Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 5
ÆSKAN 101 Rétt í þessu augnabliki heyrðist drepið á dyr úti i anddyrinu. »Hvað er nú þetta?« sagði pabbi. »Heimili Englendingsins er kaslali hans,« eg vildi óska, að kringum öll lystihús væru kastaladíki og vindubrýr.« í sama bil kom Rut, stofustúlkan, inn og sagði, að tveir menn óskuðu eftir að fá að tala við hús- bóndann. »Eg lét þá fara inn i skrifstofuna,« bætti hún við. »Þeir eru vafalaust með samskotalistann fyrir heiðursgjöfinni handa prestinum,« sagði mamma* »Reyndu að losna við þá sem íljótast. Þetta er leiðinlegt ónæði, og börnin þurfa bráðum að fara að hátta.« En það var ekkert útlit fyrir að pabbi ællaði að geta afgreitt þessa herra svo lljótt. »En hvað eg vildi óska, að við hefðum kastala- díki og vindubrú umhverfis húsið okkar,« sagði Róberta. »Þá gætum við dregið vindubrúna upp, þegar við ekki óskuðum eftir gestum, og þá kæm- ist enginn til okkar. Eg held, að pabbi verði bú- inn að gleyma því, sem hann ætlaði að segja okk- ur frá um það, þegar hann var lítill drengur, ef þeir verða mikið lengur.« Manima reyndi að stytta þeim stundir með þvi að segja þeim nýlt æfintýri um prinsessuna með grænu augun. En það gekk ekki vel, því alltaf heyrðist til pabba og ókunnu mannanna inni í skrifstofunni. Málrómur pabba var svo einkenni- legur og hár og allt öðru vísi en venjulega, þegar fólk var að koma að biðja um gjafir til einhvers. En nú hringdi skrifstofubjallan, og allir drógu andann léttara. »Nú eru þeir að fara,« sagði Fríða. »Pabl)i hefir verið að hringja á Rut, til þess að fylgja þeim út.« En í stað þess að fylgja nokkrum lil dyra, kom Rut sjálf inn, og börnunum sýndist hún vera eitt- hvað svo skrítin á svipinn. »Ó, frú,« sagði hún. »Húsbóndinn biður yður að koma inn i skrifstofuna. Hann er náfölur, frú, eg hugsa að hann bafi fengið einhverjar sorglegar fréttir, þér skuluð búast við hinu versta, ástvina- missi, bankabruni, eða einhverju þess háttar.« »Þakka yð ur fyrir, Rut mín,« sagði mamma vin- gjarnlega. Því næsl gekk lnin inn í skrifstofuna. Ennþá heyrðust háværar raddir, og nú var bjöllunni hringt og Rut sótti léttivagn. Þvi næst heyrðu börnin fótatak niður dyraþrepin, vagninn ók burtu, og útidyrunum var lokað. Síðan kom mamma inn. Elskulega andlitið hennar var hvítt, nærri því eins og knipplingakraginn, sem hún bar um hálsinn, og augun voru einkennilega gljáandi. »Það er kominn háttatími,« sagði hún. »Rut hjálpar ykkur til að afklæðast.« »En þú varst búin að lofa okkur, að við mætt- um vera lengi á fótum í kvöld, af því að pabbi er kominn beim,« sagði Fríða. »Pabbi hefir verið kallaður að heiman — i versl- unarerindum,« sagði mamma. »Farið nú undir eins að hátta, góðu börnin mín.« Þau kysstu mömmu sina og fóru siðan út úr stofunni. Róberta varð síðust, til þess að geta kysst mömmu sína enn þá einu sinni og hvíslað að henni um leið: »Það hafa þó vonandi ekki komið neinar vondar fréttir, elsku mamma? Hefir nokk- ur dáið, eða —-------'?« »Nei, það hefir enginn dáið,« sagði mamma, og það leit nærri því út sem hún hrinti Róbertu frá sér. »Eg get ekkert sagl þér i kvöld, vina mín. Nú verður þú að fara að bátta.« Rut greiddi báðum litlu stúlkunum og hjálpaði þeim til að hátta. Annars var mamma alltaf vön að gera það sjálf. Þegar Rut var búin að slökkva ljósið og komin út, rakst hún á Pétur í stiganum. »Heyrðu, Rut, livað hefir komið fyrir?« spurði hann. »Vertu ekki að spyrja mig. Eg vil ekki segja þér ósatt. Þú munt nógu snemma fá að vita hið sanna«. Seint um kvöldið kom mamma upp og kyssti öll börnin, sem voru sofnuð. Róberta var sú eina, sem vaknaði við kossinn, en hún lá grafkyrr og sagði ekkert. »Ef mamma vill ekki láta okkur vita, að hún hafi grátið,« sagði hún við sjálfa sig, er hún lieyrði mömmu vera að gráta í myrkrinu, »þá viljum við ekki vita það.« Þegar þau komu til morgunverðar næsta morg- un, var mamma farin eitthvað að heiman. »Farin lil Lundúna,« sagði Rut, og börnin urðu að sitja ein við borðið. »Hér er eitthvað agalegt á seyði,« sagði Pétur um leið og liann braut skurnið á egginu sínu. »Rut sagði við mig í gærkvöldi, að við myndum nógu snemma fá að vila bið sanna.« »Fórst þú að spyrja hana?« sagði Róberta mcð fyrirlitningu. »Já, það gerði eg reyndar,« sagði Pétur og var orðinn reiður. »Þótt þú gætir háttað i makindum, án þess að láta þig nokkru skipta, hvort mamma var sorgbitin eða ekki, þá gal eg það ekki.« Framli.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.