Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1933, Side 24

Æskan - 15.12.1933, Side 24
14 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1933 í GAMLA DAGA Það var daginn fyrir Þorláksmessu. Eg var á leið heim fil mín eftir nokk- urra mánaða dvöl í annari sveit. Mágur minn, er Sigurgeir hét, var með mér. Leið okkar lá yfir eyðisand og djúp- ar ár. Snjórinn hafði breitt þykka fann- blaeju yfir sanda og sveitir, og desembersólin sendi nú sína rauðu geisla, til þess að skreyta hjarnið. Vötnin gerðu enga farartöf. Þau voru hulin þykkum ís. Eg fékk brúnan gæðing til ferðarinnar. Sigurgeir reið hvítum hesti. En jarpa hryssu höfðum við undir töskum. Við lofuðum hrossunum að hlaupa í sprettum eftir spegil- fögru hjarninu og okkur skilaði vel áfram. Það kom sér vel, því að leiðin var löng, en dagarnir stuttir, og við vildum fyrir alla muni komast heim fyrir hátíðina. Á miðjum sandinum var sæluhús. Þar stigum við af baki. Sigurgeir átti þar hey, frá því að hann kom að austan. Hann skipti því í þrjá poka, batt snærishanka í þá og smeygði þeim upp á höfuðin á hestunum. Þeir átu af kappi, urðu fóðrinu fegnir. Við gengum inn í húsið, sem var fremur lítið og skuggalegt. Með fram hliðunum voru hestastallar. Við skrifuðum nöfn okkar með ritblýi á stóra gestatöflu sem hékk á norðurstafni hússins. Fórum við svo upp á loft. Þar var olíuvél, kaffiáhöld og fleira. Við settumst nú að snæðingi. Eg kveikti á olíuvél- inni og raðaði nestinu á borðið. Eg var einmitt að ljúka við að búa til kaffið, þegar við heyrðum að einhver var að koma. Það marraði í snjónum, og kofinn virtist titra. Hans póstur var þar kominn með 2 koffortahesta. Við gengum út. Pósturinn heilsaði okkur, og kvað á- nægjulegt að sjá okkur hér, heit og sælleg í skamm- degisharðindunum. Við buðum honum til kaffidrykkju og spurðum hann spjörunum úr. Hans færði mér bréf frá móðursystur minni, Sigrúnu á Heiði. Hún hafði misst manninn þá um haustið. en bjó áfram með 5 börnum og gamalli móður. Sigrún bað mig að heimsækja sig, þegar eg kæmi ausfur, ef mögulegt væri. Þegar við vorum að leggja af stað, afhenti pósturinn mér lítinn böggul og mælti: »Ef þið komið að Heiði, þá berið Sigrúnu kveðju mína og jólaósk. Segið henni, að í þessum böggli sé jólakveðja frá mér til barnanna. Við kvöddum nú póstinn og héldu hvorir sína Ieið. |Q Við komum að Felli, þegar farið var að skyggja og var boðin þar gisting og fengum hinar beztu viðtökur. Klukkan átta á Þorláksmessumorgun lögðum við af stað og héldum að Heiði. Veðrið var kalt og hvasst, en við þóttumst vera svo vel búin, að við værum fær í flestan sjó. Þegar við komum að Heiði, stóð Sigrún frænka úti á hlaði, ásamt elztu börnunum, ]óni og Halldóru. Hún tók mjög vel á móti okkur og leiddi okkur strax til baðstofu, en Nonni og Dóra tóku hrossin okkar. Við heilsuðum nú upp á ömmu og hin börnin, færð- um okkur úr reiðfötunum og drukkum brennheitt kaffi með pönnukökum, sem Sigrún kom með, að vörmu spori. Á meðan við drukkum kaffið, varð það að samkomu- lagi, að Sigurgeir gengi um húsin með Nonna og liti á Heiðarbúið. En eg talaði um aðj sitja nokkra stund hjá ömmu, en að öðru leyti bjóst eg við að dvelja í eld- húsinu, þar sem Sigrún og Dóra gerðu ráð fyrir að hafa bækistöð sína um kvöldið. Eg sat nú á tali við ömmu. En eftir litla stund, kom Sigrún inn með börnin og bað ömmu að hafa ofan af fyrir þeim, því að þau gerðu ekki annað en að tefja fyrir í eldhúsinu. Amma bauð börnin velkomin, tók Dodda litla á hné sér og kvaðst mundi segja þeim sögu. »Segðu okkur jólasöguc, bað Lára litla. »Segðu okkur sögu af jólunum í gamla daga«, sagði Rósa. »1 gamla daga, barnið mitt?« spurði amma. »]á, þegar þú varst lítil*. Amma hóf þá sögu sína á þessa leið: »Eg man enn eftir jólunum þegar eg var barn. Bezt man eg þó eftir jólunum, þegar Sigga ]ónsdóttir kom til okkar. Foreldrar mínir tóku hana, af því að hún var nýbúin að missa mömmu sína. Hún kom til okkar dag- inn fyrir Þorláksmessu. Síðan eru nú full 70 ár. Sigga var okkur börnunum kærkomin jólagjöf. Hún var elsku- legt barn, 8 ára að aldri. Við vorum jafngamlar. Þá var svo mikið að starfa fyrir jólin, að eg get varla lýst því. Flest föt voru þá unnin heima, áhöld voru ó- fullkomnari þá en nú, vélar þekktust ekki. Öll nærföt voru prjónuð í höndunum á 5 bandprjóna, og einnig

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.