Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 6
42 ÆSKAN Hálf öld Hálf öld er ekki langur tími, þegar litið er til þess tíma, sem saga mannkynsins nær yflr. En mæli maður við mannsœfina, þá verður hann langur. Barnastúkan „Æskan“ nr. 1 verður 50 ára 9. maí næstkom- andi. Þá er hálf öld liðin frá ]jví, að sú deild Góðtemlara- reglunnar var gróðursett á okkar landi. Á því vel við að líta stuttlega yfir sögu hennar. Árið 1851 var Góðtemplara- reglan stofnað i Ameríku, Bandaríkjunum. Stofnend- urriir voru Kvekarar. Það var ílokkur strang-trú- aðra og siðavandra manna, sem litu mjög alvar- lega á lífið. Nokkrir þeirra voru einnig »Frímúr- arar«. Ber Reglan sterk einkenni beggja þessara stefna: trúar og guðrækni Kvekaranna og dulstarf- semi og merkja(symbol)-siða Frímúrarareglunnar, og bræðrahugsjónar og hindindiskröfu heggja. Sam- runi þessara alvarlegu stefna og margt Jleira göfugt og gott gefur Reglunni svip og festu og sérkennileik. I fyrstu fengu að eins karlmenn inngöngu í Regluna, og störfuðu þeir aðallega að því að hjarga og reisa við þá menn, sem áfengisnautnin var bú- in að taka heljartökum. Þeir vildu ganga í fót- spor hins miskunnsama Samverja, sem hirti af götu sinni særða manninn, er fallið hafði i hendur ræningja, og ól önn fyrir honum og græddi hann. En hrátt fengu þessir frumherjar Reglunnar að revna það, sem ælíð hefur við brunnið, að þetta var árangurslítið starf, því þessir vesalings særðu menn höfðu flestir ekki þrótt til að varast óvin- inn; þeir féllu aftur og aftur i klær hans og oft fyrir fullt og allt. Þá sáu þeir líka hráðum, að hjálp kvennanna var nauðsynleg, að mjög oft stóðu systur, unnust- ur, konur og mæður hinna særðu manna öðrum betur að vigi til að hjálpa þeim, styðja þá og verja þá falli. Því tóku þeir þær i félag við sig. Samt varð lítið ágengt. Bakkus klófesti æsku- mennina einn af öðrum, sem stóðu varbúnir og ókunnugir vélum hans. Því sáu hinir miskunn- sömu Samverjar, — templararnir —, að hefja varð frœðslustarf við hlið björgunarstarfsins, til þess eft- ir föngum að verja og vernda hina saklausu og siðprúðu. Og því varð að byrja á börnunum, reyna að kenna þeim um aðferðir Bakkusar, svo að þau gætu frekar varast hann. G le ð ile g t s n ma r! Tillaga um að hefja Reglustarf meðal barna og unglinga kom fyrst fram á Hástúkuþinginu í Nas- hville (í Ameríku) árið 1860. En úr framkvæmd- um varð ekki, fyr en árið 1874, að fyrsta barna- stúkan var stofnuð. Þá voru harnastúkurnar kallaðar »Barnamusleri« og það nafn hélst, einnig hér á landi, allt fram um síðustu aldamót (1900—1901). Árið 1884, 10. dag janúar, var fyrsta Góðtempl- arastúkan stofnuð hér á landi. Yar það á Akur- eyri. Stofnandi hennar var norskur maður, að nafni Ole Lied. Þessi stúka fékk nafnið „ísafold“ nr. 1. Yoru stofnendurnir 8 og stofnfundurinn haldinn í kvistherbergi uppi á lofti í húsi eins þeirra, Frið- hjarnar Steinssonar, bóksala. Rúmum tveim árum síðar var fyrsta barnastúk- an — Barnamusterið — stofnað hér á landi, i Reykjavík. Það var „Æskan“ nr. 1. Slofnandi henn- ar var þáverandi Stórtemplar, Björn Pálsson, sið- ar ljósmyndari á ísafirði. Og slofndagurinn var 9. maí 1886. Frá þeim degi hefur harnareglan starfað hér á landi og dafnað. Auðvitað hafa marg- ar barnastúkurnar ekki náð háum aldri, en fallið í valinn eftir lengri eða skemmri starfsæfi, en þær liafa gert gagn á meðan til náði. Nær ælíð hafa þær fallið af þvi, að forgöngumenn vantaði, menn, sem áttu ráð á tíma og fé, svo að offrað gætu stúkunum þvi starfi, sem með þurfti, menn, sem »höfðu vilja, vit og mátt að vinna landi gagn og þjóðarhylli«. Fram til aldamótanna voru stofnaðar hér 25 barnastúkur, og lifa enn 5 af þeim. En alls hafa fram til þessa dags (25. mars 1936) verið slofnað- ar 110 harnastúkur, og lifa nú 46 af þeim, og góð von er um, að nokkrar taki aftur til starfa að nýju. Barnastúkan Æskan nr. 1 hefur lifað af sér öll ölduföll þessi 50 ár. Hún hefur stundum verið fámenn, en hún hefir líka náð að komast á sjötta hundrað með félagatölu sína. Nú telur lnin 245 félaga. Og lengst af þessi 50 ár hefir hún verið stærsta barnastúkan á íslandi. Lifi hún, hlómgist og starfi enn um mörg 50 ár! Steindór Hjörnsson Stórgœslumaður unglingastarfs

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.