Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 9

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 9
ÆSKAN 105 að lesa. Hann las af áhuga og kappi. Hann heyrði skarkala uppi á lofti hjá börnunum. Birgir kom til lians og sagðist þurfa að fara að heiman til kennarans. Börnin voru ein, því að móðir þeirra hafði farið að finna veika systur sína, en ekkert hugsað út í það, að Birgir þyrfti að fara í tima þennan dag. En hann var alltaf vanur að hafa gætur á systkinum sínum, þegar móðir hans var ekki heima. »Þau eru svo ærslafengin, að það þarf alltaf að hafa gætur á þeim. En nú er mamma ekki heima,« sagði Birgir hálf vandræðalegur. »Eg l)að þau um að vera stillt.cc »Mamma er ekki heldur heima,« sagði Karl hlæj- andi. »Eg skal líla til þeirra við og við,« bætti hann við með fullorðinssvip. Birgir þakkaði fyrir, kvaddi og fór. Karl hélt áfram að lesa um stund. Allt í einu heyrði hann, að eitthvað féll á gólfið uppi og brotn- aði. Bétt á eftir heyrðust há óp, og börnin hlupu um gólfið, rifu upp dyrnar og hrópuðu: »Eldur! — Eldur! — Það brennur!« Ivarl spralt upp. í ganginum mætti hann Belu og Maríu. Níels hljóp fram lijá þeim. »Eg kalla á slökkviliðið!« hrópaði hann á hlaup- unum. Reykurinn sást yfir stiganum. Hanu teygði arma sína niður stigann og um allan ganginn. »Það var lampinn, sem valt um kolllcc sagði Beta snöktandi. En María litla togaði i hana, til að fara burt úr ganginum, sem var að fyllast af reyk. »En litli bróðir! Hvar er litli bróðir?« spurði Karl óttasleginn. »Litli bróðir!-----Hann — liggur í vöggunni« stamaði Beta og hvítnaði upp af skelfingu. »Eg skal sækja hann — en flýttu þér burt héð- an með Maríu. — eg skal bjarga lionum,« sagði Karl. Honum fannst því vera hvíslað að sér, að faðir sinn mundi hafa gert þetta á þessari stundu. Hann hefði gengið inn í eldinn og reykinn og bjargað »litla bróður,« sem lá ósjálfbjarga í vöggunni. Og Karl vildi feta í fótspor föður síns. Hann hljóp upp stigann og inn ganginn. Eldur- inn var búinn að nema stórt svæði þar uppi. En reykurinn var verstur. Borðstofan var full af reyk. Þaðan barst hann fram á ganginn og um allt húsið, því að börnin höfðu skilið eftir opna hurðina. Karl þurfti að fara gegn um borðstofuna til að komast inn í svefnherbergið, þar sem vaggan var. Það brakaði og brast í kring um hann. Rauðir eldslogar teygðu arma sína upp þiljurnar, og elds- blossarnir á gólfinu voru eins og gáraður hafflöt- ur í kvöldroða. 50 ára afmæli barnastúkunnar »Sakleysið« nr. 3. Hinn 10. júlí árið 1886 var á Akureyri stofnuð barnastúka, sú fyrsta þar á staðnum, en liin þriðja, sem stofnuð var á íslandi. Hún hlaut nafnið »Sakleysið«. Stofnendur voru 24 (5 fullorðnir, 4 unglingar og 15 börn). Þann 10. júlí í sumar var því stúkan fimmtug, og var afmælisins minnst með hátiðlegum fundi og skemmtiför. Fundurinn var haldinn i templarahúsinu. Salur- inn var mikið skreyttur. Einn af gæslumönnunum ílutti stutta afmælisræðu. Nokkrir starfandi templ- arar í bænum íluttu kveðjur og árnaðaróskir. Auk þess bárust stúkunni heillaóskaskeyti. Einn af elstu starfsmönnum stúkunnar var kosinn heiðursfélagi og tveimur stofnendum, sem enn eru á lífi, send kveðja. Skemmtiförin var farin 2 dögum síðar (sunnu- dag). Farið var í Vaglaskóg. Veður var ágætt. Um 70 tóku þátt í förinni, og var liún ókeypis fyrir félagana, en kostuð úr stúkusjóði með nokkrum styrk frá verndarstúkunum. Barnastúkan Sakleysið telur nú fullt 160 með- limi og er það mildð, þegar þess er gætt, að önn- ur barnastúka starfar í bænum með litlu færri félaga. Heill og hamingja fylgi stúkunni og störfum hennar á ókomnum tíma! M s Eftir mjóum strimli snaraði Karl sér inn stof- una. Hann reif upp hurðina að svefnherberginu og hljóp að vöggunni. Þar lá litli bróðir og grét af öll- um mætti. Afarlílill reykur var í herberginu, en nú fylltist það á augabragði, þegar hurðin var opnuð. »Litli bróðir« varð stilltur, þegar Iíarl tók hann. Karl vafði hann inn í teppi, og leitaði síðan út- göngu með liann. Eldurinn hafði magnast i borð- stofunni. En hugurinn bar Ivarl yfir torfærurnar. Hann mætti slökkviliðsmanni, með hjálm á höfði, í stiganum. »Þú ert hetja, Karl litlilcc sagði maður- inn um leið og hann tók báða drengina í fang sitt. Eldurinn var slökktur og skaðinn virtur og borg- aður, því að það, sem brann eða skemmdist, var vátryggt. — Ivarli var hrósað fyrir þetta afreksverk. Hann roðnaði og óskaði, að hann hefði betur verið laus við allar slíkar aðdáunarraddir. En að móður sinni hvíslaði hann: »Eg vildi feta í fótspor föður míns.« Sigurjón Jónsson fslensknðl

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.