Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 29

Æskan - 15.12.1933, Blaðsíða 29
1933 jÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 19 P o^oOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOO OOO O O OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOo0ooO*o JÓLASAGAN HENNAR OMMU Eftir Rósu B. Blöndals ]ólin voru komin, friður Guðs ríkti yfir jörðunni. Ótal hvitklæddir jólaenglar svifu um á meðai mannanna og hvísluðu lágt inn í sálir þeirra. »í dag er yður frels- ari fæddur. Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á«. Og eins og alltaf á jólunum sungu englarnir um gleðiboð- skapinn og kærleika ■ Drottins, með blíðum og skærum tónum, sem mennirnir að vísu heyra ekki, en breiða frið og gleði á sálir þeirra, sem eftir því vilja hlusta, svo að þeim sýnist allt bjartara og hlýrra en endra nær. Þrír unaðsfagrir jóla- englar svifu yfir stóru og fallegu húsi. Þar fóru þeir inn í rúmgóða, vel upphitaða stofu. Hún var öll uppljómuð, því að búið var að kveikja á jólatrénu, sem var fag- urgræn fura, svolihá, að hún tók upp undir loft í stofunni, og var alsett glitrandi jólaskrauti og marglitum kertum. ]ólagjöfunum hafði verið útbýtt, en mikla ánægju höfðu þær ekki vakið á heimilinu. Sigga litla, 10 ára gömul telpa, sem var einkabarn hjónanna og hafði fengið margar fallegar gjafir, sat grátandi og gaf stórri brúðu, í hvítum silkikjól, hornauga við og við. Sigga litla hafði nefnilega viljað fá brúðu í skautbúningi. Var hún því afar óánægð með þessa og vildi helzt ekki sjá hana. Pabbi Siggu varð vondur, mömmu hennar sárn- aði, en vildi samt ekki láta vera vont við hana sjálft jólakvöldið, og út af því fóru svo hjónin að jagast. Amma gamla þagði og hristi höfuðið, sem orðið var hvítt fyrir hærum. Hún horfði rólegum, dimmbláum augum á hjónin og litlu stúlkuna til skiptis; tignarlegur friður göfugrar sál- ar og sorgblandin alvara lýsti sér í svip gömlu konunnar. Svona var þá ástatt á þessu heimili, þegar jólaengl- arnir komu þar, til þess að gleðjast með játendum krist- innar trúar. Skyndilega kom raunasvipur á andlit engl- anna, þeir litu hver á annan og sögðu; »Ves- alings skammsýnu jarð- arbörn! Þetfa,semminnst er í varið, látiÖ þiÖ skyggja ,á mestu gleðina, sem heiminum hefir nokkru sinni gefizt*. Gleðileg jól, buðu þeir öllum, en enginn nema gamla konan fann þann frið, sem jólabarnið gaf mönnunum, áður en það yfirgaf heiminn. Enginn getur fengið gjöfina, nema sá, sem tekur við henni. — Einn af jólaenglun- um hvíslaði lágt inn í huga gömlu konunnar: »Segðu þeim frá jólun- um, sem eru þér minnis- stæðust*. Þá opnaðist allt í einu fyrir henni ráðið, til að endurvekja há- tíðablæinn og sigrast á því, sem hafði útrýmt jólagleðinni. Hún stóð upp og gekk til Siggu litlu, tók hana og settist með hana á stólinn sinn, svo sagði hún með dálitlu sigurbrosi: »Börnin mín! Eg ætla nú að segja ykkur frá jólunum, sem mér eru minnisstæðust*. — Hjónin þögnuðu, og Sigga litla, sem hafði afar-gaman af sögum, hallaði höfðinu rólega upp að brjósti ömmu sinnar, er hóf sögu sína á þessa leið. »Móðir mín varð ekkja árið, sem eg fæddist, og voru fjögur börn eldri en eg, hið elzta 10 ára drengur. Mamma bjó því með ráðsmanni, þangað til elzti bróðir minn, Gunnar, var fermdur, en þá tók hann við búinu með henni, því að táp var í drengnum. Það liðu tvö ár. Gunnar var orðinn 16 ára, eg 6. — Sveitin, sem við vorum í, lá ekki langt frá kaupstað; var siður að fara á Þorláksmessu í kauptúnið, að fá ýmislegt til jólanna, og var þá komið aftur seinni hluta

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.