Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1933, Side 19

Æskan - 15.12.1933, Side 19
1933 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR ®<2>®®®®®®®®<2>®®®®ffi®®®®$®®®®®®®i GLEÐILEG JÓL Jólasaga eftir Kristian Björnstad Margrét Jónsdóttir þýddi Sveinn sat frammi í eldhúsi og sötraði í sig brenn- heitt kaffið og át góða heimabakaða brauðið með. Þetta var snemma morguns, klukkan var tæplega sex, svo að það voru aðeins stjörnurnar, sem báru ofurlitla birtu í vetr- armyrkrinu úti fyrir. »Ef það hefði nú aðeins ver- ið hjarn«, hugsaði Sveinn með sér. En það hafði verið lítið um hreinviðri og frost, það sem af var vetrinum. Sveinn hellti aftur í bollann sinn — það mátti búast við, að komið yrði langt fram á dag, þegar hann fengi nokkuð að eta eða drekka. Það var fullur fjögra tíma gangur yfir. fjallið, til þorpsins. Og þangað varð Sveinn að komast í dag, hvað sem tautaði. Svo var mál með vexti, að Bentsen, kaupma<)urinn í þorp- inu, hafði auglýst eftir dreng til þess að vinna við verzlun sína. Hann átti að vera sendi sveinn, hjálpa til í vöruskemm- unni, og gera yfirleitt, hvað sem á þyrfti að halda. Sveinn hafði varla getað hugsað um annað en þessa auglýsingu, eftir að hann sá hana í blaðinu í gærkvöldi. Sá væri nú heppinn, sem næði í þessa stöðu! Það var ekki svo að skilja, honum leið hér prýðilega. Hann hafði sannarlega verið óvenjulega lánsamur að komast á þetta heimili, þegar hann missti bæði föður og móður, fyrir fjórum árum síðan. Húsbændurnir — og reyndar allir á heimilinu, höfðu verið honum framúrskarandi góðir. En það var samt svo leitt að hugsa til þess, að nú höfðu þau í rauninni ekkert við hann að gera lengur. Hann var nú orðinn fullorðinn maður, hafði verið fermd- ur, þá um haustið. Og nú langaði hann til að geta séð fyrir sér sjálfur og brotið sér braut í heiminum. »Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar Guð þér«, hafði pabbi hans sagt, oft og ein- att. Hann mundi það svo vel. — Hann mundi vel eftir Sveinn átti í sáru stríði við sjálfan sig. pabba og mömmu. Þau höfðu bæði verið svo ósköp góð og dugleg. Þetta allt hafði hann verið að hugsa um síðastliðna nótt. Hér á heimilinu voru þrír synir, svo að það vant- aði ekki vinnukraftinn. Nei, það var vissulega kominn tími til þess, að hann reyndi eitthvað fyrir sér. Og hjónin höfðu bæði verið samdóma honum, þegar hann nefndi þetta í gærkvöldi. >Þú veizt það, Sveinn, að við vísum þér ekki burt frá okkur, og^okkur langar ekki til þess, að þú farir. En það er satt, sem þú segir, að bezt er að læra að bjarga sér sjálfur og standa á eigin fótum, það stælir vöðvana og styrkir hugann. Svo að — ef þú getur fengið þessa atvinnu, þá þykir okkur vænt um það. Og hér áttu alltaf heimili, eftir sem áður«. Þetta hafði húsmóðirin sagt, og um leið hafði hún strokið ljósa hárlubbann hans — alveg eins og mamma var vön að gera. En nú var víst kominn tími til að halda af stað. Hann heyrði fjósakonuna fara út í fjósið. Þá var klukkan á mínútunni sex. Hún var stund- vís, hún Óla fjósakona. Sveinn tók malpokann á bak sér og gekk fram göngin. Þar mætti hann húsbóndanum. »Nú, já, já. Ertu svona snemma á ferli, Sveinn? Gangi þér nú vel«, bætti hann við, og svo var eins og hann væri að hugsa sig um ofurlitla stund. »Þú veizt, að þér er velkomið að vera hérna, — það er ekki það« — sagði hann loksins. »]á, þakka þér fyrir, en mig langar svo að reyna*. — »Það er rétt, drengur minn, mér þykir vænt um, að þú ert þannig gerður*. Það var ekki farið að birta, þegar Sveinn fór fram- hjá mjólkurbúinu. En þá vissi hann, að vegurinn til þorpsins var um það bil hálfnaður. Fyrir utan mjólkur- búið var fullt af fólki, bændur eða sendimenn þeirra, sem komnir voru með mjólkina sína, og hann heyrði bæði skrafað og hlegið. En Sveinn hafði ekki tíma til að standa þarna og glápa. Hann varð að halda áfram. Þá heyrði hann allt

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.