Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 3
ÆSKAN 15 Óli snarfari Eftir Erika Mann ■—■ Guðjón Guðjónsson þýddi Á ineðan þetta gerðist í New-York bar svo við i „Gæsin blá“ í Bláfelli, að síminn hringdi þar einu sinni ákaflega. Birn veitingamaður svaraði, en kall- aði undir eins: „Agga, sámtal við þig l'rá Bjarkeyri.“ Hún kom þjótandi. „Ja, halló,“ hrópaði hún. „Það er eg — það er Agga Birn.“ „Hér er ferðaskrifstof- an á Bjarkeyri,“ sagði karlmannsrödd i símanum. „Yið höfum fengið skeyti frá loftskipinu“ — Agga hrökk svo við, að liún var nærri búin að missa sím- tólið, — „og það er til yðar, en i því stendur ekkert annað en þessi orð: í borg. Kannist þér nokkuð við þetla?“ „ Já, já, já, það er til mín, það er til mín.“ Og hún fleygði frá sér símtólinu og lioppaði og liringsnerist og dansaði og söng í sífellu: „Til mín — til mín, i borg, í borg----.“ Pabbi hennar kom inn og varð alveg steinhissa á þessum gaura- gangi i barninu. „Hvað er að?“ spurði liann. „1 horg,“ hrópaði Agga. „Það er nokkuð, sem bara við Óli vitum. Það þýðir, að liann gat það, sem hann ætlaði — komst inn í-----. Nei það er leyndar- mál ennþá, eg má ekki segja það.---Að hugsa sér, að Óli skuli vera búinn að flj úga!“ Birn liorfði alvörugefinn á telpuna, tók undir liökuna á lienni og sagði: „Segðu mér nú eitthvað af viti um þetta, Agga mín. Iívað á þetta að þýða?“ En Agga hljóp upp um hálsinn á honum og bað bann: „Elsku pabbi, eg má ekki segja þér leyndar- málið strax, en bráðum skallu fá að vita það allt.“ Birn veitingamaður hummaði og lautaði, en sælli sig þó við þelta. „Þú verður þá að vera stillt og mátt ekki æpa eins og einhver beslía, telpa mín,“ sagði hann. „Annars varðar mig svo sem ekki um þennan barnaskap." Svo fór hann, en Agga hopp- aði á hæl og tá og raulaði: „1 borg — í borg.“ Hvar er Jósep frændi? Hvernig átli Óli nú að fara að því að ná sér í símaskrá? Hann varð að biðja einhvern að lána sér hana, en hvernig álti liann að gera sig skiljanleg- an? Honum hafði ekki dottið í liug að állir töluðu þetla undarlega, drafandi mál liér, þessa amerík- önsku. Hann hljóp um liverja götuna á fætur ann- ari og fram lijá mörgum stórliýsum, þar sem ef- laust voru margar símaskrár. Loks staðnæmdisl liann við gríðarmikinn glugga, sem lelrað var á: Cafeteria. „Cafe“ hlýtur að þýða kaffi,“ hugsaði Óli, og' þetta „teria“ er víst einhver amerisk ending, sem ekki þýðir neitt ljótl.“ Svo sá liann lika, að þarna inni beið fjöldi fólks með tóma diska í hönd- um, en aðrir voru búnir að fá dýrindis kræsingar á sína og gosdrykki i glösin sin. Og svo borðuðu þeir af bestu lyst og kepptust við, eins og mikið lægi á. Óli lierli upp hugann og labbaði þarna inn með poka sinn á bakinu. Maður stóð við dyrnar og lagði miða i lófa hans. „Þakka,“ sagði Óli og gekk áfram. Þetta var nú meiri veislan. Dýrlegustu krásir liðu fram hjá eftir löngu borði. Hver jnátti taka það, sem hann vildi á sinn disk. Uppi yfir borðinu voru kranar, og ef skrúfað var frá, streymdi úr einum mjólk, öðrum saft, þriðja súkku- laði. Óli borfði lengi á, livernig fólkið gæddi sér á öllu góðgætinu, og liver fekk það, sem honum þótti best. Svo tók hann sér disk og gekk að þessu undrahorði. Þarna kom steiktur fugl vaggandi, ostur valt fram bjá, ilmandi brauð, — nóg af öllu. Óli valdi úr og Jét óspart á diskinn sinn. Þegar hann liélt að nóg væri komið, sneri hann frá og leitaði að stað, þar sem bann gæti etið bráð sína. Þá sá liann unga, lag- lega stúlku, sem stóð við einliverskonar talningar- vél. Hún rétti hendina í áttina til lians og sagði eilthvað. Óli hélt fyrst, að hana langaði i bita lijá lionum, og rétti góðfúslega fram diskinn. En hún horfði spyrjandi á hann og snerti ekki matinn. Það var eitthvað annað, sem liún vildi. Allt í einu mundi Óli eftir seðlinum, sem maðurinn við dyrn- ar fekk honum. Óli þreif liann upp og rétti lienni. Hún tók við og merkti liann, og nú slapp Óli fram Iijá. Hann settist við litið marmaraborð, léttur i skapi, og snæddi. Siðan litaðist hann um eftir síina- skrá. Jú, þarna hinumegin i salnum var röð af klef- um. „Sími“, stóð á hurðunum. Óli gelck þangað. Þá sá lumn að símaskrá New-York er ekkert smásmíði. Það eru fjórar bækur, og hver um sig stærri en biblian. Brauer, það lilýtur að vera í fyrstu bókinni, lmgsaði Óli. Hann settist með bókina á gólfið, réði ekkert við liana öðruvísi, og fór að leita. Það var ljóta verlcið, því að mörg þúsund undarleg nöfn byrjuðu á B. Loks fann liann einn mann, sem liafði ættar- nafnið Brauer, en liann hét alls ekki Jósep, lieldur allt annað. Ekki gat það verið frændi. Kannske hann hafi ekki síma, liugsaði Óli. Hann varð dapur í huga, þessum vandræðum hafði liann ekki búist við. En hvað það var annars skritið, að hann skyldi ekki þurfa að borga matinn. Þetta var líklega ein- hver góðgerðastofnun. Hann lagði stóru símaskrána á sinn stað og ætlaði að ráfa út um dyrnar, sem liann kom inn um. Þær voru lokaðar. Hann fór þá

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.