Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 6
114 ÆSKAN Vegurinn var bæði blautur og dimmur. Börnin voru alltaf að hrasa um steinana, og einu sinni datt Fríða ofan í forarpoll, og varð að draga hana vota og vesæla upp úr. Engin ljósker voru við veginn, sem allur lá upp á móti. Farangursvagninum gekk ekki betur. Það heyrð- ist hrykta i hjólunum, og þegar augun fóru að venjast myrkrinu, mátti óljóst sjá kistuhlaðann rugga fram og aftur á vagninum framundan. Eitt sinn þurfti að opna stórt hlið, til þess að vagninn kæmist áfram, og eftir það lá vegurinn yfir graslendi, og hallaði nú undan fæti. Litlu seinna sást móta fyrir einhverju dökkleitu fram- undan, hægra megin við veginn. »Þarna er nú liúsið,« sagði mamma. »Eg skil ekki, hvers vegna hún hefir lokað hlerunum.« »Hver? Hvaða hún?« spurði Róberta. »Það er kona, sem eg var búin að biðja um að bjálpa okkur. Hún átti að gera húsið hreint, setja húsgögnin á sinn stað og sjá okkur fyrir kvöld- verði.« í kringum lnisið var lágvaxinn múr, en tré fyrir innan. »Þetta er nú blómgarðurinn,« sagði mamma. Vagninn ók áfram meðfram múrnum, uns hann var kominn að húsahaki, þar ók liann yfir stein- lagt hlað, og nam loks staðar við eldluisdyrnar. Hvergi sást ljós í nokkrum glugga. Nú var farið að berja að dyrum, en enginn kom til dyra. Maðurinn, sem var með vagninn, "sagðist búast við, að frú Viney væri farin heim. »Sjáið þér til,« mælti hann. »Lestin var orðin á eflir áætlun.« »En lnin héfir lykilinn að húsinu. Hvað eigum við að taka til bragðs?« »Hún hefir sjálfsagt lagt hann undir dyra- þrepið,« sagði Ökumaðurinn, »það gera menn oft hér um slóðir.« Hann tók Ijóskerið af vagninum og skyggndist undir dyraþrepið. »Já, alveg rétt, hérna er lykillinn.« Síðan opnaði hann dyrnar, gekk inn og setti ljóskerið á borðið. »Hafið þér kerti?« spurði hann. »Eg veit ekki um nokkurn hlut,« sagði mamma, og var nú meira vonleysi í rödd hennar en nokkru sinni áður. Maðurinn kveikti á eldspýtu. Það stóð kerti á borðinu, og kveikti hann á því. Við kertisbjarm- ann sáu börnin stórt og tómlegt eldhús með stein- gólfi. Engin tjöld voru fyrir gluggunum. Eldlnis- borðið, að heiman, stóð á miðju gólfmu. Úti í einu horninu stóðu nokkrir stólar, og í öðru horni lágu pottar, pönnur, leirílát o. s. frv. Enginn eldur brann í eldavélinni, aðeins köld, grá aska var í svörtu eldhólfinu. Þegar ökumaðurinn sneri sér við til þess að fara út, er hann var búinn að ganga frá farangrinum, heyrðist eitthvert skrjáfandi hljóð, sem virtist koma út úr húsveggnum. »Æ, hvað er þetta?« hrópuðu litlu stúlkurnar. »Þetta eru aðeins rottur,« sagði maðurinn, og fór leiðar sinnar og lokaði dyrunum. En af súgn- um við það slokknaði ljósið. »Ó,« sagði Fríða. »Eg vildi óska, að við hefðum aldrei farið hingað,« og i sama bili velti bún ein- um stólnum um koll. »Aðeins rottur,« endurtók Pétur í myrkrinu. »En hvað litlu mýsnar urðu hræddar,« sagði mamma. »Eg held að það hafi ekki verið rottur.« Hún hafði nú fundið eldspýtnastokkinn og kveikti aftur á kertinu. »Gotl og vel,« sagði hún. »Þið hafið oft verið að óska, að eitthvað óvenjulegt bæri við. Nú eruð þið að fá óskir ykkar uppfylltar. Finnst ykkur þetta ekkx vera nógu líkt æfintýri. — Eg bað frú Viney að kaupa dálítið af brauði, smjöri og kjöti og hafa kvöldmatinn tilbúinn handa okkur. Eg vona, að hún hafi lagt á borðið í borðslofunni, við skulum koma þangað.« í borðstofunni var enn þá dimmara en í eld- húsinu, því að þar voru veggirnir hvitir, en dökkir í borðstofunni, og þvert yfir loftið voru gildir dökkir bitar. Dálítið af rykugum húsgögnum stóð þarna á víð og dreif. Þarna var borðstofuborðið og stólarnir, en enginn matur var sjáanlegur. »Við skulum leita i hinum herbergjunum,« sagði mamma, og alstaðar fundu þau húsgögn, eklhúsáhöld og allskonar furðulega hluti, — en engan mat. »Þetta er Ijóta kerlingin,« sagði mamma, »hún hefir farið með peningana, en ekki skilið eftir neinn mat handa okkur.« »Eigum við þá ekki að fá neinn kvöldmat?« spurði Fríða, ákaílega vonleysisleg á svipinn, og steig um leið ofan á súpudisk, sem auðvitað brotnaði. »Jú, jú,« sagði mamma, »við þurfum bara að komast í einn stóra kassann, er settur var niður í kjallarann. Fríða, gáðu að hvar þú stígur niður! Pétur! Þú gelur lialdið á ljósinu fyrir mig.« Framli.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.