Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 7
ÆSKAN Lifið samt í sælli von um sólarijlinn, sem að hrekur burtu bylinn. 19 Bragi litli talar við smáfuglana Komið þið hingað, kæru vinir, korn að tína, hér er eg með húfu mína. Hún er full af fuglamat, sem fékk eg inni í búrinu, hjá mömmu minni. Þið eruð eflaust illa haldnir eftir bylinn, en hér skal enginn eftir skilinn. Þið liafið liðið sult og seyru, sorg og kulda. Mennirnir ykkur mikið slculda. Enginn þekldr allt það böl, sem ykkur þjakar, og burt frá gleði og gæfu stjakar. Eg veit þið hafið — vetrarlangt — sem veðrin beygja, allir líka sögu að segja. Kvíðafullir lciirið þið i klettaskorum, fjötraðir í feigðarsporum. Þið, sem standist frosts og fanna feigðartökin, flögrið heim á húsaþökin. Enginn skyldi á ijkkur sjá neitt auðnuleysi, þó eigið hvorki korn né hreysi. Kvikum vængjum veifið þið í von um æti, en eruð fárra eftirlæti. Þó að siimir söngsins ykkar sakna mundu, ef hnigjuð nú að heljargrundu. Eg ætla að biðja alla drengi á tsafirði, að létta ykkar æfibyrði. Fugli cr meiri meinabót en margur hyggur, matarögn, sem inni liggur. Eg vildi eg gæti vafið ykkur vordagsörmum, vængsins börn -— í vetrarhörmum. G. Geirdal. verður svo heppinn að slá síðasta höggið. Og viti menn! Kisa fellur að lokum. Það er lítil stúlka, sem er sigurvegarinn. Hún er ljóshærð og nett í einskonar upphlut. Nú snýst allt um hana. Hún er sett í gullstól og gyllt pappakóróna er sett á höfuð lienni. Svo fær liún fangið fullt af ávöxtum og dálítinn, fallegan kassa með góðgæti í. Börnin bera hana nú um stund á gullstóli fram og aftur um sal- inn, með söng og hljóðfæraslætti. — En bráðum er leikurinn á enda. Litlu vinstúlkurnar mínar koma til okkar íslendinganna og bjóða okkur upp á ávexti, það er verið að útbýta þeim ineðal barnanna. En mig langar lil að vita eitthvað meira um þenna leik, því að eg veit, að hann er æfagamall. Systurnar eru mér lítið fróðari. En þær þjóta af stað til þess að spyrja kennarana sína. Þær koma að vörmu spori aftur. Þær segja mér, að hann muni vera af holl- enskum uppruna, en kennararanir viti ekki vel um ])að, en lofi að segja þeim það seinna. — Eg las síðar dálítið um þennan einkennilega leik í hók, er lýsir lifnaðarháttum Kaupmannahafnarbúa, fyrr meir. Þar er sagt, að leikurinn liafi komið til Dan- merkur frá Hollandi, og var hann í fyrstunni ósköp ljótur. Þá voru það fullorðnir karlmenn, er tóku þátt i honum. Þeir komu riðandi á hestum sinum, og fór leikurinn þá fram undir berum himni. Og kisan var lifandi, höfð inni í tunnu, svo að þið skilj- ið, að þetla var hræðilega grinnndarlegt athæfi, sem þessir karlar frömdu. Svo endaði allt i drykkjuskap og svalli. Það lagðist þó fljótt niður að hafa lifandi kött, til að kvelja, og var hannað af yfirvöldunum, en þá var hafður stoppaður köttur, og siðast aðeins tuskuköttur. Eim þann dag í dag fer þessi leikur fram á mánudaginn fyrstan i föstu, og er leikinn af fullorðnum mönniun, undir beru lofti, en fjöldi fólks safnast saman til þess að lioi'fa á. — Hér á ís- landi var þessi leikur tekinn upp t. d. af Latínu- skólapiltum, fyrir aldamót, en lagðist niður aftur. Skólastjórinn i skólanum við Amalíuveg 20 kom nú til okkar og bauð okkur að drekka kaffi með fullorðna fólkinu. Þágum við það auðvitað með þökkum. Siðan sátum við enn góða stund og horfð- um á hörnin, er dönsuðu og léku sér og skemmtu sér vist prýðilega. Að lokum fórum við heim til for- eldra litlu systranna, þær vildu með engu móti sleppa okkur strax, það var svo gaman að tala um Island, landið, sem amma þeirra var ættuð frá. Seiima gáfu þær mér þessa mynd, er þið sjáið hér. Hún er af krökkunum, sem „slógu köttinn af tunn- unni“, og eg sagði þeim, að það gæti vel verið að eg birti hana í íslenska liarnablaðinu mínu. M. J.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.