Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 8
20 ÆSKAN Skyldurnar Dómkirkjuklukkan sló 10. Það var kaldur vetrarmorguun og snjór yfir öllu. Framan við dyrnar á skrifstofu Björns kaup- manns Eirikssonar stóð liópur af drengjum, á aldr- inum 12 til 14 ára. Allir voru þeir velbúnir að skjólfötum, en þó var auðséð, að sumum var orð- ið kalt að bíða þarna, enda voru sumir búnir að standa þarna meira en hálftíma. Ástæðan til þess, að drengirnir biðu, var sú, að Björn kaupmaður bafði auglýst, að sig vantaði dreng á aldrinum 12—14 ára, til þess að vera í sendiferðum fyrir sig, og átlu umsækjendur að mæta kl. 10 árdegis, svo að hann gæti valið úr. Þegar klukkan í kirkjuturninum sló síðasta slagið í tíu, var dyrunum lokið upp, og drengimir þyrptust inn í anddyri liússins. Svo var einn og einn kallaður inn í skrifstofuna. Þar sat Björn sjálfur og virti fjTÍr sér, hvern sem inn kom, lagði fyrir þá nokkr- ar spurningar og lét ]já sýna sér sýnishorn af skrift sinni. Hann var enn ekki búinn að ráða neinn, þó voru þarna í þessum Iiópi nokkrir drengir, sem hann var sæmilega ánægður með. Samt ætlaði liann að hafa tal af þeim öllum, áður en hann réði nokkurn þeirra. Seinasti drengurinn kom inn. Hann var heldur lítill, en vel vaxinn og liðlegur í hreyfingum, bjart- bærður með blágrá, fjörleg augu og heiðan svip. Birni geðjaðisl strax vel að horium. „Hvað beitir þú, drengur minn?“ spurði Björn, þegar liann var búinn að vísa drengnum til sætis. „Egill Kjartansson,“ svaraði drengurinn. „Hvað ertu gamall?“ „Fjórtán ára.“ „Hefir þú baft nokkra sendisveinsstöðu áður?“ „Nei. Eg hefi verið heima hjá foreldrum minum. En þau eru fátæk, og eg vildi gjarnan geta unnið þeim eitlhvað inn, því að við erum átta systkinin, og er eg elstur af þeim.“ „Hefir þú skrifbókina þína með þér?“ „Já.“ Egill rétti Birni bókina, og liann skoðaði liana um stund. Skriftin var góð, festa í lienni og stílfegurð. „Hérna er líka vitnisburðabókin mín úr skólan- um, ef þér viljið líta á liana.“ „Já, það er gott.“ Kaupmaðuxánn renndi augun- um yfir einkunnirnar. Þær voru flestar góðar, og alltaf haista einkunn fyrir hegðun. „Vitnisburðirnir eru góðir. Eg er ánægður með þá,“ sagði Björn og rélti Agli bókina. „Eg er líka templar og bragða aldrei vín eða tó- bak,“ sagði Egill bálfhikandi. „Já, það getur verið gotl að vera í þeim félags- skap, en annars gef eg lítið fyrir allan þann hégóma,“ sagði Björn og var auðlieyrð lítilsvirðing í rómnum. Egill leit undrandi til Björns. Honurii þótti vænt um unglingastúkuna, sem bann var i, og mátti ekki heyra henni hallmælt. „Finnst yður ekki betra, að menn séu bindindis- menn?“ mælti Egill. „Eg gef ekkert fyrir allt þetta bindindi,“ ansaði Björn. „Þeir, þessir bindindismenn, eru ekkert betri en aðrir menn. Og í mínum augum eru það engin meðmæli, þó einliver og einhver sé í bindindi, eða bragði ekki áfengi.“ Egill var forviða að heyra þessi unimæli Björns. Hann þorði varla að mótmæla þessari skoðun, þegar svona mikill maður átti i lilut, en að lála þeim ómót- mælt fannst honum liarin ekki geta eða mega sjálfs sín vegna, og sagði því með sannfæringu í rómnum, en samt liálfhikandi, því að hann var feiminn við kaupmarininn: „Það er vísindalega sannað, að nautn áfengis get- ur ekki gert nokkrum manni gott, nema sem meðal eflir læknisráði. Og það er líka margsannað, að áfengið veikir allt sálarlíf manna og dregur úr and- legum og líkamlegum starfskröftum og veikir sið- ferðisþrek hvers manns.“ „Já, drengur minn. Eg hefi lieyrt þetta. En eg hefi meiri reynslu í þessum efnum en þú, og eg hefi enga trú á því, að þú reynist betri sendisveinn, þó þú sért í stúku, heldur en þó þú bragðaðir áfengi endrum og eins. Eg veit vel, að beinn drykkjuskap- ur er óhollur, en að menn bragði áfengi gerir engum manni neitt.“ „Eg held, að þetta sé ekki rétt hjá yður,“ sagði Egill ákveðinn og var nú öll feimni og hik liorfið úr rómnum. „Það er áreiðanlega best að bragða aldrei áfengi, því að þá langar mann aldrei í það. En ef maður hefir það um liönd nokkrum sinnum, þó það væri ekki mikið i hvert sinn, þá gæti farið svo, að manni gengi illa að hætta við það, og þá gaiti svo farið, að maður yrði drykkjumaður og sviki skyldur sínar við sjálfan sig og foreldra sína og föðurland.“ „Það er hægt að rækja skyldur sínar, þó að maður liafi áfengi um hönd, stöku sinnum,“ sagði Björn og leit bvasst á Egil. Egill leit ekki undan augnaráði Björns, heldur liorfði beint framan í hann og sagði ákveðinn: „Fyrst áfengið veikir og devfir liæfileika manna og viljaþrek, getum við ekki leyst verk okkar eins

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.