Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 26

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 26
16 JÓLABLAÐ Æ'SKUNiNAR 1933 og eg sungum á einn grallarann, en vinnufólkið á hina. Að lestrinum loknum var gengið til hvílu. Við lögðum okkur í vel uppbúið rúm. Undirsængin og koddinn, sem við Sigga höfðum, var úr segli, kodda- verið úr dropóttu lérefti. Rekkjuvoðir voru úr drifhvítu vaðmáli, og í stað yfirsængur höfðum við loðinn sauð- skinnsfeld. Það voru tvö skinn saumuð saman. Við sofnuðum vært. Mig fór að dreyma um Jesú- barnið, fjárhirðana og englana, og í svefninum þóttist eg heyra þá syngja: »1 dag eitt blessað barriið er« o. s. frv. Þetta var okkar kærasta jólavers. Ljós voru látin loga á lýsislömpum alla nóttina, og fyrir dag vaknaði eg við það, að faðir minn las Jóla- dagslesturinn. Móðir mín hafði farið fram í eldhús og glætt eldinn, sem var falinn í hlóðunum, yfir nóttina. Nú sótti hún fram sjóðandi kaffiketilinn, svo fengum við jólakaffið með lummum og vænum steinsykursmola. Nú var skepnum gegnt og etinn morgunverður. Allt fólkið bjóst til kirkjuferðar, nema Gunna vinnukona og litlu bræður mínir. Foreldrar mínir fóru ríðandi, en við gangandi. Faðir minn var í vaðmáls reiðfötum, stórri kápu (kafeyju)., — Buxurnar voru lagðar grænum borða yfir saumana. utanlærs. Pípuhatt hafði hann á höfði. Við Sigga fylgdum vinnufólkinu eftir. Dísa áttiað líta eft- ir okkur. Hún var í peysufötum og stytti pilsið á leiðinni með fallegum linda. I hann var þessi lindavísa ofin: „Dlíöust, þýðust blómarós, blessaður aldinkvistur, styrki yÖur, dýrust drós, drottinn Jesús Kristur". í kirkjunni voru margar konur í faldbúningi, þar á meðal móðir mín. Þá var enginn straubolti til, en faldatröfin voru sléttuð með trafakefli. Á okkar trafakefli var þetta skorið: >Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?« Þegar heim kom frá kirkjunni, fengum við jólamatinn vel úti látinn, og er kvöld var komið fórum við að spila alkort o. fl. Við vöktum við glaum og gleði langt fram á nótt. — Nú hefi eg sagt ykkur frá jólunum í gamla daga, þegar eg var barn. Eg vona, að ykkur hafi ekki leiðzt.* Með þessum orðum lauk amma frásögn sinni. >Þetta er skemmtilegasta jólasagan, sem þú hefir sagt okkur«, svöruðu börnin einum rómi. >Það hafa verið nógu skemmtileg jólin í gamla daga«, mælti eg, >þó að ekkert væri jólatréð*. >Við höfum aldrei séð jólatré heldur«, sögðu þá börnin. Eg þakkaði ömmu fyrir söguna. Síðan fór eg fram í eldhús, að tala við mæðgurnar. Eg stakk upp á því, hvort ekki væri rétt að biðja Sigurgeir og Nonna að smíða ofurlítið jólatré handa börnunum. Þeir smíðuðu lítið jólatré, en eg bjó til fáeina jólatréspoka, úr mislit- um pappír, sem eg var með. í bögglinum frá póstinum voru spil og jólakerti. Dóra var að steikja kleinur, og eg skar út fáeinar myndakökur, til þess að láta í jóla- tréspokana, og súkkulaði var líka látið í þá. Vngri börnin áttu ekkert að fá að vita um þetta, fyrr en á aðfangadagskvöldið. Við fórum snemma frá Heiði næsta morgun. Eg þóttist hafa gert góða ferð, að heyra söguna af gömlu jólunum, og ekki síður, að hafa skilið eftir ofurlitla jólagleði handa börnunum í Heiðarkotinu. ' Við komum heim á aðfangadagskvöldið, þegar fólkið var að ljúka við að klæða sig í hátíðafötin. Okkur var tekið tveim höndum, og eftir litla stund, þegar klukkan sló 6, var allt heimilisfólkið kallað fram í stofu til kvöld- verðarr'Þar var dúkað borð og allskonar góðgæti fram borið, t. d. steikt kjöt og brúnaðar kartöflur með sultu- taui, hveitibrauð og kex með nýju smjöri, og á eftir kom rauðgrautur með rjóma. Þegar máltíðinni var lokið, gengum við til baðstofu, þar stóð alskreytt jólatré. Var nú kveikt á kertunum, og systir mín settist við hljóðfærið og lék mörg sálma- lög, en við gengum í kring um tréð og sungum. Okkur var gefið allskonar góðgæti, og mamma gaf öllum ein- hverja jólagjöf, t. d. slifsi, trefla og fleira. En sjálf fékk hún fallega inniskó. Svo drukkum við kaffi með allskonar góðum kökum. Þegar allt þetta yar komið í kring, var lesinn húslestur. Það, sem eftir var kvöldsins, skemmtu flestir sér við blöð og bækur, og þegar eg var að hátta, sagði eg systrum mínum söguna af gömlu jólunum. Við sáum mismuninn á jólunum nú og þá. En við sáum þó, að enn voru jólin haldin í sama tilgangi og fyrir 70 árum, og Jesús Kristur var enn jafn nálægur okkur og ömmu minni, þegar hún var barn. Og hvað íburðamikið, sem jólaskrautið var og hátíðahöldin, gat enginn eignazt sanna og varanlega jólagleði, ef Jesú- barninu var gleymt. — Nú loguðu rafljós í hverju her- bergi, alla jólanóttina — en ennþá var Jesú hið sanna jólaljós, sem kom í heiminn til þess að lýsa sálum mannanna. Helga Sigurðardóttir, Hofi, Öræfum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.