Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 6

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 6
66 ÆSKAN Fimmtíu ára afmæli Unglingareglunnar á Islandi og Barnastúkunnar »Æskan« nr. 1 Afmælið var haldið hátiðlegt hér í Reykjavík dagana 9. og 10. maí síðastliðinn. Hafði „Æskan“ forgöngu fyrir því. Fyrsti liður í hátíðahöldunum var, að kl. 3 á laugard. 9. maí var settur hátíðarfundur í »Æsk- unni«. Yoru þar notaðir sérstakir hátíðarsiðir, gerðir fyrir fundinn. Kveðjur voru íluttar frá öll- um harnastúkunum hér, stórstúkunni og verndar- stúkum »Æskunnar«, »Verðandi« og »Einingunni«, heillaskeyti lesin, en þau bárust mörg, og heiðurs- viðurkenningár veittar 3 félögum, sem lengi og vel hafa starfað fyrir stúkuna. Kl. 5 síðd. hófst skemmtun fyrir börn. Var þar söngur, upplestur, sjónleikur og skrautsýning (ljóð- leikur). Voru það nær eingöngu börn og ungling- ar, sem skemmtu. — Kl. 8^/2 síðd. var aftur skemmt- un fyrir fullorðna, aðallega l'oreldra og gesti harn- anna. Voru þar skemmtiatriði ílest þau sömu og áð- ur nema það, sem útvarpað var frá útvarpssalnum. Mestan sönginn lögðu til söngflókkar br. Jóns ísleifssonar söngkennara í Miðbæjarbarnaskólan- um: »Drengjakór Reykjavíkur« og »Telpnakór Mið- bæjarskólans«, og telpur úr barnastúkunni »Svövu«, fáeina tvísöngva með undirspili, sem ein telpan annaðist, sungu þær lögin ýmist 2 saman eða 6, 3 í hvorri rödd. Tvo nýja söngva gaf hr. Kristmundur Þorleifs- son, annar aðalgæslum. stúkunnar, henni, og flutti 4 ára dóttir hans annan kvæðið á barnaskemmt- uninni. Sunnudaginn 10. maí fór fram skrúðganga ung- templara um hæinn. Var framan af deginum hrá- slagaveður með regnskúrum. Varð það, ásamt því að ferming var þá líka eftir hádegið í Dómkirkj- unni, til þess, að miklu færri komu í skrúðgöng- una heldur en ætlað hafði verið. Þó var ln’in sæmi- lega fjölmenn og skrýdd mörgum ílöggum, en að- eins embættismenn »Æskunnar« gengu með ein- kenni sín. Og veðrið varð alveg ágætl, slilll og sólbjart. Gengið var heint í Dómkirkjuna kl. 5 og þar hlýtt á barnaguðsþjónustu, er sira Friðrik Hall- Framh. á 08. bls.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.