Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 3

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 3
ÆSKAN 111 Frá Olympíu- leikunum 1936 í suraar voru hinir XI. Olympíuleikar háðir í Berlín, dagana frá 1.—17. ágúst. Olympiuleikarnir eru þannig til komnir, að í fornöld liáðu Grikkir þessa leika, fjórða hvert ár, í borgiuni Olympiu, og draga leikarnir nal'n af þeirri borg. Þúsundir Hellena (Grikkja) frá öllum borgum og sveitum söfnuðust þá saman lil að horfa á leikana, sem haldnir voru til dýrðar guð- inum Zeus. Skyldi friður drottna í allri Ilellas, meðan leikarnir stæði yfir. Leiksviðið í Olympíu var einhver fegursti staður i Ilellas, alsetl hofum, líkneskjum, olíuviðum og platanviðum. Þar voru leiknar margskonar iþróttir: hlaup, stökk, spjót- kast, kringlukast og Jleira. Þegar einhverjum leik var lokið, gekk fram kall- ari og nefndi hátt og snjallt nafn sigurvegarans, forfeður hans og ættborg, en vinir hans og félag- ar lustu upp fagnaðarópum. Að sigurlaunum hlaut sigurvegarinn olíuviðarsveig, er settur var á höfuð honum, og var það hin mesta sæmd, sem einum góðum og hraustum dreng gat hlotnást. Þegar heim kom, ók sigurvegurinn í purpuraklæðum og skraut- vagni inn í ættborg sína, því að sigur bans þólti ekki minni sómi fyrir hana en sjálfan hann og ætt hans. Stundum reistu samhorgarar hans iionum líkneski. eða fengu eitthvert góðskáld til að yrkja um sigurvinninga hans. Nú eru leikar þessir orðnir alheimsmót iþrótta- manna og eru háðir fjórða hvert ár, eins og gert var hjá Grikkjum í fornöld. Allar þjóðir, sem hafa tök á því, senda sína hraustustu menn og konur lil að taka þátt í þeim íþróttum, sem keppl er i. í sumar seudi islenska þjóðin flokk manna lil að taka þátt í þessu heimsfræga móti. Voru það 11 sundmenn, er kepptu í sundknattleik, og 4 menn, sem tóku þátt í frjálsum íþróttum, spjótkasti, hlaup- um og íleiru. Auk þeirra íþróttamanna og fararstjóra þeirra, sem sendir voru á leikana, voru 30 íþróttakenn- arar og áhugamenn boðnir, sem gestir þýsku þjóð- arinnar, lil að taka þátt í námsskeiði, er haldið var í sambandi við leikana. Ifinir íslenslcu íþróttamenn slóðu sig svo vel, sem hægt var að búast við, af mönnum, er ekki höfðu æft lengur, eða átl við betri þjálfunarskil- yrði en þeir að búa. Getum við verið stolt af fram- komu þeirra í samanburði við sumar aðrar þjóðir, sem hafa öll hin bestu þjálfunarskilyrði, er mann- legt hugvit getur í té látið. Á myndinni hér fyrir ofan sést, þar sem þj<)ð- irnar ganga fylktu liði, hver undir sínum fána, inn á íþróttaleikvanginn, sem er svo stór, að hann rúrnar 120 þúsund manns. Orin á myndinni sýnir liina fámennu íslensku íþróttasveit, er í fyrsta skipti gengur undir sínum eigin fána inn á alheimsmót íþróttamanna. Allir röskir drengir og stúlkur, keppið að því marki að þjálfa ykkar eigin likami, svo að þið einhverntíma megið verða skipuð í þá sveil hraustra ungmenna, sem ber fánann okkar fram til sigurs í keppninni um olíuviðarsveiginn. Þröstur

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.