Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 23

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 23
1933 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 13 Einn góðan veðurdag varð kerling að leggja af stað niður í byggð að leita að konu handa stráknum. >Fái eg ekki mennska konu, verð eg ekki degi lengur í þessum dimma skógi*. Það átti að vera almennileg mennsk telpa eins og hann, sem kynni að búa til almennilegan mannamat því að nú var hann orðinn svo dauðleiður á þessari sterku bjarnarmjólk og bjarnarhársskyrtunni. Það var vonandi, að stúlkan kynni bæði að vefa, prjóna og sauma, og nóg var af fífunni til þess að vinna úr. Það bar nú svo vel í veiði, að fyrsfa mannatelpan, sem skessan rakst á, var foreldralaus. Hún var fús til þess að fylgjast með kerlingunni út í skóginn og verða kona slráksins. Og þegar telpan hafði horft á hann um hríð og van- ist því að búa í skóginum, þá héldu þau brúðkaup sitt einhvern daginn, og lifðu síðan vel og lengi og höfðu kerlu gömlu í horninu. Ari seinna kom lítill snáði í heiminn, og tröllskessan kallaði sig ömmu hans og var svo heimskulega hrifin ®®®®®®®®®®®®©®®®®@®®«®®®®®®®i JÓL Ljossins hátíð Ijómar nú. Tignum Jesú, barnið blíða, bezta vininn, frelsið lýða, elskum hann í hreinni trú. Látum fagra unaðsóma ávallt prísa nafnid hans. Syngjum, fögnum, hátt skal hljóma hjartans þökk til skaparans. Jesús, himins sólna sól, lát þú öllum Ijós þitt skína, líkn og náð og blessun þína, gef oss ennþá indæl jól Öllum hryggum gef þú gleði, geisladýrð, er aldrei þver, þakkarljóð með glöðu geði gef vér megum syngja þér. M. H. '<iQfö®^<i&f3<i)^<Mtö®^<i)^<iŒy$®&3<3i oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo 'af þessum nýja dreng, að hún sat yfir honum bæði dag og nótt. Arin liðu. Þessi drengur <5x og dafnaði og varð full- orðinn. Þá heimtaði hann einn daginn, að kerlingin næði í mennska telpu handa sér, svo að hann gæti líka fengið sér konu. Þannig gekk það koll af kolli, og nú veit enginn, hve margar telpur tröllkonan er búin að sækja, neðan úr sveitinni, handa öllum drengjunum, sem fæðzt hafa í skóginum. En einn daginn, þegar hún sat við vöggu yngsta drengsins, — hún sagðist vera langa-Iangamma hans, — þá heyrir hún voðalegar dunur og dynki, og siðan er hrópað, svo að undir tók í fjöllunum: »Gríður!« »Qr—í—í—í—í — ður! Komdu heim á auga lifandi bragði. Og ef þú kemur ekki strax, þá sæki eg þig, því að nú hefi eg sannar- lega beðið nógu lengi eftir miðdegisverðinum!* Þýtt úr norsku. M. J. ®®®<a®®<5®® (2X2®®®® ®®® ®®® ®®® ®®® s®®®®®®®®®®®

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.