Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 21

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 21
ÆSKAN 93 Gullkarfan (Sitjtji hefir verið ttð tína bcr. Karfan httns er alveg full, og lutnn er á heimleið. Pá mœtir hann göml- um manni með körfn á handleggn- itm.) ÖLDUNGURINN: Góðan daginn! Hefir þú fundið nokkur ber, dreng- ur minn? SIGGI (glaðlega): Já, karfan mín er sneisafull, liltu á! ÖLDUNGURINN: Þú heíir verið heppinn, karl minn. Viltu líta nið- ur í körfuna mína? SIGGI: Hún er galtómi ÖLDUNGURINN: Já, eg hefi ekki fundið nein ber í dag. SIGGI: Eg skal sýna þér, livar berin vaxa. Eg veit um góða berja- staði. Konulu bara með mér! ÖLDUNGURINN: Þakka þér kærlega fyrir. En nú get eg ekki gengið lengra. Eg er svo þreyttur. SIGGl: Auminginn. En þá skal eg gefa þér berin mín. ÖLDUNGURINN: En ætlaðir þú ekki að selja þau? SIGGI: Jú, en eg get tínt önnur í staðinn. Gerðu svo vel. Taktu -nú við þeim! ÖLDUNGURINN: Kærar þaklcir, drengur minn. Þú erl góður dreng- ur. Eg ætla þá að þiggja körfuna þína, þú færð mína í staðinn. (Peir skipta á körfunum.) SIGGI! Karfan þín er spánný, en mín er gömul. ÖLDUNGURINN: Það gerir ekk- ert, það kemur í sama stað niður. Þakka þér fyrir, góði miiin! Nú ætla eg að hvíla mig dálitla stund. (Hann sest undir tré og sýnist sofna. Siggi leitar að berjttm. Kftir litla stund kemur mamma hans.) MAMMA: Siggi, Siggi! Hversvegna hefir þú verið svona lengi? Hvar eru berin þín? SIGGI: Eg gaf gamla manninum þau, sem sefur þarna undir trénu. MAMMA: Gafstu þau! Og eg sem þurfti endilega að fá peninga i dag. Nú höfum við elckert til þess að kaupa mat fyrir í dag. SIGGI: Mamma! Gamli maður- inn fann ekki eilt éinasta ber. MAMMA: Þá þýkir mér vænt um að þú gafst honum berin þín. SIGGI: Hann gaf mér körfuna sína, Hún er alveg splunkuný. Sjáðu! MAMMA: Hvað er þelta, Siggi. Karfan er úr skíru gulli! SIGGI: Úr gulli! Þá má eg til að vekja bann og skila körfunni aftur. MAMMA: Já, það verður þú að gera. (Oldungurinn rís á fœtnr. Kápan fcllur ttf ö.vlum Iians, og i staðinn fgrir gamla manninn stendur þar Ijömandi fögur álfkona). SIGGI (hrifinn): Mamma, mamma sjáðu. Álfkona! ÁLFKONAN: Gullkarfan er þín. drengur minn. Fyrir hana gelur þú fengið bæði föt og fæði. Hún er gjöf til þín frá Álfheimum, svo að þig skorti aldrei neitt framar. MAMMA: Elsku barnið mitt. Þetta er alll hjartagæðum þínum að þakka, Ó, hvað eg er glöð. Nú þarf okkur aldrei framar að skorta mat eða föt. Karfa úr gulli! Gjöf frá Álfheimum! kýit úr ensku. - m. j. Mýs flytja plögg' sín yfir vatn í Fnjóskadal nyrðra var maöur, sem Guðmundur hét, og átti heima á Vé- geirsstööum. Einu sinni um vor, er liann stóð yfir kindum, sá hann það, er liann undraöi mjög. þelta var um þaö hil, er snjór var i leysingu, og var hann aö mestu leystur þar um slóöir. Þar nærri var löng læna og djúp, sem snjór hafði legiö i, og var hún nú full ttf vatni. Hann sér þá, hvar tvær mýs koma, og roguöust þær með físisvep]) á milli sín. Var liann fullur af muö- lingum, seni mýsnar auðsjáanlega liöföu tint í hann sumarið áður. Legar mýsn- ar komu að lænunni meö vatninu, settu þær fisisve])pinn niöur, tóku þurrl ■og skiniö kúahlass og ýttu þvi út á vatnið, settu á það fýsisveppinn og gengii svo sjáll'ar á hlassið á eftir. Reru þær svo meö hölunum og létu hlassiö á þann hátt bera sig með l'orða- poka sinn yfir vatnið. Og sá Guö- mundur þ:tö seinast til þeirra, að þær komust heilu og höldnu með farangur sinn yfir vatniö. (Dýravcrmlarinn) Fram til starfa i’rani til starl'a, æskan unga, á þig kallar vor og sól, vaknar allt af vetrardrunga, vefur gróðri laut og hól. Ef þú lifir u])þ lil sveita, áttu, góði vinur niinn, að prýða og húa hlómareita hæinn kringum litla þinn. Þú ert einnig rós i runna, er roðnar fyrir vorsins sól, þvi fagra’ og góða’ áttu að unna, eins að verma það, scm kól. Víst í þínum veiku liöndum, veit eg falið kraft og þor. Eigðu i þínum æskulöndum ógleymd blóm, þó liverfi vor. Álfhlldur Um kind Glöð i lyndi leikur sér litla kindin, Brana. Um fjallatind að hoppa hér, er liennar yndi að vana. l'riðjón Þórðarson 113 nra] Bréfaskipti Auðhjörg Guðmundsdóttir, Illuga- stöðum, Vatnsnesi, V.-Húnavatnssýslu, óskar eftir að skrifast á við 1-1 ára gamla tel])u í Rangárvallasýslu. Peti-a S. Ingólfsdóttir, Bjarneyjum, Breiðafirði, óskar eftir að skrifast á við telpu á Akureyri á aldrinum 10—12 ára. Torfliildur Magnúsd., Bifröst, Beyðar- firði, óskar eftir að skrifast á við stúlku á aldrinum 14—16 ára, einhversstaðar á landinu. Sigriður Þórarinsdóttir, Odda, Reýð- arfirði, óskar eftir að skrifast á við stúlku 1-1 15 ára, einliversstaðar á tandinu. Bogga Andrésdóttir, Siðumúla, Ilvit- ársiðu, Mýrarsýslu, óskar eflir að kom- ast i hréfasamband við drengeða stúlku á aldrinum 14—17 ára, einhversstaðar á landinu. Sigríður Jónsdóttir, Ossabæ, Austur- Landeyjum, Rangárvallasýstu, óskar eftir að skrifast á við stúlku eða ])ill á aldrinum 18—20 ára, livar á landinu sem er.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.