Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1933, Side 27

Æskan - 15.12.1933, Side 27
1933 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 17 Landið helga Eftir Niels Meyn Margrét J ó n s d ó 11 i r þýd d i Það leikur fagur minningaljómi um nafnið á landinu helga, sem við þekkjum öll svo vel frá barnæsku, úr biblíusögunum okkar. Þaðan var það, sem hin mikla friðarhugsjón, sem átti að ná valdi á öllum heiminum, breiddist út. En síðan á þeim dögum, hefir Palestína ekki ávallt verið friðarheimkynni, heldur oftast þvert á móti. Hin heilaga borg, Jerúsalem, nafnið þýðir »heimili friðarins*, hefir hvað eftir annað verið yfirunnin og eyðilögð. Og Kanaansland, er í fornöld var svo frjósamt, að þar draup svo að segja smjör og hunang af hverju strái, hefir smátt og smátt breytzt í eyðimörk og öræfi. Nú á síðustu tímum var útlit fyrir, að þetta frjósama land yrði ræktað upp að nýju. Gyðingar héldu heim til Jerúsalem, víðsvegar að, frá öllum löndum jarðarinnar. Þaðan fóru þeir út um héröðin í landi feðra sinna, og með atorku og iðjusemi ræktuðu þeir frjósama vín- garða og blómlega akra, og komu á fót stórkostlegum iðnaðarfyrirtækjum. En svo lenti þeim saman við Araba, er í margar aldir höfðu litið á Palestínu, sem sitt land. Hirðingjar þessir fluttu sig frá einum stað til annars, leituðu upp hina frjósömustu staði, sem enn voru til, fjölda margir, þótt Abrahamseikin, líklega elzta eikartré heimsins, liinn æfaforni grátmúr, sem var til í byrjnn tímatals vors. landið væri í órækt og niðurníðsiu. Þeir bjuggu í tjöld- um sínum, alveg eins og gert var á dögum Abrahams, og höfðu með sér fénað sinn. En er Gyðingar komu nú heim, eftir heimsstyrjöldina, heim til Palestínu, sem þeir litu á, sem sitt eldgamla heimkynni, og höfðu til þess það, sem kalla má sögulegan rétt, þá hófst óvinátta milli þeirra og Arabanna, er varð brátt að logandi hatri. Og aftur hefir verið barizt í Jerúsalem og landinu helga. Jerúsalem, heimili friðarins, hefir eins og áður var tekið fram, hvað eftir annað, verið vettvangur, þar sem blóðugir bardagar hafa verið háðir. Þið minnist þess úr biblíusögunum, hvernig Davíð konungur vann bæinn og gerði hann að höfuðborg sinni. En eftir dauða Saló- mons kortungs, er byggði hið volduga musteri, unnu Egyptar borgina, og seinna kom Nebukadnezar Baby- loníu-konungur og lagði hana í eyði. Og árið 70 e. K. stóð ekki steinn yfir steini eftir af þessari frægu borg. En Títus herforingi lét þó eftir standa turn nokkurn, óhreyfðan, og part úr múrvegg — ekki sem minnismerki, heldur til þess að sýna eftir- komendum, hve sterka múra hinn rómverski örn gæti brotið niður.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.