Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1936, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1936, Blaðsíða 7
ÆSKAN 5 brúnina á vígjunum, en beygðu sig svo niður, þegar kúlurnar frá mótstöðumanninum stefndu á hann. Þannig leið nokkur stund, að hvorugur kom kúlu á liinn. En allt í ei'nu small kúla frá Eysteini á ennið á Arnviði, svo að honum sortnaði fjTrir augum. „Halló, halló, þarna ertu dauður“, kallaði Ey- steinn og stökk upp á vígisvegginn. „Já — ja“ heyrðist í Ax-nviði, þar sem lxann var að þurrka framan úr sér snjóinn. Hann sveið i enn- ið og var hálf ónotalegur i höfðinu og lxafði suðu fyrir eyrunum. Hefði þetta ekki verið orusta, hefði hann farið að gráta. En nú fannst honum það ekki karlmannlegt af fornhetju að fara að gráta, svo hann reyndi að harka það af sér. En allt í einu fór Arnviður að hlæja. Eysteinn hafði staðið sigri hrósandi uppi á virkisveggnum, en steyptist nú á liöfuðið og i kaf i snjóinn. Veggur- inn hafði ekki þolað þunga hans og hrunið undan honum. Arnviði var skemrnt að horfa á Eystein, þar sem liann var að reyna að hrölta á fætur úr snjónum. Sigurvegarinn liafði fengið verri útreið lieldur en sá sigraði. Svo settust þeir niður og hvildu sig. Eftir nokkra stund byrjaði svo leikurinn aftur. Tíminn leið og það var byrjað að rökkva. Dreng- irnir höfðu alveg gleynxt sér af ákafanunx við leik- ina. En þá kom móðir Arnviðar út og gekk til þeirra. „Hvað er þetta? Eru þið enn að leika ykkur? Það er nxeira en kominn tíixxi fyrir Steina að fara lxeinx. Myrkrið skellur á, og nxóðir hans verður lirædd xinx liann, ef liann kemur ekki heiixi i björtxx.“ Nú rankaði Eysteinn við sér. „Jii, það er alveg satt. Eg er búinn að tefja of lengi, og verð nú að flýta mér heim. Hvar er kertamótið?“ „Það er hérna. Það er best að binda það á bak- ið á þér, svo þxi týnir þvi ekki.“ „Já, það er gott, og svo lileyp eg eins og eldi- brandur heim,“ sagði Steini um leið og hann kvaddi móður Arnviðar. „Má eg ekki fylgja Steina út fyrir lækinn, niamma?" sagði Arnviður. „Jú. En þið skuluð ekki vera neitt að dunda við lækinn eða brúna.“ „Nei. Það skulum við ekki gera,“ sögðu dreng- irnir og lxlupu af stað. Skamnxt utan við túnið á Felli var kaldavermslu- lækur, djúpur og holbekktur. Yfir hann var nxjó tré- brú, handriðslaus. Þegar drengirnir komu að lækn- um hljóp Arnviður fram á brúna, og fór að hossa sér á henrii miðri. Brúin svignaði allnxikið, þegar drengurinn lxossaði sér, en lyfti sér svo upp á milli. Arnviður hafði oft skemmt sér við þetta og fannst það mesta gaman. Eysteinn stóð á bakkanum og liorfði á. Hann var liálfhræddur að horfa á félaga sinn gera þetta. „Nú skal eg fara af brúnni og lofa þér að reyna, Steini,“ sagði Arnviður og hljóp niður af brúnni. Eysteinn var hikandi og hálfliræddur. „Reyndu bara“ sagði Arnviður. „Það er svo ganx- an að gera þetta.“ Steini vildi ekki láta Arnvið vita, að hann væri liræddur, og gekk þvi út á brúna og byrjaði að lyfta sér á tá og fá brúna til að lireifast, en þó nxjög liægt, því hann var enn ekki búinn að yfirvinna hræðsluna. „Já, svona“, sagði Arnviður. „En þú verður að gera það miklu hraðara. Það er ekkert gaman að fara svona hægt“. Eysteinn lierti lxeldur á hreyfingunni. En allt í einu skrikaði honum fótur og hann steyptist á liöf- uðið niður i miðjan lækinn og hvarf. Arnviður stirðnaði upp af hræðslu. Og eldhratt flaug í gegnum liuga hans sú hugsun, að Steini hlyti að drukkna þarna. Og það væri í raun og veru honum að kenna. Lækurinn var þarna djúp- ur, og engin von um að liann gæti hjargað sér sjálf- ur. Og þó liann hlypi lieim, nxundi hjálp þaðan koma of seint, því hann yrði drukknaður áður. En sanxt yrði liann að reyna það. Hann sneri sér við og ætlaði að hlaupa heinx, en þá kom liann auga á ganxalt silunganet, senx lá á lækjarbakkanum, sið- an unx liaustið að Arnviður og eldri bræður hans liöfðu verið að reyna að veiða þarna silunga. Og þarna hafði svo netið orðið eftir, enda var það oi-ðið ónýtt. Arnviði flaug strax i hug, að þarna væi’i nxáske möguleiki til björgunar á Steina litla. Ef liann gæti kastað því til lians og dregið hann síðan að bakkanum. Arnviður greip netið liröðunx liöndunx og sneri sér að íæknurn. Þarna úti í miðj- unx læknum kom upp xir vatninu lxöfuð og hend- urnar á Steina, og liann heyrði más og lcvás til hans.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.