei framar slíkt í fang, viljir þú ekki verða ógæfusamastur allra mannanna barna. Hvernig má ætla, að færi fyrir þeim af oss, sem legði út í, að etja kappi við þann, sem imálar með sólskini og blæs lífsanda í dauðann leirinn?* 00 O O OOOOOOOOOOOOOOOOOOOO; 000000000000000000000000 oo o p

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.