Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 9

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 9
ÆSKAN 81 »Það er satt, mennirnir mæta hver öðrum eins og útlendingar, í stað þess að vera eins og bræð- ur og systur, og oftast eru þeir íljótir að gleyma því, sem þeim er golt gert«. Skyndilega hvessti. Tunglið faldi sig bak við sk57. Það varð dimmt yfir. Þá nuddaði ferðamað- urinn augun og sagði: »Fyrir skömmu var landið sveipað silfurhlæju, nú er allt orðið dimmt og þungbúið. Eg verð að halda af stað og finna bræður mína. Þeir l)iða min, ef til vill í kotinu heima. Maðurinn stóð upp og gekk út d veginn, sem lá heim að litla kotinu. Eikin var ein að nýju. Hún horfði yfir vegina, og nú leit hún oflast til austurs. Þrír af bræðrunum voru komnir aftur. Sá yngsti A7ar einn ókominn. Það var einn hrennhéitan sólskinsdag um há- sumarið. Þá sá eikin yngsta bróðurinn koma. Hann raulaði fjörugt lag fyrir munni sér. Akrarn- ir lágu allstaðar umhveríis, og gulbrúnar korn- stengur blöktu og bylgjuðust mjúklega í hlænum. Eikin skildi, að yngsti hróðirinn var glaður. Og lnin var einnig hjartanlega glöð. Hann nálgaðist óðum hæðina, sem eikin slóð á. Og söngur hans varð skýrari og skærari. Þegar hann stóð við ræt- ur trésins, lyfti hann gamla, slitna hattinum sín- um og hrópaði: »Hér stendur þú ennþá, gamla eik, þú heldur vörð um akra og engi, skóga og dali. Ertu ef til vill alltaf að híða eftir mér og hræðrum minum?« Það var engu líkara en að eikin vildi svara, því að það þaut hljóðlega í krónu hennar, og nokkur stór blöð féllu að fótum yngsta bróður- ins. »Sem eg er lifandi, þú svarar spurningum mín- um. Þá er líklega best að eg tylli mér niður hjá þér litla stund og segi þér eilthvað frá ferðum mínum úti í veröldinni, meðan eg nýt forsælunn- ar í skjóli krónu þinnar. Þessu næst settist hann og hóf frásögn sína. »Þú manst sjálfsagt eftir því, gamla eik, að það varð mitt hlutskifti að fara til austurs. Eg fór lang- an veg, svo langt, að eg hélt, að eg hlyti að vera kominn á heimsenda. En það leil lielst út fyrir, að heimnrinn tælci aldrei enda. Hve langt sem eg gekk, kom eg jafnan til nýrra landa, nýrra fjalla og dala, Jljóta og akra. Eg sá nýja fossa, nýjar sléttur. Og hvar sem eg kom, bað eg fólk að láta mig fá eitthvað að starfa. Loks hélt eg, að nú gæli eg ekki komist lengra- Mennirnir i þessu nýja landi, voru stórir og sterk- legir. Þeim fannst víst, að eg væri liálfgerður dverg- ur. Þegar eg hað þá um vinnu, hlógu þeir að mér og sögðu, að eg væri allt of lítill til þess að vinna. Þá bað eg þá að gefa mér ofurlítinn brauðbita, því að eg var svo svangur. En þeir svöruðu mér og sögðu, að sá sem gæti ekki unnið, fengi held- ur engan mat. Eg gekk nú frá einni borg til annarar, alllaf í nýja og nj7ja staði. Það eina, sem eg liafði til að lifa á, voru ber skógarins og jurtarætur. Eg þótl- ist viss um, að eg á endanum mundi hitta fyr- ir fólk, sem gæfi mér mat, eða léti mig hafa vinnu. En allt var árangurslaust. Mennirnir voru hver öðrum líkir. Þeir hugsuðu að eins um sjálfa sig, og vildu ekki hjálpa hver öðrum. Sulturinn kvaldi mig. Eg liafði ekkert fengið að eta í marga daga. Þá var eg eitt sinn á gangi úti í slcógi. Eg hneig niður, yfirkominn af hungri og þreytu. Eg lokaði augunum og hugsaði um gamla kolið okkar. Stundum höfðum við haft líl- ið að borða, en við höl'ðum alltaf skipt jafnt á milli okkar og aldrei soltið. Eg veit ekki, hve lengi eg hafði legið þarna í skóginum, En þá þóttist eg allt í einu sjá unga stúlku, sem stóð við hlið mina< Hún rétti mér brauðbita. Eg greip fegins hendi við brauðinu. En þá sá eg, að þetta var sami harði kökubilinn, sem eg hafði geymt í malpokanum minum, alla tíð, síðan eg fór að heiman. Eg beit i kökuna, og nú var hún mjúk og göð, alveg eins og hún væri nýbökuð. Eg át mig mettan og fann, að nú gal eg sligið á fætur aftur og haldið áfram göngunni. Eg lagði af stað og fór hurt úr landinu, þar sem enginn hafði viljað hjálpa mér, og komsl í annað land. Þar var hallæri, og fólkið hafði ekkert að borða. Eg hafði etið af brauðinu úr malpoka mínum á hverjum degi síðan, og alltaf var það jafn stórt. Nú braut eg af því og skipti á milli allra, sem eg hitti, en brauðið minnkaði samt ekki. Þegar fólk sá þetta, hélt það, að eg væri mikill galdra- maður og varð dauðhrælt við mig. Eg settist nú þarna að og kenndi fólkinu að rækta jörðina á réttan hátt. Það har mikla virðingu fyrir mér, en mesl vegna þess, að það óttaðist mig. Mörg ár liðu. Góðæri komu. Mennirnir gleymdu hallærinu og hungrinu og lifðu í óhófi. Þá var það eitl ár, að frost eyðilagði gróðurinn fyrir þeim. Nú slóð hungursneyðin aftur fyrir dyrum. Komu þeir þá til mín aftur og báðu mig um hjálp. Eg braut af hrauðkökunni minni. En hún var þá aftur orðin að venjulegum kökubita og dugði að eins handa tveimur.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.