Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Síða 30

Æskan - 15.12.1933, Síða 30
20 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1933 Bláeyg (Erlend fyrirmynd) 1 Hún leggur á svæfilinn Iokkanna gull, hún litla Bláeyg mín, og augun þau lokast hægt og hljótt, í horninu’ er brúðan þín. Við rúmið þitt stendur draumsins dís og dregur upp myndalín, nem staðar ó, veröld, og vertu nú hljóð, svo vakni ei Bláeyg mín. Uti er vetur, og vindurinn blæs, eg veit ei um nokkurt skjól, en hún er nú komin í laufgaðan lund, sem Ijómar í vori og sól. aðfangadags. Það var komið að jólum. Þorláksmessu- dagur rann upp bjarlur og fallegur. Gunnar bróðir minn fór af stað í kauptúnið að sækja eitthvað til jólanna. Við yngri systkinin og mamma stóðum á hlaðinu og horfðum á eftir honum. Þessi dagur leið, og aðfanga- dagurinn kom. Þá var farið að syrta í lofti, og varð æ þungbúnara eftir því, sem á daginn leið. Oft leit mamma út og var áhyggjufull á svip og óvenju fálát, en ekki talaði hún við okkur systkinin neitt um áhyggjuefni sitt — og öll vorum við í óða-önn eitthvað að undirbúa til hátíðarinnar, já! meira að segja eg, sem var minnst, hafði líka nóg að gera. Mikið var talað um jólin og mikið hlakkað til þeirra. En þegar á daginn leið, fór að koma snjódrífa, sem dimmdi meir og meir, unz ekki sá út úr augunum. Aumingja bróðir okkar! Nú urðum við hrædd um hann, sem var einn úti. Við fórum að tala um það við mömmu, til að reyna að fá einhvern frið hjá henni, við hræðslu okkar. Hún sagði einungis, »því má Guð ráða«, svo hélt hún þegjandi áfram við það, sem hún var Við blómálfa Ijúfa í léttum dans hún leikur með gullin sín. Æ, þegiðu, vindur, og vertu nú rór, svo vakni ei Bláeyg mín. Á hvítum svæfli með hönd undir kinn — hún hvílir — og bros á vör, þó stormurinn æði um niðdimma nótt með nornir í sinni för. Við gluggann þinn heimurinn grætur sárt, og gráthljóð á rúðunum hrín. 0, háværa veröld, æ, vertu nú hljóð, svo vakni ei Bláeyg mín. Margrét Jónsdóttir. að gera. Það var orðið koldimmt bæði úti og inni. Mamma var loks búin að því, sem hún þurfti að gera. Þá kveikti hún Ijós bæði inni og frammi. Birtan skein á allt hreint og fágað. Mamma hafði þvegið sér og mér, systkini mín þvoðu sér sjálf, og nú fengum við öll tandurhrein, vel bætt föt. Vkkur mundi nú ekki þykja þau fín, en við vorum ánægð með þau. Svo fengum við telpurnar nýjar svunfur, og Nonni bróðir nýtt vesti með rósóttum glerhnöppum, og þá hefði nú engu síður verið glatt í litla bænum okkar, en í höllum fursta og konunga, ef bróðir okkar hefði ekki verið einn úti að berjast við hríðina og myrkrið. Mamma reyndi að dylja óró sína. Hún lét okkur setjast hjá sér, svo fór hún enn einu sinni að segja okkur söguna gömlu, sem alltaf verður ný, söguna um fæðingu frelsarans. Að því búnu sungum við jólasálma. Það var búið, og bróðir okkar enn ókominn. Þá sagði móðir okkar, að við skyldum syngja: »A hendur fel þú honum* o. s. frv. En er sálmurinn var á enda, krupum við öll í þög- ulli bæn — og eg hugsa, að sjaldan hafi jólabarnið

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.