Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 5
ÆSKAN 17 Hans klaufi Æfintýraleikur eftir æfintýri (Kóngsdóttirin hefir látiö kunn- gcra, að hún ætli að gifta sig þeim manni, er besi komi fgrir sig orði. Á höfuðbóli einu bijr gamall herra- maður ásanit þremur sonum sín- um. Tveir þeir elstu, Jóhann og Hinrik, cru að lcggja af stað til þess að freista gæfunnar. Þá kem- ur gngsti bróðirinn, Hans klau.fi, hlaufiandi). HANS KLAUFI: Hvert ætlið þið að fara, fyrst þið eruð komnir í stássfötin? HINRIK: Til hirðarinnar til þess að kjafta út kóngsdótturina. Hef- irðu ekki heyrt það, sem hásúnað er landshornanna milli, að kóngs- dóttirin ætlar að giftast þeim manni, sem snjallastur er að lioma fyrir sig orði. ' HANS KLAUFI: Nú, já, já. Þá held eg að eg megi nú vera með! JÓHANN og HINRIK (hlæj- andi): Þú, klaufinn þinn! Ha, ha. ha! (Þcir ríða burt). HANS KLAUFI: (kallar til föð- ur sins): Pabbi minn, láttu mig fá hest! Það er kominn í mig svo mik- ill giftingarhugur. Taki hún mér, þá tekur hún mér, og taki hún mér ekki, þá tek eg hana engu að síður. FAÐIRINN (gramur): Bull og vitleysa. Þér gef eg engan hest. Þú hefir engan talanda. En hræður þínir, það eru karlar í krapinu. Jó- hann hefir lært margar bækur spjaldanna á milli. Hann kann alla latnesku orðabókina bæði aftur á liak og áfram, og þrjá árganga af Morgunblaðinu. En Hinrik hefir kynnt sér öll lög iðnaðarfélaga. Hann getur talað um landsins gagn og nauðsynjár, og ;auk þess lcann hann axlahanda-útsaum, því að hann er laghentur og fingrafim- ur. Kóngsdóttirin verður áreiðan- lega ánægð mcð annan hvorn þeirra. HANS KLAUFI: Fái eg engan hestinn, þá tek eg geithafurinn. Eg H. C. Andersens á hann sjálfur, og hann getur vel borið mig. (Að skammri stundu liðinni lcemur Hans klaufi ríðandi á gcithafrinum). HANS KLAUFI (kallar til bræðr- anna): Halló, hæ, hó! Hér er eg, hér kem eg. Sko, hvað eg fann á veginum. (Sýnir þeim dauða kráku). HINRIIv: Klaufabárður, aula- bárður! Hvað ætlar þú að gera við þetta. HANS KLAUFI: Eg ætla að gefa kóngsdótturinni það. JÓHANN: Það skaltu gera! Ha, ha, ha! (Þeir halda áfram). HANS IvLAUFI (lirópar): Hér kem eg, liæ, hó, hæ, hó! Lítið á, hvað eg fann, annað eins finnur maður ekki á hverjum degi á götu sinni. HINRIK (snýr pér við gremju- lega): Klaufi! Þetta er gainall tré- skór, sem yfirhlutinn er dottinn af. Á kóngsdóttirin lílca að fá hann? HANS KLAUFI: Já, eg held nú það. (Þeir halda áfram). HANS KLAUFI (hrópar): Hæ, hó, hæ, hó! Hér er eg. Alltaf versn- ar það. Þetta er alveg dæmalaust. BRÆÐURNIR (óþolinmóðir): Hvað hefir þú nú fundið, klaufinn þinn. HANS KLAUFI: O, það er ekki vert að minnast á það. Ósköp held eg lcóngsdóttirin verði glöð. JÓHANN: O, svei, þetta er for- arleðja, sem mokað liefir verið upp úr gryfjunni. HANS KLAUFI: Já, það er það reyndar. Og það af allra fínasta tagi. Maður getur ekki haldið á henni. (Setur hana i vasa sína). (Bræðurnir fhjta sér nú og ríða eins liart og hestarnir komast. Þeir komast til konungsliallarinnar og bíða Jyar, uns að þeim kemur. Jó- hann fer fyrst inn. En þegar hann sér að loftið er allt úr spegilgleri, Leikendur: Faðirinn Hinrik j Jóhann ; synir hans Hans klauíi ) Kóngsdóttir gleymir hann öllu því, sem hann ætlar að segja). JÓHANN: Það er ljóti hitinn hérna. KÓNGSDÓTTIRIN: Það er af því hann faðir minn steikir kjúkl- inga núna í dag. JÓHANN (svitnar og stamar): Be, be-------. KÓNGSDÓTTIRIN: Dugir ekki. Burt með hann! (Jóhann fer út sneijpulegur). HINRIK ('kemur inn): Hér er voðalegur hiti. IvÓNGSDÓTTIRIN: Já, við erum að steikja kjúklinga í dag. HINRIK (stamandi): Hva-a a-ð — þá i— ha? KÓNGSDÓTTIRIN: Dugir ekki. Burt með hann! (Hinrik fer). HANS IÍLAUFI (kemur inn rið- andi á geithafrinum): Mikill steikj- andi hiti er þetta. IvÓNGSDÓTTIRIN: Það kemur af því, að eg er að steikja kjúkl- inga í dag. HANS KLAUFI: Það er ágætt. Þá get eg líklega fengið kráku steikta. KÓNGSDÓTTIRIN: Það er guð vel komið. En hefir þú nokkuð til þess að steikja hana í, því að eg hefi hvorki pott né pönnu? HANS KLAUFI: Já, það hefi eg. Hér er suðugagn með tinkeng. (Tekur fram gamla tréskóinn og lætur krákuna í hann). KÓNGSDÓTTIRIN: Þetta er nóg til heillar máltíðar, en hvaðan fá- um við ídýfu. HANS KLAUFI: Eg hefi hana í vásanum. Eg hefi svo mikið, að einu gildir, þó dálítið fari niður. KÓNGSDÓTTIRIN: Þetta líkar mér. Þú kannt að koma fyrir þig orði, þig kýs eg fyrir eiginmann. (Og síðan varð Hans klaufi kon- ungur, féklc kórónu og veldisstól).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.