Æskan

Volume

Æskan - 15.12.1933, Page 25

Æskan - 15.12.1933, Page 25
1933 3ÓLABLAÐ ÆSK:UNN'AR 15 fellingapeysur og upphlutsskyrtur. Karlmenn kembdu ull- ina, og sumir hjálpuðu til við prjónafatnaðinn. Þeir tvinn- uðu og þæfðu, tóku ofan af og röktu af snældum. Kvenfólkið hafði nóg að gera samt. Þá var engin saumavél til, allt var saumað í höndunum, mest með fínum togþræði, sem konurnar spunnu sjálfar. Rokkar voru fáir, fram að þeim tíma var mest spunnið á snæld- ur, — líkum þeim, sem nú eru hafðar til að tvinna á. Stúlkurnar lippuðu kemburnar niður í svonefnda lippu- lára. Flestur ytri fatnaður var þá ofinn heima, jafnvel peysupils, samfellur og herðasjöl, rúmteppi og söðul- áklæði. Ekki var síður ábótavant í eldhúsinu. Allt var soðið og bakað við hlóðaeld. Kornið var malað í handkvörn- um. Það gerði kvenfólk og aðrir liðléttingar. Hveiti og hrísgrjón þekktum við ekki. Harðfiskur, baunir, hangi- kjöt og rúgbrauð var aðalfæðan, ásamt mjólkurmatnum, ostum, skyri og flautum. Mikið vorum við glöð, þegar við sáum, að Sigga var að koma. Hún sat á litlum sleða, sem faðir hennar dró. Þá var móðir mín að ljúka við að þvo jólaþvottinn. Hann var hvorki stór né fínn, mundum við segja nú. Hún treysti því, að Guð mundi gefa »fátækraþerrinn«, til þess að-þurrka fötin okkar fyrir jólin, og henni varð eftir trú sinni. Þegar hún var laus við þvottinn, fór hún að sníða jólaskæðin, því að allir fengu nýja sauðskinnsskó, og faðir minn gaf karlmönnunum einnig leðurskæði í göngu- skó til kirkjunnar. Kvenfólkið vakti fram yfir miðnætti yfir saumaskap og prjóni, og karlmennirnir líka, til þess að geta búið allt sem bezt undir hátíðina. Það kvöld var hvorki lesin saga né kveðin ríma, en húslestrinum var ekki gleymt. Á Þorláksmessu og aðfangadag var annríki mikið, og við börnin gerðum allt, sem við gát- um, til að hjálpa til. ]á, svo kom blessað aðfangadagskvöldið. Engin var klukkan, en hún mun hafa verið um 7, þegar allir lögðu niður verk og farið var að lesa húslestur. Eg mun aldrei gleyma, þegar foreldrar mínir og við öll sungum í Hugvekjusálmum: „Látum oss nú, ljúfust börn, litla stund hefta huga vorn þessu stundlega starfi frá, stunda og þenkja andlegt á“. Á eftir lestrinum var sungið versið: »Aðfangadagur dauða míns«. Þegar við höfðum þakkað fyrir lesturinn, tók móðir mín útskorinn stokk, sem var yfir rúmi hennar. Úr hon- um tók hún stór tólgarkerti og gaf hverjum sitt. Svo gekk hún fram í búr að sækja matinn. Eftir litla stund voru diskarnir bornir inn. Það voru trédiskar. Á hverj- um diski var feitt og magurt hangikjöt, væn gulrófa og heil flatbrauðskaka. Því næst komu askarnir hálffullir af þykkum baunum, og vænn biti af hálfstorknu floti var á asklokinu. Að lokinni máltíð fórum við fyrir alvöru að þvo okk- ur og hafa fataskipti. Mikið vorum við nú ánægðar, þegar við fórum í nýju, pakkalituðu vaðmálskjólana. Við Sigga fengum að hafa sparisvunturnar, mittissvuntur úr rósóttu sirtsi. Eg átti ljósleita sokka, en Sigga mosalit- aða. Þá spilltu ekki skórnir, grænir, dregnir, með hvít- um eltiskinnsþvengjum allt í kring. Allir fengu einhverja nýja flík. Enginn mátti fara í jólaköttinn. Við börnin gengum á milli fólksins og skoð- um nýju flíkurnar. Bræður mínir, sem voru yngri en eg, voru í stór- köflóttum skokkum, úr útlendu efni, rauðu og grænu og svörtum vaðmálsbuxum, sem náðu niður fyrir hné, og ljósbláum sokkum. Karlmenn voru í svörtum vaðmálsfötum. Treyjurnar voru stuttar, náðu niður að mitti. Buxurnar voru síðar, sokkarnir voru ljósbláir. Móðir mín var í silfurbúnum upphlut, mjög líkum þeim, sem nú eru notaðir, nema að hann var bryddur að framan með rauðu klæði og handvegir líka. Hún var í svörtu vaðmálspilsi. Það var lagt rauðum klæðisborða, að neðan. Vinnukonurnar voru báðar í peysufötum. Peysan var prjónuð, með flaueli á ermum og börmum líkt og nú. Pilsin voru úr vaðmáli, lögð rauðu klæði að neðan. Allar höfðu þær stórröndóttar svuntur. En fyrir slifsj notuðu þær silkiklúla. Þeir voru svartir með mislitum bekkjum. Á höfði báru þær stórar skúfhúfur, sem náðu niður á enni, en skúfurinn var stuttur og þykkur. Hárið höfðu þær laust, ófléttað. Allar voru þær í svörtum sokk um, með laglega verpta skó á fótum. Þá þekktist hvorki að brydda né snúra skó. Við kveiktum nú á kertunum. Víðast hvar voru tvö kertaljós hjá hverju rúmi, og tveir spegilfágaðir lýsis- lampar, annar úr eir, hinn úr látúni, héngu í skamm- bitunum, svo að nú fannst okkur litla baðstofan okkar vera orðin að kirkju. Flestir fóru nú að lesa í göml- um guðsorðabókum, og við börnin skemmtum okkur við að skoða myndir úr lífi frelsarans í bók, sem hét »Harmoníum«. Móðir mín bar okkur nú nýmjólk í leirbollum, og var stór byggmjölslumma lögð á undirbollann. Kvöldið leið hægt og hátíðlega. Fólkið leit eftir sjö- stjörnunni. Þegar hún var komin í miðmundastað, sagði það, að nú færi að líða að miðnætti. Þá var farið að undirbúa »jólanæturlesturinn«. En móðir okkar sagði okkur söguna um fæðingu Jesú. Faðir minn tók úr bókaskápnum 3 grallara, Vídalíns- postillu og skrifaða bænabók. Nú varð allt hljótt í bað- stofunni. Nóttin helga var komin. Það hvíldi hátíðlegur svipur yfir öllum. Jólalesturinn byrjaði. Foreldrar mínir

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.