Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1936, Blaðsíða 3

Æskan - 01.03.1936, Blaðsíða 3
ÆSKAN 27 Golíat blæs út ranann Deyjandi dýrategundir Ágætur náttúrufræðingur spáði þvi einu sinni, að ekki myndi liða á löngu áður en mennirnir út- rýmdu öllum villtum spendýruin af jörðunni. Von- andi rætist þessi hrakspá ekki, en hitt er vist, að mikil hætta er á því, að ýmsar tegundir stærri spen- dýra líði undir lok, og jafnvel hafa sumar horfið með öllu á síðustu áratugum. Þó eru menn nú farnir að friða þau dýr, sem sjaldgæf eru orðin. En þrátt fyrir það virðast ýins þeirra jnunu verða aldauða. Sauðnautin voru fyrrum mjög útbreidd og mikil mergð af þeim. Nú lifa þau hvergi nema nyrst í Norður-Ameriku og á austurströnd Grænlands. Þau hafa nú verið friðuð, og má ekki veiða þau nema fólkið sé i bjargarskorti. Fyrir nokkrum árum voru nokkur sauðnaut veidd og flutt til íslands, en ekki tókst að halda lífinu i þeim. Þau drápust öll. Sæoturinn hefir löngum verið mjög eftirsóttur. Fyrir nokkrum öldum var mikil jnergð af lionum norðan til við strendur Kyrrahafsins, og þá komu árlega yfir 20.000 sæoturskinn í verslanirnar. Síð- ustu ár hafa ekki komið á markaðinn meira en nokkur liundruð skinn árlega, en hvert þeirra kost- ar lika i kringum 10.000 krónur. Nú er oturinn al- friðaður, og jafnvel er reynt að temja hann og ala í Kanada. Enn ver hefir farið fyrir visundinum, sem heima álti liér i Evrópu, og var á sinni tíð stærsta land- dýr álfunnar. Einna mest var af honum í Rússlandi og Póllandi. Talið er, að fyrir tæpum liundrað ár- um hafiverið til um 2000 vísundar, enþeimfór stöð- ugt fækkandi. Loks voru þeir alveg friðaðir, en svo á árunum, sejn heimstyrjöldin geisaði, 1914—1918, þóttust menn liafa annað þarfara að gera en að lialda lífinu i þessum vísundum, sem eftir lifðu. Fólkið svalt, og þá voru þeir drepnir og étnir, allir sem til náðist. Árið 1921 var liinn síðasti skotinn. Suður i Kálcasus lifðu lika villtir vísundai;, en 1925 urðu þeir einnig aldauða, og þar með voru þeir liorfnir hér í Evrópu. En í dýragörðum víðsvegar lifa enn 60—70 visundar, og er reynt að hlúa að þeim með öllu móti. En nú er að segja frá sæfílnum, sem þið sjáið hér á myndinni. Nafnið er dregið af því, að karl-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.