Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 3

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 3
ÆSKAN 39 F erðaminningar III. Ferð um Dali Eg ætla að segja ykkur ofurlítið frá ferðalagi, sem eg fór síðastliðið sumar, um Dalina í Svi- þjóð. þið vitið víst öll, hvar Dalirnir liggja, eða getið að minnsta kosti gætt að því á landabréfinu. Sum ykkar, sem eru farin að læra sögu, hafa ef til vill heyrt gelið um Dalakarlana og Gústaf Erie- son Yasa. Hann varð konungur í Svíþjóð 1523 og frelsaði Svía undan valdi Dana, og það voru Dala- bændurnir, sem best dugðu honum. Hami ferðaðist um Dali og eggjaði Dalakændur til uppreisnar á móti dönsku fógetavaldi. Yarð hann að fara huldu höfði og komst stundum í hættur og æfin- týri. En áform hans heppnaðist, og sænska þjóðin heiðrar minningu hans. Hvar, sem maður fer um Dali, rekst maður á ýmiskonar minnismerki um Gustaf Vasa, og mun eg segja frá einhverju, er eg sá af þeim, síðar í þessari frásögu. Fólkið, sem hýr í Dölunum, er enn í dag kjarkmikið og fast- heldið á forna siði. Flestir ganga þar t. d. í þjóð- búningum, hæði konur og karlar. Allskonar heim- ilisiðnaður er mjög í hávegum hafður. Þess vegna sækist ferðafólk, sem kemur til Svíþjóðar, eftir því að koma í þetta hérað, sem einnig er mjög fagurt. Eg kom til Falun 1. júlí, laust eftir miðjan dag, í l)esta veðri. Þið munið kannske eftir því, að í landafræðinni ykkar stendur, að í Falun séu miklar eirnámur. Eg hafðiekið með járnbrautarlestfrá Upp- sölum um morguninn. Þegar eg var húin að finna mér gististað og fá mér hressingu, geldc eg út í bæinn, til þess að skoða mig um. Falun er ekki sérlega stór bær, og það, sem ferðamaður skoðar fyrst og fremst, er náman og námusafnið. En þar er einnig forngripasafn (Dala fornsal) og kirkja, síðan á 13. öld (Kirkja koparfjallsins), og önnur kirkja falleg', kennd við Kristínu, dóllur Gústafs Adolfs. Eg kom að námunni og fannst mér mikið til um, að sjá þar öll verksummerki, og námusafnið þótti mér merkilegt að sjá. Þar voru sýnishorn af öll- um þeim verkfærum og vélum, sem nolað hefir verið í námunni, frá fyrstu líð og fram á okkar daga, og eru breytingarnar auðvitað slórkostlegar. Meðan eg var þarna inni, að skoða safnið, komu þangað skólabörn frá Suður-Sviþjóð. Þetta voru hörn á fermingaraldri. Kennarinn þeirra var með þeim og einnig leiðsögumaður, er útskýrði allt sem best. Sumar telpurnar voru í þjóðbúningum, og þótti mér gaman að sjá hann. Eg hugsaði til skólaferðanna, sem nú eru farnar að tíðkasl hér heima á íslandi, þeg- ar egsá barnahópinn. Safnið var í mörg- um herbergjum og ótal margt var að sjá. í einni stofunni hékk mynd af manni á veggnum. Undir myndinni slóð: Stein- runni pilturinn lrá Falun. Likið af hon- um hafði fundist í námunni árið 1720. Leit það út eins og ljóslifandi, en hafði verið grafið í bergið í 50 ár. Margir koniu til þess að skoða líkið, og brátt þekktist pilt- urinn. Gömul kona kom þar að. Hún l’éll í öngvit hjá líkinu. Hún hal’ði verið unnusta piltsins fyrir 50 árum. Pilturinn liafði lieitið Matts ísraelsson. Hann liafði farið einn saman niður í námuna, að kvöldi dags, cn aldrei komið upp aftur. Mörg skáld hafa orkt um þenna einkennilega og raunalega atburð. — Þarna voru líka skrítnir búningar. Það voru svartar skikkjur og hattar, sem ýmsir höfðingjar höl'ðu notað, er þeir heimsóttu námuna og fóru niður í hana. — í gestabók- ina hafði Gústaf Adolf meðal annara ritað nafnið silt, einnig Karl Jóhann og ýmsir fleiri þjóð- höfðingjar. Þarna voru einnig æfagömul skjöl og samningar viðvíkjandi námunni, alll frá þrett- ándu öld. í forngripasafninu var líka ýmislegt, er mér þótti gaman að skoða, l. d. allir þjóðbúningarnir. En þeir eru margvíslegir í Sví])jóð, sinn búningur fyrir hverja sveit. Þar voru einnig allskonar húsáhöld og iðnaður frá Dölunum fyrr og síðar, gönntl strengjahljóðfæri o. s. frv. Þárna sá eg líkan af manni, ef mannsmynd skyldi kalla. Var álitið, að það væri frá því árið 1000, eða þar um bil. Það var úr tré og hafði fundist i mýri i Dölunum. Um miðjan dag 2. júlí fór eg af stað með járn- brautarlest til Ráttvik. Ráttvik liggur við Siljan- vatnið; þar er ferðamannastraumurinn mestur. Eg hafði komist í kynni við sænska hjúkrunar- konu í Falun. Hún var frá Jönköping, eldspýtna- bænum við Váttern. Við áttum santleið og urðum Frá eirnámunum í Falun

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.