Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1933, Síða 31

Æskan - 15.12.1933, Síða 31
1933 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 21 Brúðan hennar Rön ku LEIKENDUR: Mamma, Lóa, Inga og Sigga. I. ÞÁTTUR (Sfofa með venjulegum húsgögnum. Lílið barn liggur í vöggu, sem stendur á gólfinu. Mamma silur á stóli við vögguna. Lóa slendur á gólfinu í hápu með hatt á höfði og mjólkurfötu og pen- ingapyngju í hendi). LÓA: Vertu sæl, elsku mamma mín. (Kyssir mömmu sfna og fer út úr dyrunum). MAMMA (tekur barnið í fang sér og gælir við það); Bráðum kemur Lóa, Dísa mín. Þá fer mamma að elda matinn. (Hún syngur. Tvær ljósklaeddar verur koma inn og standa sín hvoru megin við vögguna. Þær hafa yfir sér fallegar slæður og syngja með): Lag: Hann Tumi fer á fætur o. s. frv. Ró, ró, ró, litla ljúfan, og litla dúfan mín. Senn kemur litla Lóa, hún Lóa, systir þin. Og bráðum brosa jólin með birtu í koti og höll, og. jólasveinar sveima um sveitir, dali og fjöll. Þeir koma inn í kotin með kerti og falleg spil. Og ungir bæði og aldnir þá ósköp hlakka til. Ró, ró, ró, litla ljúfan, og litla dúfan mín. Senn kemur litla Lóa, hún Lóa, systir þín. MAMMA: Vertu sæl, Lóa mín. Manstu nú, hvað þú átt að kaupa? LÓA: Já, mamma. Var það ekki eitt pund af jarð- eplum, einn mjólkurpottur og tvö kíló af fiski? Var það nokkuð meira? MAMMA: Nei. En ætlarðu ekki að kveðja mig, barn? II. ÞÁTTUR (Uti á götu. Lóa á gangi). SIGGA (kemur hlaupandi): Lóa, Lóa! Komdu sæl! LÓA (lítur við): Nei, komdu sæl, Sigga. Ósköp er langt síðan við höfum sézt. Hvaðan kemur þú? fengið heitari bænir en þær, er stigu upp til þess þetta kvöld — frá okkur í litla kotbænum. Allt í einu heyrðist þrusk úti fyrir, við vorum ekki háttuð, þótt nokkuð væri framorðið. Hlupum við því öll til dyra — og þar stóð bróðir okkar, glaður og brosandi, en hvítur var hann eins og snjókarl. — Þegar hann var kominn í þurrt, las mamma lesturinn, síðan var kveikt á litlu, heima smíðuðu jólatré, sem prýtt var með lyngi. Við settumst í kringum það og fengum að heyra, hvernig bróðir okkar komst heim, Hann sagðist hafa verið orðinn áttavilltur og örmagna af þreytu, og hefði hann sífellt verið að biðja Guð hjálpar, þegar honum allt í einu birtist undra-skært ljós. Hann stefndi á það, og það fór á undan honum alla leið heim, og hann, sem hafði verið orðinn örmagna af þreytu, fann allt í einu, hvorki til hennar eða kuldans, það var eins og einhver æðri máttur bæri hann uppi. — >Við trúðum því öll, og eg trúi því enn«, sagði gamla konan, »að jólabarnið sjálft, eða sendiboðar þess hafi leitt hann, og sijarnan þess vísað veginn*. Jólagjafirnar, sem við fengum, glöddu okkur mikið, þó að ekki væru þær eins dýrar eða fallegar og brúðan þín, Sigga litla. — En meira gladdi okkur þó, að fá bróðurinn aftur og vissuna um nálægð frelsarans, hún hefir verið það dýrmætasta, sem eg hef átt í lífinu. Þetta jólakvöld, sem er mér minnisstæðast, sofnuðum við öll í litla bænum, með þakklæti til Drottins í hugan- um og frið gleðiboðskaparins í hjartanu, og þangað hef eg aftur leitað á hverri óróleika- og raunastund lífs míns, svo eftirminnilegt var mér það, þó að eg væri lítil. Látið ekkert skyggja á gleðina yfir gjöfinni miklu, sem Drottinn sendi heiminum, og allar jólagjafir eiga að minna á, þess vegna eru þær fagrar, hvort sem þær eru stórar eða smáar«. Jólin á heimilinu gerbreyttust við söguna hennar ömmu. Friður, gleði og þakklæti ríkti þar. Allt heimilið kraup við jötu jólabarnsins. Kæru börn, eg óska ykkur gleðilegra jóla. Biðjið frelsarann og reynið að feta í fótspor hans, og stjarnan hans mun leiða ykkur gegnum lífið, alla leið heim.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.