Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 22

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 22
12 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1933 gOOOoor,°0°ao0oS<ío°oo0oooo^o00oo°0í.oOC>o2°oooo0oooo^o000000°oooooOoooooooOOooo«ooOO=‘>ooooOOooooooOot>ooo„0oOOOC O U°0 _ °00 nO°° «0°° °Ort «0°° °00. r>0°° °°0« °«>0 °«>0 noO° Q o o o oo o o o o o o o o oo yooo°SoO»ooto0cOO°°»“"»«0»“«o«»*0«<>'«»°00°°»»""í •••• ooooo°°00°ó»ooo0ooooo°°0oooo»°°0»»ooo°°0o! DRENGURINN OG TROLLKERLINGIN ÆFINTÝRI EFTIR LOUIS MOE O £o O o o o o o OO o Langt í burtu á fjalli einu, þar sem skógurinn var þéttastur, bjó tröllkarl einn með tröllkerlingu sinni. — Þegar tröllkarlinn hafði etið morgunverð sinn, sendi hann kerlingu sína út í skóg, til þess að gæta bjarn- dýrahjarðarinnar. Á kvöldin mjólkaði kerlingin birnurnar, strokkaði rjómann og bjó til osta. Það var einnig hlut- verk kerlu, að klippa bjarndýrin. Síðan spann hún bæði veft og þráð úr hárinu og óf voðir í fatnað handa þeim. Hún saumaði fötin sjálf, og þau voru svo sterk, að þau entust hálfa tröllsæfina. Nú bar svo við, dag nokkurn, að lítill drengur kom á fund kerlingar, þar sem hún sat yfir bjarndýrahjörð- inni. Hann var grátandi og bar sig illa. Hann kvaðst heita Pétur, og hafði hann villzt að heiman. Hann var svo svangur, að kerlingin rauk til og mjólkaði eina birnuna, til þess að hann gæti fengið pínulítinn mjólkur- sopa. Og svo kjarngóð var bjarnarmjólkin, að drengurinn varð bæði mettur og ánægður á augabragði. Tröllskessa þessi i hafði aldrei átt barn sjálf, og varð hún svo hugfangin af liíla drengnum, að hún gat með engu móti sætt sig við að missa hann aftur. Drengur- inn vissi heldur ekki almennilega, hvar hann átti heima. En ekki þorði kerlingin að fara með hann heim til ljóta, grettna tröllkarlsins síns. Drengurinn'varð því kyrr í skóginum hjá kerlingunni, og kerlingin var kyrr hjá drengnum. Þau strákurinn og kerlingin höfðu skógarber og bjarn- dýramjólk til matar og voru bæði full og feit. Meðan kerla matreiddi, gætti strákur bjarndýrahjarðarinnar. Hann bjó sér til lúður og blés í hann, þegar bjarndýrin áttu að koma heim í kvíarnar á kvöldin, til þess að láta mjólka sig og telja. Á daginn baðaði hann sig og synti í skógartjörninni, meðal vatnaliljanna, og átti, yfir höfuð að tala, góða og áhyggjulausa æfi. Bjarnarhíði, sem kerling hafði sópað og prýtt, var stofan hans. Þannig liðu mörg ár. Á veturna lagðist strákurinn í dvala eins og birnirnir, en kerling svaf nú ekki nema fimmtugasta hvert ár, því að hver dagur hjá þessum tröllum var að minnsta kosti fimmtíu ár, og öll trölls- æfin mörg þúsund. Fyrr en skéssuna varði var strákur orðinn fulltíða maður, kominn yfir tvítugt, en það voru venjuleg Mann- heimaár. Og nú vildi hann fara að fá sér konu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.