Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 8

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 8
80 ÆSKAN »Skyl(H ekki senn koma maður vestan að«, hugs- .aði lnin. »Eða þá frá austri?« Margir ferðamenn komu, en enginn þeirra var sá, er eikin vonaðist eftir. Það voru allt saman ókunnir menn, sem hún kannaðist ekkert við. En svo var það eitt kvöld, þegar bleikur mán- inn skein yfir eikarkrónuna, rétt áður en hún æll- aði að fara að sofa, að ein grein liennar, sem var efst í toppinum, tók eftir því, að maður kom úr vesturátt. Og hún hrópaði jafnskjótt upp af fögnuði: »Þarna kemur hann! Þarna er hann að koma!« Nú fór að þjóta í allri eikarkrónunni og fregnin Jjarst frá einni grein til annarar: »Bróðirinn, sem fór til vesturs, er að koma«. Síðan varð allt hljótt, og eikin hlustaði aðeins á fótatak mannsins, er alltaf færðist nær og nær. Loks stóð hann fyrir neðan hæðina, og á auga- ])ragði var hann kominn að rótum eikarinnar. Hann horfði upp í krónu hennar, líkt og Bræður hans höfðu gert, og svo sagði hann: »Hórna var það, sem við skildum, hræðurnir. Það var einmitt hérna undir þessari gömlu eik. Hve heitt hefi eg þráð að koma hingað aftur, koma heim í kotið okkar og hitta hræður mína. En eg er þreyttur eftir langa göngu. Eg ætla að hvíla mig hér, og þegar sólin rís í fyrramálið, held eg áfram«. Maðúrinn hallaði sér upp að eikarstofninum og hvíldi sig. Ilann horfði yfir héraðið, sem glilraði í tunglsljósinu með silfurhvítum ljóma. Síðan fór hann allt í einu að tala, rétt eins og hann vildi segja eikinni frá einhverju, eða að hann væri að tala við þögult landið, sem lá fyrir fram- an hann. »Eg gekk lengi, lengi. Eg átli að fara til vesturs. líg gekk yfir heiðar og fjöll, engi og akra og stóra, myrka skóga. Hvar, sem eg kom, litu menn á mig sem gest og vildu ekkert eiga saman við mig að sælda. Eg vann með trúmennsku fyrir þá, sem létu mig hafa vinnu. En livað stoðaði það? Eg var samt sem áður útléndingur. Þá ior mig að langa heim. Mér þótti vænna um skógana og akrana heima heldur en nokkuð annað, og svo auðvitað um hræður mína. Meðal þeirra hafði eg ekki verið gestur. Eg ásetti mér samt að halda áfram lengra til vesturs, svo langt, sem eg gæli komist. Eg vildi ekki láta neitt hindra mig frá, ef unnt væri, að finna einhvern stað úti í veröldinni, þar sem eg gæli unað mér eins vel og heima, og eg gekk og gekk. Loksins kom eg til einhvers lands, sem var svo langt í vestri, að lengra gat eg ekki komist. Eg settist þar að og fór að vinna. En jafnvel þarna varð eg þess var, að fólk leit á mig eins og gest, þar til einn dag að allt breyttist. Skæður og hræðilegur sjúkdómur geisaði í land- inu. Hann réðist á mennina eins og ofviðri. Þeir urðu mállausir, ])lindir og lamaðir. Eg varð einnig veikur af þessum voðalega sjúkdómi. Þá hætti fólkið að líta á mig sem útlending. Allir urðu jafn- ingjar meðan sjúkdómurinn geisaði. Margir dóu úr veiki þessari. Eg hélt einnig, að eg mundi deyja. En mig langaði til þess að deyja svo nærri gamla kotinu okkar bræðranna, sem unnt væri. Tók eg þess vegna á allri þeirri or'ku, sem eg álli til, og lagði af stað heimleiðis. En það var ekki meira en svo, að eg gæti dreg- ist áfram. Eg fann, að kraftarnir minnkuðu dag lrá degi. Og eitt kvöldið hneig eg niður úti í skógi. Opnaði eg þá malpokann minn og tók lilla j)ens- ilinn upp, sem eg hafði búið mér til úr viðarbasti, endur fyrir löngu, og tekið með mér til minja um kolið og barnæsku mína. Eg klappaði pensl- inum og strauk því næst yfir hendur mínar og andlit með honum, til þess að finna eins og hlýja vorgolu, í skóginum heima, strjúka vanga mína. En þá fann eg, að kraftar mínir uxu, hjartað sló örara og hugsanirnar urðu skýrari. Eg hélt því áfram að strjúka með penslinum yfir allan líkama minn, og nú fann eg, að eg var maður til að rísa á fætur og halda áfram. Eg var orðinn heilhrigður. Ilress og glaður sneri eg við til mannanna. Eg skýrði þeim frá, að eg gæti læknað þá. En þeir trúðu mér ekki í fyrstu og héldu, að eg væri að gera gys að sér. En þegar þeir sáu, að eg var heilhrigður, þótt eg umgengist þá, háðu þeir mig að reyna. Það gerði eg fúslega, og nú urðu brátt allir i landinu heilhrigðir aftur. Eg varð frægur, og allir heiðruðu mig og tilbáðu, eins og væri eg helgur maður. Nokkur ár liðu. Fólkið gleymdi veikindunum, og það gleymdi meira að segja, hvcr hafði lækn- að það. Og að nýju varð eg einmana og ókunnur meðal þeirra. Þá ásetti eg mér að fara burt úr landinu og lieim til hræðra minna. Þar var eg ekki gestur og útlendingur«. Eikin gamla hlustaði á frásögu manusins, sem hallaði sér upp að stofni hennar. Og er hann þagnaði, livíslaði hún:

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.