Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 9

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 9
ÆSKAN 69 Mæðradagurinn Bræðurnir f'jórir Æskan var fyrsta blaðið á íslandi, er minntist á það haustið 1932, að úti í löndum tíðkaðist sá siður, að einn dagur ársins væri einkum helgaður móðurinni og þess vegna nefndur »móðurdagur«. Nú er einnig l)úið að taka þenna fallega sið upp hér, og eiga þær konur og menn þakkir skilið, er komu því í kring, að þessi nýbreytni var einnig tekin upp hér. íslensku unglingar! Eruð þið ekki glaðir yfir þvi, að fá að helga henni mömmu ykkar einn dag ársins, sérstaklega? Jú, vafalaust eruð þið það. En það eru ekki aðeins unglingarnir, sem eiga að heiðra þenna dag, það eiga einnig þeir að gera, sem komnir eru til vils og ára. Öll hljótum við að muna það, sem vorum svo heppin að vera hjá mömmu okkar, þegar við vorum lítil, hve mikið hún gerði fyrir okkur. Hún vafði okkur örmum, er við vorum ósjálfhjarga. Hún kenndi okkur fyrsta hænarstefið, er við lærðúm. Hún vakti yfir velferð okkar. Nú vil eg biðja ykkur, litlu hörn, sem lesið þessa grein, að fara alltaf að ráðum móður ykkar og þeirra, sem vilja ykkur hest. Og vissulega vill ykkur enginn hetur en hún. Það er sorglegt að sjá og vita til þess, að yngsta lcynslóðin i landinu virðist einatt vera að sökkva sér niður í eymd og spillingu. Börnin hlýða ekki áminningum foreldra sinna, og eru á götunni fjarri heimilum sínum tímunum saman, svo að enginn veit, hvar þau eru niður komin, og á unglingsárunum lendir þetta oft í drykkjuskap og slarki. En geta nú ekki foreldrarnir nokkuð að þessu gerl? Búast má við, að þeirri spurningu verði að svara játandi. Foreldrarnir þurfa að muna eftir því að geia hörnum sínum golt fordæmi. Það, sem lærist í fyrstu bernsku, loðir lengi við, þótt mað- urinn eldist. Þess vegna þarf að kenna þeim unga þann veg, sem hann á að ganga. »Sé nokkur hlutur sorgarsár, sc nokkuð dapurt til, pá eru það horfin æsluiár ónýt í tímans hyl.« Svo segir skáldið, og það er vissulega satl, og það ættu allir að hafa hugfast. Gleymið ekki móð- ur ykkar, hörnin góð, né ráðleggingum hennar. Það verður ykkur liappadrýgst! Jóna Jónsdóttir frá Grindavik Æfintýri Framh. En enginn þeirra gat hjálpað mér. Og loks varð eg krypplingur eins og eg er nú. En þrátt fyrir þella vildi eg fara hurt úr land- inu og komast lieim. Eg lagði af slað og skildi öll auðæfin eftir, og nú er eg hingað kominn, jafn fá- tækur og þegar eg lagði af stað að heiman í æsku.« Nú þagnaði ferðamaðurinn. Eikin sá, að liann kipptist við, eins og rafmagnsstraumur hefði snorlið hann. Hann lauk upp augunum, leit í kringum sig, og nú sagði liann: »Þetta var skrítið. Eg þóttist vera heima í kotinu hjá bræðrum mínum, og eg sagði þeim frá öllu, er á dagana hefir drifið, síðan við skildum.« Gamli maðurinn slóð nú á fætur, og eikin sá, að hann hélt af stað i áttina heim í kotið; þaðan hafði hann komið með hræðrum sínum forðum. Sumarið leið, haustið kom. Það var aftur komið vor. Eikin horfði á hverjum degi út yfir vegina og vonaði að sjá einhvern hinna bræðranna. Ilún gælti að því á hverjum morgni og hverju kvöldi. Og einu sinni síðla dags, áður en sól var hnigin, sá eikin, að maður kom gangandi sunnan að. Eikin þekkti á augabragði, hver maðurinn var. Það var sá næsti i röðinni. Hann nam staðar lijá eikinni og mælti: »Þarna stendur þú þá enn þá, gamla eik. Þú varst gömul þegar eg kvaddi hræður mína fyrir mörgum árum, og þú hefir ekki yngst upp síðan. Eg á þá enn eftir að ganga í þrjú dægur, þar lil eg kemst heim. Eg ætla að hvíla mig dálitla stund, eg vil vera óþreyttur, er eg kem heim, enda þótt eg sé orðinn gamall.« Ilann lagðist nú niður í dúnmjúkt grasið, það var auðséð, að hann var dauðþreyttur, og það leið ekki á löngu, þar lil hann var steinsofnaður. Léttur vindblær þaut um eikarkrónurnar, svo að hlöð hennar hærðust, en i gegnum þyt hlaðanna, heyrði eikin manninn tala: »Eg gekk i suðurátt. Loftið varð heitara og heit- ara, og því lengra sem suður dró, þvi fjörugri og áhyggjulausari urðu mennirnir. — Þeir sungu og dönsuðu og léku sér. Þeir hugsuðu ekki um að vinna. Þeir þurftu ])ess ekki með. Sólin skein alla jafna frá heiðum liimni hvern einasta dag, og regnið féll hlýtt og þýtt á nóttunni. Allt óx og dafnaði í náttúrunni, og mennirnir þurl'tu ekkert fyrir því að hafa. En eg hélt ferð minni áfram.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.