Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1936, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1936, Blaðsíða 6
30 ÆSKAN leysislega blá augu. Faðir Jóa var bláfátækur dag- Jaunamaður, sem lengi hafði barist við heilsuleysi sonar síns, en móðir Jóa var dáin. „Þegiðu, Jói“, sagði Anna. „Þú, sem ert huglaus eins og geit.“ „Þú ættir að skammast þín“, sagði Gunna“, þú, sem ert þó sá eini af öllum strákunum, sem kannt að synda, en vegna ræfilsskapar þorir ekki að bleyta þig i sjó,“ „Eg læt ekki stúlkur tæla mig til að vaða upp fyrir mitti“, sagði Jói ofur rólega, „Þú ert asni, Jói.“ „Mig vantar eyrun þín til að bera það utan á mér, Anna,“ sagði Jói fjarska hæglátlega. Anna stokkroðnaði. „En þú, sem gengur með einhverja voðalega veiki,“ sagði Gunna, sem var að hefna fyrir Önnu. Jói fölnaði, hann leit góðlegu, bláu augunum til stúlknanna, og það blilcuðu tár i þeim, er hann gekk þegjandi í hurt. — „Heyrðu Jói, viltu fylgja mér heim?“ Það var Villi, sem kom á eftir honum. „Jú“, það skal eg gera, en er þér ekki kalt?“ „Hálf, en við hlaupum bara. Jói, eg þakka þér annars fyrir það, sem þú sagðir við stúlkurnar. Þú sagðir einmitt það, sejn eg hugsaði, en þorði ekki að segja.“ „Eg vildi, að eg gæti alltaf sagt það besta, sem aðrir ekki þora að segja, og með þvi haldið uppi réttlæti gegn ranglæti. Það þyrfti aðeins að vera betra en það, sem eg sagði við stúlkurnar.“ „Já, en Jói, þetta var ákaflega ljótt, sem Gunna sagði við þig, því barðirðu hana ekki blátt áfram utanundir." „Nei, það hefði ekki verið rétt gert, Villi, því hún sagði aðeins sannleikann, bara ljótan sannleika, sem hljómar svo ákaflega illa í mínum eyrum.“ Jói beygði sig niður að Villa og livíslaði i eyra honum, svo lágt, að varla heyrðist: „Eg er berkla- veikur, Villi, það er sannleikur.“ „Villi hrökk i kút, og gat ekkert sagt. „Aum- ingja Jói“, stundi liann loksins upp, og þessi orð lýstu heitri og einlægri meðaumkun. „Þú mátt samt ekki segja neinum þetta, Villi minn, þvi eg veit það svo vcl sjálfur, hvernig allir litu til mín, og þá myndi pabbi frétta þetta. Hann veit það ekki enn, sem betur fer.“ Drengirnir voru komnir heim til Villa. Þeir kvöddust innilega i dyrunum, og Villi flýtti sér inn. Það var blæjalogn næsta dag. Frostið var samt engu minna. Aldrei liafði verið jafnkrökkt af ung- lingum og börnum niðri í fjörunni og úti á jökun- um, sem seinni hluta dagsins, þegar allir krakk- arnir voru komnir úr skóla. Þetta var alveg dæma- laust fjör og kátína. Þarna óð Palli i annan fótinn, og Gvendur lenti upp í klof á milli tveggja jaka. Báðir fóru þeir heim. Palli ko,m aftur, en Gvendur var víst látinn fara að hátta, sögðu krakkarnir með stakri fyrir- litningu. Svo lilógu allir og grétu á víxl. Rósa litla missti skóinn sinn á milli jaka, og það var víst spariskórinn hennar, sagði eldri systir hennar. Þarna hlupu þau Siggi, Anna og Gunna, og kölluðu til Villa, sem stóð lijá Jóa uppi í fjöru, hvort hann vildi ekki vera með, eða hvort hann væri jafn liuglaus og Jói, sem ekki þyrði einu sinni að bleyta á sér litlu tána. „Já, jafn huglaus!“ kallaði Villi, og stelpurnar fussuðu fyrirlitlega um leið og þær ráku út úr sér tunguna framan í Jóa. Jói horfði dapux-legum al- vöruaugum á krakkana hlaupa um ísinn. Þetta lilaut að vera gaman, þó hann reyndar gæti elcki hlegið, þegar einhver krakkanna datt ofan í. Nú sá hann, hvar þau Anna, Gunna og Siggi voru öll komin út á einn stóran jaka. Þau kölluðu til Villa. „Vertu með út á vog.“ „Á eg að gera það?“ spurði Villi, Jóa. „Nei, gerðu það ekki, Villi, þú, sem blotnaðir i gær.“ En krakkarnir biðu varla eftir svari. Þau ýttu út í gegnum krapann og voru lcomin út á sléttan vog- inn. Krakkarnir á jakanuin vöktu auðsáanlega hrifn- ingu þeirra, sem i fjörunni stóðu. Og mörg þeirra stærri ætluðu að fara að fá sér jaka og stöng til að koma á eftir liinum. En þá kvað við ógurlegt neyð- óp. Jakinn var sprunginn. Öll þrjú, sem á jakan- um stóðu, rnisstu jafnvægið og féllu ofan i hyl- djúpan sjóinn. Þeim skaut upp aftur og náðu þá í sitt hvort jakastykkið. „Guð minn almáttugur!“ hrópaði Villi. „Og eng- inn bátur til í landi.“ Hann áttaði sig varla á því þegar hann sá Jóa þjóta franx á ísinn. Hann tók varla eftir þvi, þegar Jói stóð á frenxsta jakanum, að Iiann var nakinn niður að belti? „Guð minn alnxátt- xigur!“ lxrópaði Villi aftur, þegar hann sá Jóa stinga sér út af jakanum og niður í gegnxim krapann. Og honum fannst það heil eilífð, þar til Jói kom aftur upp, fyrir xitan kraparöndina. Jói synti hvatlega að jakanum, senx Anna hékk í. Hann þreif undir höku lienni og lagði svo af slað á baksundi i laixd. Það var komin íxxúgur og margnxenni í fjöruna. Og liver spurði annan: „Kann enginn að synda?“ „Er enginn

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.