Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 19

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 19
ÆSKAN 91 í dauðans ofboði þaut liún inn í bæ. í dyrunum niætti liún fjármanninum. „Þú þarft ekki að liugsa um að gefa lambinu“, sagði bann að fyrra bragði, þegar liann sá hana með skál í hendinni. „Hann Jón í Nesi kom í gærkvöldi, og ]>að barst af tilviljun í tal, að ær frá honum væri nýbúin að missa, svo hann fékk lambið handa ánni. Hann sagði þetla svo blátt ál'ram og kæruleysis- lega, alveg eins og Inga litla vrði fegin að losna við að gefa lambinu. Inga sagði ekkert. Hún flýtti sér aftur út í hlöðu, settist hjá auða bólinu litla, gráa lambsins og grét sáran En engum skyldi bún segja, að liún hefði séð eftir lambinu, enginn skyldi vita, hvað henni þótti vænt um það. Aldrei skyldi neinn vita, hvað það var illa gert að taka það frá henni. Eftir þetta fór hún sjaldnar út í liagann, til þess að aðgæta, livort eitthvað hefði ekki orðið að litlu, nýfæddu löinbunum. Það var engu líkara en bún léti þau gjalda þess, að gráa lambið var tekið frá henni Um sumarið bugsaði hún oft um litla, gráa lambið, og þá gal hún ekki alltaf lára bundist. Slátturinn var búinn. Fjármaðurinn reiðir beim tvö spriklandi lömb fyrir framan sig. Mömmur þeirra jarma bjá réttinni. Þetta eru fjallalömbin svo nefndu, af því að þeim er slálrað í nestið lianda þeim, sem fer að smala fjallið — gangnamanninum Nú átti að fara að smala saman lambánum, taka lömbin þeirra frá þeim, því nú voru þau orðin nógu stór til þess að eta af þeim kjötið. Sumum jTrði slátrað heima, önnur rekin í lióp til Reykjavíkur. Þar yrði þeim slátrað í slátrunarhúsinu. Fjóra - finnn daga yrði verið með þau á leiðinni. Blessuð lillu, saklausu lömbin, mikið þyrftu þau að líða áður en þau yrðu svift lífinu. Sárfætt, dauð- þreytt, svöng og þvrst og bás af jarmi eftir móður- inni, sem reikaði eirðarlaus um liagana heima og leilaði að lambinu sínu yrðu þau pínd áfram með reiddum svipum og geltandi hundum í hælum sér, oft í kalsaveðri og rigningu. —• Og þetta voru sömu fallegu, indælu lömbin, sem böfðu fæðst í 'vor og leikið sér í sumar i bögunum svo glöð og óttalaus. En livað þau voru nú orðin stór, litlu, veikbyggðu lömbin, scm bún Inga litla liafði frelsað frá lirafn- inum í vor. — Og litla, gráa lambið. — Nei, það var engin furða, þótt hún Inga lilla gæli ekki tára bundist. — En livað himininn var þungbúinn í dag, og það var þoka á jöklinum. Hvernig meinin komu í Mannheim Grísk goðsögn Fyrir langa löngu, á gullöld mannkynsins, voru allir sælir og góðir. Þá var sífellt vor. Jörðin stóð jafnan í blóma, og hlýir vindar struku algróin löndin. Enginn þurfti að vinna. Fólkið lifði á jarðarberj- um, brómberjum, vínberjum og sætu akarni, en alll óx þella í eikarskógunum. Arnar voru mjólk og guðadrykkur. Býflugurnar þurftu ekki einu sinni að safna lmnangi, það draup af trjánum. Allir höfðu allsnægtir. Hvergi í víðri veröld var sverð eða vopn af nokkru tægi, og aldrei varð ágreiningur manna á milli. Enginn liafði heyrt slíks getið. Járn og gull var öll- um ókunnugt, fólgið djúpt í skauti jarðar. Sjiik- dómar voru ekki til; mönnunum varð aldrei mis- dægurt, og þeir voru síungir. Bræður tveir, Prometheus og Epimetheus, voru uppi á þessum dásamlegu tímum. Prometheus stal eldinum frá guðunum og' gaf mönnunum. Vissi liann að Júpiler mundi verða sér stórlcga reiður fyrir tiltækið, og afréð því að hverfa á braut úr ættlandi sinu um stundarsakir. Aður cn hann fór bauð bann Epimetheus bróður sínum varnað á því, að þiggja gjafir af guðunum. Skömniu eftir að Prometheus var farinn af stað, bar svo við, að Merkúrius kom á heimili Epimetheus. Leiddi hann við liönd sér undurfagra, unga mey, er hann nefndi Pandóru. Bar hún á liöfði sér fagran sveig úr hálfútsprungnum rósum, en gullnar festar féllu um háls og barm. Hún var klædd hárfínni slæðu, sem var nálega jafnsíð kyrtilfaldinum. Merk- liríus fékk Epimetheus meyna. Kvað hann guðina hafa scnt honum konuna að gjöf, svo að honum fyndist lífið ekki eins einmanalegt. Pandóra var svo yndisfÖgur, að Epimetheus var ekki í vafa um, að guðunum hefði gengið gott citt A túninu sátu stórir lóuhópar. Lóurnar voru á förum, af þvi að liaustið var komið. — Nú átti sláturlíðin að fara að byrja. Haustið var ömurlegt, og lifið var ömurlegt eius og baustið. Máske hafði Jón í Nesi slátrað litla, gráa lamb- inu í fjallnestið. Vilborg Auöunnrdóttir

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.