Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 5
ÆSKAN 41 Óli snarfari Eftir Erika Mann — Guðjón Guðjónsson þýddi Loks komu lijónin, og þá var sest að borðum. Þetta var dýrindis veisla, gæsasteik og salat og alls- konar krásir. Allir voru í hátíðaskapi og hlógu og skemmtu sér. Allt i einu þaut Agga á fætur — og sló í glasið sitt. „Nú ætla eg að lialda ræðu“, byrjaði hún. „Eg hef alltaf vitað þetta, en mér datt ekki í hug að kjafta frá því, af því að þetta var svo mikið leynd- armál, og af þvi að þá var ójnögulegt að vita hvernig þetta færi og-----“ Hún hóf glasið sitt og hvolfdi í sig sitrónusafanum i einum teyg.- „— Eg er svo innilega glöð, að eg veit ekki hvað eg á að segja, og þess vegna enda eg þessa ræðu, og lengi lifi Óli. Húrra, húrra, húrra! Allir tóku undir húrrahrópin, og svo kröflug- lega, að það var iireinasta tilviljun að þau heyrðu símann liringja. Hann var vist búinn að liringja lengi, því að þegar Agga svaraði, hrópaði rödd: „Ifalló, halló, eruð þið orðin heyrnarlaus þarna?“ Það var eins og röddin væTi óralangt burtu. „Skyldi það vera frá Bjarkeyri“, liugsaði Agga. — Nei, það var i New-York! „Agga, halló, Ag-ga“, lirópaði Óli, liinumegin af hnettinum. Agga varð agndofa. — Eg er vist eitt- hvað rugluð, hugsaði liún. Þetta getur ekki átt sér sér stað. Svo liljóp hún til foreldra Óla. „Frá Ame- ríku, það er ómögulegt,“ lirópaði frú Bartel, en hljóp samt að simanum. „Óli, Óli minn“, hrópaði hún. Símon og Birn komu líka þjótandi. Hver reif heyrnartólið af öðrum og allir átu hver eftir öðr- um. „Óli, hvernig líður þér?“ Óli, Óli, livernig datt þér í hug, að gera þetta, barn?“ Loks kom Jósep frændi i símann hinumegin og sagði: „Yið komum, lieyrið þið það? Við komum með næstu ferð! Já, við komum báðir, við Óli, eftir sex daga!“ Frú Bartel stóð með heyrnartólið við eyrað. „Lof mér að tala við hann Óla, Jósep,“ hrópaði hún. En þegar Óli kom og sagði: „Halló, lialló, mamma“, gat hún ekkert sagt annað en „Óli, Óli minn —- Én livað var um að vera við bátalægið og niðri við baðstaðinn? Þar stóð fjöldi fólks. Það var eins og allir Bláfellsbúar vildu nú allt í einu fara að synda og róa, þó að komin væri rauða nótt. Blöðin voru komin, og þar höfðu allir lesið, sög- una um Óla. Og nú brann fólkið í skinninu og vildi fá að lieyra meira. Nú voru buddurnar á lofti, pen- Norsk þjóðsaga Einu sinni var kerling, er sat og óf. Hún steig síðan út úr vefstólnum, tók vatnsfötu og ætlaði að sækja vatn. En fyrir utan dyrnar lá stór steinn. Kerling rak sig i steininn og datt um hann. Pegar hún kom að vatnsbólinu og sökkti skjól- urini niður í vatnið, kom fiskur upp i skjóluna. »Slepptu mér«, sagði fiskurinn. En J)að vildi kerling ekki. »Góða, slepptu mér«, bað hann, »þá skal eg gefa þér þrjár óskir«. Nú sleppti hún fiskinum. En það var langt að liera vatnið, svo að hún óskaði, að skjólurnar gætu gengið. Siðan óskaði hún, að Jiað, sem hún slægi fyrst á, færi í mola. Hún var að hugsa um steininn, sem varð á vegi hennar. í þriðja lagi óskaði liún, að það, sem hún tog- aði fyrst í, yrði eins langt og hún vildi. Hún var að hugsa um voðina. Hún fyllti þessu næst vatnsfötuna og setti hana á jörðina. En fatan vafraði þegar af stað. »Hæ, hö«, hrópaði kerling. »Skjólan er skiitin i gangi«, og sló á lærið, en það brotnaði undir eins. Þá fór hún að gráta. Hún snýtti sér og ætlaði að þurrka af fingrunum á svuntuhorninu. En þá rættist þriðja óskin og nefið á henni teygðist nið- ur á kálfa. ingum liringlað i lófunum. Allir vildu komast fyrst að. En enginn leit við þeim. Allt í einu kom Páll Jijótandi á lijóli. Hann setti upp hátíðasvip eins og hreppstjóri á upphoði, og hrópaði: „Lokað i dag, vegna óvæntra atburða. Sjáið Jiið ekki, það stendur hérna! Bjána- skapur er þetta!“ Og svo urðu allir að hverfa heim.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.