Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 22

Æskan - 01.07.1936, Blaðsíða 22
94 ÆSKAN Verðlaunaþraut Fangarnir átta. Hafið þið lesið söguna af Hróa lietti og sveinum hans? Hrói var útilegumaður, átli heima á Iinglandi, og á að liafa verið uppi á dögum Rikarðar konungs ljónshjarta. ötal sögur eru sagðar um Hróa og' pilta hans. Reir lifðu auðvitað á ránum, eins og aðrir útilegumenn, en þeir ræntu aldrei aðra en ríka menn, og helst þá, sem voru kunnir að ágirnd og harð- ýðgi við fátæklinga og lítilmagna. Itrói og piltar hans höfðust mest við í skógunum í kringum Nottingham. Borgarstjórinn i Nottingham var si og æ á veiðum eftir þeim, enda var þeim alveg sérstaklega uppsigað við hann. Venjulega báru þeir hærra hlut í við- skiptunum og fóru háðulega með hann, en einu sinni brást þeim bogalistin. Borgarstjóri og menn hans náðu i átta af piltum Hróa og vörpuðu þeim i fangelsi. Petta fangelsi var bvggt þannig, að það voru níu turnar, og lágu göng á miili þeirra allra, eins og sést á myndinni. Hreystiverk Tveir drengir gengu eftir aðalgötu litla sjávarþorpsins og töluðu saman i mesta ákafa. Peir voru á að giska 12 ára. Peir hétu Árni og Einar og voru kaupmannasynir. Skammt á undan þeim gekk drengur á sama reki og þeir. Hann var fátæklega klæddur, en þó hrein- Iegur, og sýndist vera liinn efnilegasti. Um liann voru þeir stallbræður aðtala. »Finnst þér það ekki meira en lítið skammarlegt af Reyni, að koma sér svo innundir bæði hjá kennurunum og skólastjóranum, að þó hann geri eitt- hvert strákapar í skólanum, þá kemur þeim ekki til hugar að ávíta hann fyrir það? Peir kenna það meira að segja stundum öðrum«, sagði Árni. »Reynir heí'ur aldrei gert neitt það af sér í skólanum, sem hann heíur átt skilið að fá ávítur fyrir«, svaraði Einar. »Og hann hefur alls ekki komið sér »inn undir hjá kennurunum« eins og Fangarnir voru númeraðir og setlir hver i sinn turn, og raðað i þá eins og mjmdin sýnir. Nú liafði borgarstjóri orð fyrir að stíga ekki í vitið. Og hann var svo óforsjáll að lofa föngunum fullu frelsi, ei' þeir gætu flutt sig á milli turnanna þannig, að þeir kæmust í rétta töluröð. Númer 1 átti að komast í turninn A, 2 i B o. s. frv. Peir máttu aldrei vera tveir saman í turni, en auða turninn máttu þeir nota við flutningana. Þeim tókst þetta, en hvernig fóru þeir að? Nú skaltu reyna að leysa þrautina F*að er best fyrir þig að teikna turnana og göngin á stórt blað, búa til átta pappakringlur, tölusetja þær og láta þær tákna fangana. Reyndu svo að flytja þær cftir reglunum, sem tilteknar voru. Æskan hefur ákveðið að veita þrenn verðlaun fyrir réttar lausnir á þessari þraut. 1. verðlaun eru 10 krónur, 2. verð- laun 5 krónur og 3. verðlaun 3 krónur. Ef margar réttar úrlausnir berast, verður dregið um, liverjir hljóti verð- launin. þú orðar það. Eg skal játa það, að kennararnir halda mikið upp á Reyni, en það er aðeins af því að hann kann alltaf miklu betur í skólanum en við hinir krakkarnir. Pað hefur sést best við prófin. En eg ætla ekki að vera að þræta við þig um þetta. Við liitt- umst á morgun. Vertu sæll!« Um leið og Einar sagði þetta, beygði hann inn á hliðargötu, en Árni hélt áfram aðalgötuna. Reynir var sonur verkamanns í þorpinu. Hann var mesti efnisdrengur og elsta barn af 5 syst- kinum. Foreldrar hans voru mjög fá- tæk. Reynir var búinn að vera í barna- skóla í þrjá vetur, og hafði alltaf verið með þeim efstu á prófunum. Árni var latur að læra og þar af leiðandi illa að sér, og öfundaði hann Reyni mjög mikið af kunnáttu hans, og rægði hann óspart við skóladrengina, þegar hann sá sér færi á. En, sem betur fór, var Reynir svo vel kynntur í skólanum,að fá- ir trúðu óbróðurssögum Árna um liann. Þenna umrædda dag hafði skólanum verið sagt upp, og um leið lesnar upp einkunnir barnanna. Skólastjórinn lial'ði lieitið þvi barni verðlaunum sem efst yrði. Öll börnin höfðu beðið upp- sagnardagsins með mikilli óþreyju, og miklar voru getgáturnar um það, hver mundi nú verða efstur. En þegar til kom hal'ði Reynir hlotið hæstu einkunn, og auðvitað Iika verð- launin. Nú var Árna nóg boðið. Einar var sá, sem niest hafði haldið með Reyni i skólanum, og nú sætti Árni lagi, að verða samferða Einari lieim, til þess að geta benl honum duglega á galla Reynis. Endirinn á samtali þeirra er birtur hér á undan. Pað hafði verið kennt sund i þorp- inu undanfarin sumur, og voru sumir drengirnir dável syndir. Nú voru þeir búnir að ákveða að reyna sig í sundi einhvern góðviðrisdag. Daginn, sem kappsundið átti að fara fram, hitti Árni Reyni, og sagði: »Ætlar þú að keppa í dag:« ».Iá, það var eg að liugsa um«, svaraði Reynir. Dreng- irnir hópuðust nú niður í fjöruna á til- teknum tíma. «Heyrðu! Ilvernig list þér á, að keppa við mig? «spurði Árni og vék sér að Reyni. Reynir sagðist gjarnan vilja það. Árni öslaði nú út i sjóinn, og þóttist ætla að sýna strák- unum það, að hann væri betur syndur en margur héldi. Árni var á undan Reyni, dálitinn spöl, en þegar Árni fór að þreytast, komst Reynir fram fyrir hann. Loks var Árni orðinn svo þreyttur, að honum fannst hann mundi sökkva þá og þegar, en þótti skömm að snúa til baka eða kalla á lijálp. Hann missti sundtökin, og svo fann hann, að liann var að sökkva dýpra og dýpra, honum fannst hann hrópa á lijálp, svo vissi hann eklcert meira. Nú er að segja frá Reyni. Hann var góðan spöl á undan Árna. Allt í einu heyrir hann ógreinilegt neyðaróp fyrir al'tan sig. Hann leit við og sá að Árni var liorfinn. Reynir snéri sér strax við. í því hann var að komast þangað, sem Árni sökk, skaut Árna upp og náði Reynir þá í hann, tók liann björgunar- tökum, og synti til lands. Árni var meðvitundarlaus. Einn af drengjunum liljóp strax til föður Árna, til þess að láta hann vita um þetta. En þegar kaupmaðurinn kom niður að sjó, var Árni farinn að rakna við og Reynir var farinn heim til sín. Árni var nú fluttur heim i bifreið, og hresstist hann fljótt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.