Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 18

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 18
90 ÆSKAN Forsætisráðherra íslands fagnar Kristjáni konungi X. og Alexandrínu drottningu, er þau stigu á land í Reykjavík lB.jiiní í sumar Að síðuslu flæmdist það út í læk, sem var of hreiður fyrir það að stökkva yfir. Húu lyfti þvi upp úr læknum alvotu og skjálf- andi af liræðslu og kulda. Nú skyldi iiún þó flýta sér heim og vökva það á volgri mjólk, ósköp hlaut ])að að vera svangt. Hróðug sýjidi hún lieimilisfólkinu fund sinn. Karlmennirnir létu þess getið, að réttast væri, ef maður gæti fengið sig lil þess, að draga um hark- ann á lamhgreyinu, því þessir lieimagangar væru alstaðar til meins. Inga litla þrýsti gráa lamhinu upp að hrjósti sér. Draga um harkann á því! Osköp var hún annars fegin, að hún var stúlka en ekki drengur, því þessir karlmenn gátu hugsað svo Ijótt. Inga litla flýtti sér nú að ná í mjólk Iianda lamh- inu, hún gætti þess að gefa því lítið fyrst, svo því yrði ekki illt. Seinna um kvöldið elti það hana um allt. Svona var það fljótt að spekjast, litla gráa lamhið. Svo hjó hún um það úti í lilöðu í heyi og ull og reyndi að lilúa vel að því. Hún sat lengi hjá því og virti það fyrir sér með aðdáun. Það var áreiðanlega eitthvað öðruvísi en önnur grá, lítil lömb. Augun í því voru 1. d. svo óvenju falleg, og snögga ullin þess svo fallega hrokkin og mjúk. En hvað henni Ingu litlu þótti vænt um lilla, gráa lamhið. — Hún skyldi víst hugsa vel um ])að í sum- ar. Enginn mundi hugsa um það nema hún og eng- um þykja vænt um það nema lienni. Nú var það farið að sofa, ])að var húið að loka litlu augunum sínum. Þegar Inga lagðisl sjálf út af um kvöldið, liugs- aði hún með sér, að hún skyldi fara snemma á fæt- ur morguninn eftir lil þess að gefa því. Næsta morgun var Inga litla snemma á fótum. En þegar hún ætlaði að fara að gefa litla, gráa lamb- inu, greip hún í lómt. Það var horfið úr lilöð- unni. Aftur hljómuðu þcssi skelfilegu orð fyrir eyrum liennar: „Það væri vísl hest að draga um barkann á því“.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.