Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 9

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 9
æSKAN 117 vatnskötturinn spýlir gegn um kjálkana. Þegar það er hætt að brölta, l>axar hann með það upp i vatnsskorpuna og stingur öndunaropunum upp úr. Það tekur töluverða slund að ela fiskinn, og á meðan þarf hann að fá hreint loft. Nú hefst máltíðin á því, að dökkur vökvi streymir gegn um kjálkana, inn í fiskinn. Þetta er magasafi vatnskattarins, og safinn leysir fiskinn upp, og hrátt getur vatnsköllurinn sogið fiskinn gegn um kjálkana. Er þetta kannske ekki sniðug aðferð við að eta, fyrir þann, sem hefir alltof lítinn munn? Svona fer vinkona okkar köngulóin líka að því að eta. Mestur hluti meltingarinnar fer fram utan við líkamann. Þegar máltíðinni er lokið, hvilir vatnskötturinn sig um stund uppi í vatnsskorpunni og endur- nýjar loftið í öndunarpípum sínum. En ekki líður á löngu, þar til hann gerist svangur á ný. Þetla er alveg gífurlegur mathákur. Yatnskötturinn gelur ekki vaxið, þrátt fyrir silt mikla át, því að lniðin utan um hann er hörð og stíf og gefur ekkert eftir. Þess vegna skiptir hann um húð með skömmu millibili, þrisvar í allt. Eel- ur sig í þéttu sefi, fcr úr gömlu húðinni, og ílýtir sér að vaxa, meðan nýja lniðin, sem komin var innan undir, er mjúk og teygjanleg. Æfi vatnskattarins cr mánuður til sex vikur. Þá er hann orðinn leiður á að vera lirfa, en langar lil að verða fullkomin brunnklukka, eins og for- eldrar hans. En áður verður hann að vera púpa. Hann gerist nú daufur, hægfara og afturþungur, því að púpan er farin að myndast innan í lirfu- hamnum. Eina góðveðursnótt kemur svo vatns- kötturinn upp úr vatninu i fyrsta sinni á æfinni og skríður á land. Hann mjakar sér áfram með miklum erfiðismunum, varkár og hræddur, þang- að til hann finnur raka mold. Þar grefur hann sig niður og býr sér til ofurlítinn skúta eða hvelf- ingu niðri í moldinni, þar sem vel getur farið um hann. En áður en hann leggsl lil hvíldar, skiptir liann enn á ný um ham, og nú er það ekki vatns- köttur, sem kemur út úr gamla hamnum, heldur er það púpa. Hún liggur grafkyrr í hvelfingunni sinni og sýnist vei'a sleindauð. En það er hún nú samt ekki. Innan í hamnum fer fram merkileg lífsstarfsemi. Þar er líkamsgerð skepnunnar að Ijreytast úr ljótum vatnsketti í fallega brunnklukku. Einhvern vordaginn er því starfi lokið, púpu- hulstrið springur og út úr því kernur gulhleik og vesældarleg brunnklukka með gljásvört augu. Bráll dökknar hún og harðnar og er nú fær í alla sjóa lífsbaráttunnar. Og þegar sólin skín næst og verm- Vatnsköttur. Til hregri sést vatnskötturinn að því kominn að hremma síli. Atliugið kjálkana! ir kring nm liana, rýfur hún op á helli sinn og vippar sér út. Þar situr liún um stund og virðir l'yrir sér hinn nýja og viða heim. Svo röltir hún niður í næsta poll, til að lifa þar siðasta skeið æfi sinnar, geta afkvæmi og deyja. Þar endurtekst sama sagan og eg hefi nú verið að segja þér. Margt af þessu, sem eg hefi nú lýst, getur þú séð sjálfur, ef þú tekur vel eftir lifinu í einhverj- um polli eða mógröf, sem þú átt kost á að skoða. Þú gætir líka tekið nokkrar lifandi hrunnklukkur og alið þær í vatni í glerkeri, en þá verða að vera gróðursettar lifandi vatnsplöntur í jarðvegi á botni kersins. Þá er tækifæri til að rannsaka framferði brunnklukknanna nákvæmlega. En ekki ættir þú að hafa sömu brunnklukkurnar tengur en svona vikutíma í senn. Eg vona þú getir skemmt þér vel og lært mikið á að athuga brunnklukkur og önnur smákvikindi úti í náttúrunni næsta sumar. Til íslands Sumarbúin hamrahlið, hvammur iðjagræni, krystalslindin blá og blíð, birkilundur væni, fjallavatnið fritt og tært, fannahvelið bjarta, þessu öllu eg hef lært að unna af tryggu hjarta. Fjalla, elds og ísa land, eyjan norðurljósa, land með ægis blágrænt band, byggöir eyrarrósa, land með brúnabjartan foss, blómgvar dalarætur, laiid, er sumarsólarkoss signir dag og nætur. Droplaug

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.