Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.12.1933, Qupperneq 32

Æskan - 15.12.1933, Qupperneq 32
22 JOLABLAÐ ÆSHUNNAR 1933 SIGGA: Eg er að koma frá henni ömmu. Hún á heima þarna í hvíta húsinu (bendir). Sérðu það ekki? Eg kem alltaf til ömmu á hverjum degi. Hún getur al- drei farið út. Hún er svo veik af gikt, eða einhverju. Hún segir, að eg verði að koma og vera eins og lif- andi fréttablað fyrir hana — því að hún sér ekkert heldur — auminginn hún amma mín! En hvert ert þú að fara? LOA: Eg er að fara í búðir að kaupa í matinn fyrir hana mömmu. Komdu og fylgdu mér. SIGGA: Eg veit ekki, hvort eg má það. Eg er ekkert farin að læra, og kennarinn minn segir, að eg verði að herða mig fyrir jólin. Nei, sjáðu! Þarna kemur hún Inga. INGA: Sælar verið þið. Hvað eruð þið að gera þarna? Hvers vegna standið þið á götunni? Eruð þið að bíða eftir einhverjum? LOA og SIGGA: Nei, við ætlum í búðir að kaupa í matinn. INGA: Flýtið þið ykkur þá. Klukkan er víst bráðum 11. Það veitir ekki af að fara að ná í það, sem á að sjóða. Þið megið ekki svíkjast um. LOA: Við erum ekkert að svíkjast um. En það er satt, sem þú segir. Eg verð að fara. Verið þið sælar. INGA: Heyrðu, Lóa. Bíddu eitt augnablik. Getið þið ekki komið til mín báðar, á sunnudaginn kemur? Eg er farin að sauma jólafötin á brúðurnar mínar. Eruð þið ekki byrjaðar? LOA: Eg veit ekki, hvort eg get komið. Þið getið alveg eins komið til mín. INGA: ]á, það er mér sama. Við hittumst þá heima hjá þér á sunnudaginn. LÓA: Verið þið sælar. (Hún fer). SIGGA: Eg er ekki farin að sauma á mína brúðu. Og eg veit ekki, hvort að eg geri það. INGA: Þá fer hún í jólaköttinn. SIGGA: Það gerir ekkert til. En heyrðu, Inga. Ó- sköp væri gaman að gefa henni Rönku litlu, sem býr í kjallaranum hjá okkur, reglulega fallega brúðu. Hún á ekki nema svo voðalega ljóta tuskubrúðu. Ef við legðum nú aílar saman, og svo gætum við saumað utan á hana. Eg hefi svo lítið gaman af brúðum nú orðið. En hún Ranka er svo lítil. Eg er viss um, að hún yrði kát. INGA: ]á, þetta væri gaman. En áttu nokkra peninga? SIGGA: Nei. En það getur verið, að amma gefi mér aura. Hún gerir það svo oft. En eg er nú vön að kaupa mér sleikjubrjóstsykur fyrir þá. INGA: Kennarinn minn segir, að það sé bæði ljótt, sóðalegt og óhollt að borða sleikjubrjóstsykur. Eg fæ aldrei aura fyrir sætindi. En eg á fimmtíu aura í sparibaukn- um’'mínum, og svo getur verið, að Lóa eigi eitthvað. SIGGA: Eg á rauðan silkiklút, sem við getum haft í kjóla á brúðuna. INGA: Og eg á græna flauelispjötlu, sem má hafa í kápu og húfu, og svo á eg nóg af fallegum tuskum í nærföt á hana. SIGGA: Lóa á áreiðanlega eitthvað í föt. Hún á svo mikið af tuskum. INGA: Við sjáum þá til á sunnudaginn. Eg veit í hvaða búð er bezt að kaupa brúðuskrokkinn. Við þurf- um að vera búnar að því fyrir sunnudaginn. SIGGA: ]æja, við tölum betur um þetta í skólanum. Eg er ekki byrjuð að læra íslandssöguna, og eg á að fara klukkan eitt í skólann. (Þær kveðjast). III. ÞÁTTUR (Heima í stofunni hjá Lóu. Lóa situr við borðið með brúður, tuskur, tvinna og nál. Það er barið að dyrum). LÓA: Kom inn. (Hún sfendur upp og gengur til dyranna). INGA og SIGGA: Sæl og blessuð, Lóa. LÓA: Komið þið sælar. Gerið þið svo vel að fara úr kápunum. (Þær fara úr kápunum og koma svo inn með brúður og dót. Sigga heldur á stórum brúðuskrokk). SIGGA: Þetta gekk nú bærilega. En nú þurfum við að vera duglegar að sauma. LÓA: Gerið þið svo vel og fáið ykkur sæti. (Þær setjast). Þú lagðir nú svo mikið til, Sigga. SIGGA (brosandi): Þegar eg sagði ömmu, hvað eg og við ætluðum að gera, varð hún svo ósköp góð og gaf mér krónupening. Og þegar eg lofaði að bragða ekki sleikjubrjóstsykur til jóla, þá gaf hún mér annan, svo eg gat lagt til tvær krónur. LÓA: Og eg átti krónu, sem eg vann mér inn sjálf. INGA: En eg átti nú aðeins þessa fimmtíu aura. En stúlkan í búðinni sló fimmtíu aurum af brúðunni, eg er svo kunnug henni. En nú verðum við að keppast VÍð að sauma. (Þær sauma). LÓA: Eigum við ekki að syngja eitthvað á meðan. SIGGA: ]ú, við skulum syngja vísurnar, sem við lærðum í skólanum urn daginn. (Þær syngja. Hér má syngja, hvað sem vera vill). MAMMA (kemur inn með ávaxtaskál og diska og lætur á borðið); Komið þið sælar, Inga og Sigga. Viljið þið nú ekki fá ykkur epli, litlu saumakonur? Gerið þið svo vel. SIGGA, INGA og LÓA: Þakka þér fyrir. SIGGA (tekur upp brúðuna, sem nú er komin í föt): Líttu á, við erum búnar með hana, er hún ekki falleg? MAMMA: ]ú, þið eruð mestu myndartelpur. SIGGA: ÓskÖp held eg Ranka verði glöð. INGA: Það er skrítið, að mér þykir miklu meira gaman að þessu, heldur en að sauma á mínar brúður. LÓA: Og mér líka. MAMMA: Það er líklega eins og ykkur hefir stundum verið sagt, að mesta gleðin sé í því fólgin að gleðja aðra. SIGGA: ]á, það er líklega alveg satt. Margrét Jónsdóttir.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.