Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 4

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 4
112 ÆSKAN Góð börn Saga eltir E. Nesbit — Hannes J. Magnnsson þýddi Framhald »Mér finnst ekki rétt að vera að spyrja vinnu- í'ólkið að því, sem mamma vill ekki segja okkur,« svaraði Róberta. »lJað er rétt, ungfrú Dyggðaljós, haltu bara á- fram að prédika.« »Eg er ekkert dyggðaljós,« sagði Fríða. »En eg held, að Bobbí hafi rétt fyrir sér í þessu.« »Auðvitað hefir hún alltaf rétt fyrir sér, það fmnst henni að minnsta kosti sjálfri,« sagði Pétur »Við skulum ekki vera vond, hvert við annað,« sagði Róberta og lagði eggjaskeiðina sína á Ijorðið. »Eg er viss um, að eitthvað óttalega sorglegt hefir komið fyrir, og við skulum ekki gera það enn þá verra.« »Mér þætti fróðlegt að vita, hver á upphafið að því,« sagði Pétur. »Það þætti mér nú líka,« sagði Rólierla með áherslu. »En —.« »Já, datt mér ekki i hug,« sagði Pélur sigri hrósandi. En um leið og hann fór í skólann klappaði hann á öxlina á systur sinni og sagði, að liún skyldi ekki taka sér þetta mjög nærri. Börnin komu aftur klukkan 1, til þess að borða, en mannna þeirra var enn ókomin. Hún var heldur ekki komin, þegar síðdegisteið var drukkið. Klukkan var nærri því sjö, þegar hún kom, og þá var bún svo þreyluleg og niðurbeygð, að börn- in gálu ekki fengið sig til að spyrja bana nokk- urs. Hún lleygði sér í legubekkinn, en Fríða tók hattinn liennar, Róberta tók af herini hanskana, en Pétur færði hana úr ferðaskónum og lét á hana mjúka inniskó. Þegar hún var búin að drekka einn bolla af tei, og Rebekka bafði kæll höfuð hennar, því hún hafði höfuðverk, sagði hún: »Góðu börnin mín, eg ætla nú að segja ykkur nokkuð. Mennirnir sem komu í gærkvöldi færðu mjög slæmar fréttir, og pabbi verður að vera að heiman nokkurn tíma. Eg er fjarskalega hrygg yfir þvi, og nú ætla eg að biðja ykkur að hjálpa mér, en gjöra mér ekki enn erfiðara fyrir.« »Já, hvort við skulum gjöra það!« sagði Ró- berta, og kyssti á bönd mömmu sinnar. »Þið getið bjálpað mér mikið,« sagði mamma, »fyrst og fremst með því, að vera glöð og góð, og lála ykkur aldrei koma illa saman, þegar eg er að heiman (Róberta og Pétur litu hvorl til ann- ai*s), því eg býst við að verða talsverl mikið í burtu.« »Yið skulum vera góð, það skulum við vera,« sögðu öll börnin í hjartans einlægni. »Svo ætla eg líka að biðja ykkur að spyrja mig einskis, og heldur ekki neina aðra,« bætli hún við. Nú varð Pétur niðurlútur og fór að strjúka með tánni á skónum sínum el'tir gólfábreiðunni. »Ætlið þið að lofa þessu ?« spurði mamma. »Eg er búinn að spyrja Rut,« sagði Pétur, »mér þykir það nú mjög leiðinlegl, en eg hefi nú gert það.« »Og hvað sagði hún?« »Hún sagði, að við myndum nógu snemma fá að vita bið rétta.« »Ykkur er ekki nauðsynlegt að fá að vita neitt um þetla. Það eru verslunarmálefni, sem þið bafið ekkert vit á.« »Nei,« sagði Róberta. »En snertir það nokkuð stjórnarráðið, af því að pabbi vann þar á skrif- stofunni?« »Já,« svaraði mamma«. En nú er kominn bátta- tími, börnin mín, og þið skuluð reyna að vera glöð, þetla lagast allt seinna.« »Þá mátt þú ekki heldur vera hrygg, mamma,« sagði Fríða, »og við skulum áreiðanlega vera góð og lilýðin.« Mamma andvarpaði og bauð þeim öllum góða nótt með kossi. »Yið skulum byrja undir eins snemma í fyrra málið að vera góð,« sagði Pétur. »Góða nótt.« Litlu stúlkurnar lögðu frá sér fötin með meiri vandvirkni en vanalega. »Heyrðu, Róberta,« sagði Fríða um leið og bún braut saman svuntuna sína. »Þú hefir svo oft lalað um, livað það væri leiðinlegt að aldrei kæmi neitt fyrir svipað því, sem gerist í sögunum. Nú held eg að það sé að koma.« »Eg hefi aldrei óskað eftir neinu, sem yrði til þess að gera mömmu hrygga,« sagði Róberta. »Þetta er allt svo hræðilegt.« Og ekki bi'eytlist það lil balnaðar næstu vikur. Mamma var mjög sjaldan heima. Máltíðirnar voru leiðinlegar. Léttastúlkan var látin fara, en Emma frænka kom í heimsókn. Hún ællaði til Þýskalands, til þess að verða þar heimiliskennari hjá einhverri fjölskyldu. Hún átti mjög annríkt við að búa sig undir ferðina. Fötin lágu á víð og drcif í kring um hana, og saumavélin snerist frá morgni lil kvölds. Emma frænka leit svo á, að börnin gætu séð

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.