Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 20

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 20
10 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAK 1933 í einu nokkur orð, er komu honum til að hrökkva við, og blóðið þaut fram í kinnar hans. »]á, Árni minn. Eg vildi, að hamingjan gæfi, að þú fengir atvinnu hjá Bentsen. Það væri það eina, sem gæti bjargað okkur frá því að fara á sveitina*. — Meira heyrði Sveinn ekki. En hann vissi vel, hver þetta var. Það var hún Elín í Koti. Hún hafði orðið ekkja fyrir nokkrum árum og átti fjögur börn. Árni var elztur. Og nú var hann Iíka að reyna að fá stöðuna hjá Bentsen. Sveinn hélt áfram. Hann gekk dálítið hraðar en áður. Hann átti enn eft- ir tveggja tíma gang, svo að hon- um veitti ekki af að halda áfram! En það var eins og einhver rödd í brjósti hans hvíslaði að honum, að hann skyldi snúa við. Hvað var að tarna ? Átti hann ekki réttmætt er- indi? Og hafði ekki húsbónd- inn sjálfur árn- að honum allra heilla ? »Það er nú sama«, hvíslaði röddin. »Þú ættir samt að snúa við« En Sveinn herti sig sem mest hann mátti, svo að hann kófsvitnaði, þrátt fyrir vetrarkuldann. Bentsen kaupmaður lyfti gleraugunum upp á enni, eins og hann var vanur að gera, þegar hann þurfti að hugsa sig vandlega um. »]á«, sagði hann hægt og hugsandi. »Eg held, að það verði bezt, að þú fáir stöðuna hjá mér. Þú ert ein- stæðingur í heiminum — og mér er sagt, að þú sért duglegur drengur. Árni er það nú reyndar líka, en eg þarf ekki nema á einum dreng að halda, og það verður þá þú. Ertu ekki glaður yfir því?« »]ú — jú. Eg hefi varla getað um annað hugsað, síðan eg las auglýsinguna í blaðinu*. Bentsen hló. »Mér datt það nú í hug. ]æja! Þú kem- ur þá annan janúar*. Sveinn var kominn út á götu aftur. Hann hafði fengið ósk sína uppfyllta. Hann gat farið heim til húsbænda sinna og sagt: »Það var eg, sem hafði heppnina með mér«. Og þau mundu áreiðanlega verða glöð fyrir hans hönd. En sjálfur var hann undarlega lítið glaður, og samt hafði honum gengið allt að óskum. Hann hafði séð framan í Árna frá Koti. Árni hafði ekki farið að gráta, hann hafði alls ekki kvartað, en föla andlitið hans var svo óumræðilega þunglyndislegt. Og nú varð hann að fara heim til mömmu sinnar og segja: »Eg fékk ekki vinnuna, mamma mín. Eg var ekki svo heppinn*. »Þetta væri það eina, sem gæti bjargað okkur frá því að fara á sveitina*, hafði móðir Árna sagt. Sveinn stóð kyrr, þar til hann fann, að hann sveið í fæturna af kulda. Hann varð að stappa þeim niður, til þess að fá í þá hita. En hann sjálf- ur! Var hann svo sem í nokkrum vandræðum, þó að hann léti Árna eftir þessa vinnu? Ætti hann ekki að fara aftur til kaupmannsins? Sveinn átti í sáru stríði við sjálfan sig. En hálfri klukkustund síðar, stóð hann aftur inni í skrifstofu kaupmannsins. Ðentsen leit upp alveg hissa. »Heyrið þér — heyrið þér, Bentsen. Viljið þér ekki taka Árna í staðinn fyrir mig? Það mundi geta bjargað þeim frá því að fara á sveitina, sagði mamma hans«. Nú hafði hann þá stunið því upp. Bentsen ýtti gleraugunum upp á enni. »Nú — en þarft þú ekki sjálfur að fá þessa atvinnu?« spurði hann hægt og hugsandi? »Ekki beinlínis. Eg get fengið að vera kyrr hjá hjón- unum í Dal — en þau hafa ekki mikið við mig að gera, þau hafa nógan vinnukraft — og þess vegna* — Bentsen horfði framan í Svein með rannsakandi augna- ráði. Hann sá, að andlit drengsins bar vottum festu og vilja. Hann sat dálitla stund þegjandi, síðan ræskti hann sig og mælti:

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.