Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 21

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 21
1933 JOLABLAÐ ÆSKUNNAR 11 »]ú, drengur minn, eg skal faka Árna í staðinn fyrir þig — fyrst þú vilt það endilega*. Hann var svo skrítinn í málrómnum, hann Bentsen, svo undarlega blíðlegur. Sveinn rétti fram höndina. »Þökk fyrir«, sagði hann, svo hneigði hann sig og fór. En Bentsen, þessi iðjusami karl, sat lengi og hugs- aði um það, sem fyrir hafði komið. »Eg skal ekki gleyma þessum dreng, eða missa sjón- ar á honum«, sagði hann við sjálfan sig, er hann byrj- aði loks að skrifa í stóru bækurnar sínar. Það var aftur komið myrkur, þegar Sveinn kom inn í eldhúsið í Dal. »Þú ert heldur en ekki glaðlegur, Sveinn minn, þú hefir víst fengið stöðuna«, sagði húsfreyja. Hún stóð við eldavélina og var rjóð og heit, því að hún var að baka til jólanna. »Bæði já og nei«, svaraði Sveinn. Eg fékk hana, En svo var það annar drengur, sem þurfti fremur að fá hana«. Húsbóndinn kom nú inn, og svo sagði Sveinn þeim upp alla söguna. Og á eftir kallaði húsbóndinn Svein inn til sín og sagði: »Þú hefir glatt mig meira með þessu, en þó að þú hefðir tekið stöðuna. Þér mun áreiðanlega farnast vel«.' Sveinn var svo innilega glaður. Hann þakkaði guði áður en hann fór að sofa fyrir það, að Arni hafði fengið stöðuna og gat nú unnið fyrir systkinum sínum og hjálpað mömmu sinni. Það er komið Þorláksmessukvöld. Strax um morgun- inn hafði dálítið byrjað að snjóa, og nú undir kvöldið er snjódrífan orðin svo þétt, að Sveinn sér varla faðms- breidd frá sér, þar sem hann stendur á hlaðinu og horfir á snjótittlingana, sem koma í stórhópum og setj- ast á hlöðumæninn. Þá kemur húsfreyja út með stóra körfu á handleggnum. »Þú skreppur með þetta til hennar Elínar í Koti, Sveinn*. segir hún«. Sveinn skilur. Það er víst jólamaíur. Sveinn ber að dyrum í Koti. Elín kemur sjálf til dyra. »Eg átti að fá þér þetta frá henni húsmóður minni — og svo óska eg þér gleðilegra jóla«. Það er eins og Elín gleymi alveg körfunni með öllu góðgætinu. Hún grípur báðar hendur Sveins. »Það er þér að þakka, næst guði, að við getum haldið hátíðleg jól«, segir hún. Árni kemur líka og tekur í hönd hans. Hann er hálf- feiminn. »Þakka þér fyrir, Sveinn*. Sveinn er á heimleið. Það hafði stytt upp og var farið að birta í Iofti. Ein stór stjarna gægðist fram. -^s<5-^-^->^^<j®-s^-KB®-~^,~(£i-k-'-KÍ-^ME JÓLAKVOLD Bjart er nú um þig, barnið mitt, blíit logar kertið við rúmið þitt — og mamma segir þér sögur um meistarann bezta, sem alheimi ann, sem elskarhvett lífsfræ, jafnt skepnu og mann, jafnt börnin sem blómstráin fögur. í aumingjans hreysi og auðmannsins rann' andar hin blessaða minning um hann bróðurhug, birtu og gleði. Friður og lífsöldur líða nú frá lækninum mesta, er heimurinn sá, að sárþjáða sjúk/ingsins beði. Og fanginn, sem kúrir í klefa í nótt, — þótt kvíðinn sé napur, þá er honum rótt og ylur um anda hans leikur. fiann skynjar að veröldin á þó einn, sem elskar jafnt fallinn ogþann, sem er hreinn, hinn þróttmikla og þann, sem er veikur. Allt hatur, sem átti í huga oss völd, hjaðnar í duftið og glevmist í kvöld, það bráðnar sem ísmoli í eldi. Mannanna reikul, en Ijóssækin lund lýtur, á vetrarins dýrustu stund, kærleika-konungsins veldi. María ]óh. 3>**-^3>v*->-(í>»>-^®S>^-^®9>>-^S>>'^ OO O O OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO 00 oo Sveinn fór að hugsa um Betlehemsstjörnuna, sem staðnæmdist yfir fjárhúskofanum, þar sem Jesúbarnið fæddist, hina fyrstu jólanótt. Barnið, sem kom í heim- inn með hinn mikla fagnaðarboðskap. Þess vegna voru allir svo glaðir um jólin. Og það var áð líkindum af því, að Sveinn hafði reynt að feta í fótspor hahs, að hann var svo hjartanlega glaður. Allt í kring um sig í loftinu heyrði hann hljóma: »Gleðileg jól! Gleðileg jól!« OOOOOO

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.