Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 4
40 ÆSKAN Barnaskóli í Rilttvík því samferða til Ríittvik, en þangað er aðeins stuttur vegur frá Falun. Yið pöntuðum okkur gistingu á bóndabæ ein- um, skammt frá þorpinu. Húsbóndinn kom sjálf- ur á járnbrautarstöðina, til þess að taka á móti okkur. Hann var í Dalabúningi, bláum með rauð- um bryddingum. Talaði hann Dalamál, svo að við áttum fullt í fangi með að skilja hann, að minnsta kosti eg. Hann ók nú með okkur heim að búgarði sinum, er stendur á fögrum stað á bökkum Siljans. Bóndinn hét Márs og var bærinn kenndur við hann, eða ætt hans. Eg dvaldi þarna i nokkra daga og kunni vel við mig. Fólkið var vingjarnlegt, bæði heimamenn og gestir, húsa- kynni og aðbúð öll var upp á hið besta og nóg var að sjá í nágrenninu. Þarna í kring var krökkt af gistihúsum og mikið af sumargeslum, innlend- um og útlendum. Sum þessi gistihús eru mjög fullkomin og glæsileg, eins og t. d. Siljansborg. Skógarnir umhverfis voru yndisfagrir, ])æði lauf- og barrskógar, og loftið var heilnæmt. Einn daginn, meðan eg dvaldi þarna, fór eg að skoða vefnaðarskóla, er lá nokkuð langt burtu, úti í skóginum. Þótti mér gaman að sjá skólann og allan vefnaðinn. Þarna voru nemendur Iiingað og þangað úr Svíþjóð, og einnig frá Noregi og Finn- Sólarlag við Siljan Vetraríþróttir í Riittvík landi. Leksand er bær, skammt frá Ráttvik, þang- að kom eg einnig í þessari ferð, þar er óvenju- lega falleg, gömul kirkja. Eg var við kirkju í Ráttvik. Kirkjan var full af fólki og var ílest í þjóðbúningum, bæði konur og karlar. Stúlkurnar voru í hárauðum ullarsokkum með þverröndóttar dúksvuntur, og litir allir mjög skrautlegir. Skammt frá kirkjunni, niðri við vatn- ið, er stór steinn, er reistur hefir verið til minn- ingar um Gústaf Vasa. Það var við þessa kirkju, sem hann talaði í fyrsta sinn við fólkið. Hringinn í kring- um steininn eru minni steinar, með nöfnum ýmsra manna og kvenna, er hjálpuðu lionum, veittu hon- um beina og' húsaskjól, er hann fór um Dalina huldu höfði. Ein af þeim var Barbro Stígsdóttir. Maðurinn hennar var æskuvinur Gústafs Vasa, og kom Gústaf á heimili þeirra og beiddist gistingar. Tók bóndi vel við honum og lél hann hafa felustað á lofti í útihúsi einu. En um nóttina kom Barbro og vakti hann. Ráðlagði hún honum að ílýja, því að hana grunaði, að bóndi sinn mundi ætla að svíkja hann. Lél hún hann fá hest og' skaut hon- um þannig undan, svo að menn fógetans danska, gripu i tómt, er þeir komu að leita lians. En á fund fógeta hafði bóndinn farið, eins og konu lians grunaði. Eitt kvöldið, sem eg dvaldi í Rátlvik, er mér einkum minnisstætt. Eg liafði verið á gangi úti i skógi, og þegar eg kom heim að bænum aftur, var komið að sólsetri, og lilaði kvöldsólin Siljanvatnið og strendur þess rauðar sem gull. Eg held, að eg hafi aldrei séð fegurra sólarlag, nema el' vera skyldi eilt sinn fyrir norðan land á íslandi, en þá var eg stödd um ])orð í skipi. Það er ekki unnt að lýsa þessu sólselri við Siljan. Stúlkan, sem með mér var, lauk upp sama munni um, að hún hcfði aldrei fegurra séð, og okkur fannst báðum, að það vera eins og endurskin frá einhverju dýrlegu og oþekktu. Frnmh. M. J.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.