Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 28

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 28
18 ;jo;lablað æskunnar 1933 Þetta er hinn æfagamli múrveggur, er við sjáum á einni myndinni. Þar safn- ast Gyðingar saman enn í dag, til þess að gráta og harma örlög borgar sinnar. Önnur myndin sýnir >Via Dolorosa*, veg harmanna, er frelsarinn varð að ganga með krossinn á baki. Á vegi þessum eru enn þá hinir æfafornu götusteinar, frá því á dögum Krists. Á einn steininn eru höggnar út myndir af leik nokkrum, er Rómverjar höfðu til þess að stytta sér stundir með, er þeir stóðu á verði. Vfir >Via Dolorosac sjáum við boga einn, Ecce Homo (Sjáið manninn!). Þar segir sagan, að Pontius Pílatus hafi staðið, er hann aumkaði frelsarann og reyndi til að hræra hin forherfu hjörtu Gyðinganna til meðaumkunar. þessum sér maður nú á dögum út borg, með sínum fannhvítu hvolfþökum, en yfir henni hvelfist h'imininn blár og fagur. >Via Dolorosa* liggur að kirkju hinnar heilögu grafar. Þangað koma guðhræddir, kristnir pílagrímar enn í dag, til þess að gera bænir sínar. Annar helgur staður, er sést á einni myndinni, er >Musteristorgiðc. Þar stóð hið fagra Heródesar musteri, er var eyði- lagt af Rómverjum, enda þótt Títus óskaði eftir að þyrma því. Löngu seinna leyfði Julian keisari, er nefndur hefir verið frávillingur, Gyðingum að byggja musterið aftur. En er byrjað var að grafa í rústunum kom skyndi- yfir Frá boga Jerúsalem- Via Dolovosa (vegur harmanna). Musterisíorgið. lega eldur upp úr jörðinni. Ennþá er það óráðin gáta, hver orsökin hefir verið. Þegar Arabar unnu landið helga, eftir daga Múha- meds, byggðu þeir Oman-bænahús á musteristorginu. Það stendur þar enn með sínu fagra hvolfþaki og hindrar það, að hægt sé aðgrafa upp hinar fornu musterisrústir, og mundi það þó sennilega hafa þýðingarmikinn árangur. Á krossferðartímunum var Jerúsalem enn á ný illa leikin. Arið 1099 unnu krossfarendur borgina og drápu þar niður bæði Gyðinga og Araba. I eina öld vár borgin oftast nær eign kristinna manna, en svo náði egypski soldáninn, Saladdin, henni undir sig. Þessi maður sýndi kristnum mönnum svo mikla mildi, eftir að hann hafði lagt staðinn undir sig, að það er fyllilega samboðið nú- tíðar menningu. Seinna féll Jerúsalem í hendur Tyrkja. Og þá er líkast því, að dauðans kalda hönd leggist yfir borgina. Kristnir menn gátu þó alltaf farið þangað pílagríms- ferðir, og Gyðingar áttu sér söfnuð í hinum forna höfuðstað. A leiðinni til Hebron er mjög yndis- legt lahdslag, þar sem álitið er, að hinn forni Mamrelundur hafi verið. Þar er geysistórt eikartré í eldgömlum víngarði. Það nefnist Abrahamseikin og er um það bil 10 metrar að ummáli, að neð- anverðu, og krónan er mjög stór. Arið 400 er talað um gamla, virðulega eik, þar sem Abraham hafi leitað sér forsælu. Tæplega er þetta þó hið sama eikartré og nú er til, en að líkindum er það elzta eikartréð, sem til er í heiminum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.