Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 15

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 15
ÆSKAN 123 situr. Það er miðaldra maður, grannur og rauð- leitur í andliti, með þrútin augu, en viðfelldinn svip. Þessi maður er Gunnar Jónsson, sem nú um fimm ára skeið liefir búið að Hrauni, lélegu koti þarna í dalnum. Búskapurinn hjá honum hefði nú samt getað gengið sæmilega, þótt kotið væri rýrt, en hann hafði ljótan löst, er eyðilagði allt fyrir honum. Hann var framúrskarandi vínhneigð- ur og eyddi öllum peningum, er hann komst yfir, til þess að kaupa áfengi. Þar af leiðandi lenti hann í mesta basli og hágindum. Kona Gunnars hét Marta. Þau hjónin áttu einn son, Björn að nafni. En auk þess átti Marta tólf ára gamlan dreng, er Árni hét, og hafði hún átt hann áður en hún giflist Gunnari. Yar hann þarna á Hranni hjá þeim Gunnari og Mörtu. Árna þótti vænt um stjúpa sinn og var þó langt frá því, að liann væri honum góður. Einkum var það stundum, er hann var drukkinn, að Arni og Marta urðu að þola ýmiskonar hrígslyrði frá Gunnari. Allt þetta llaug mér i hug þessa lillu stund, er við sátum þarna á brekkubrúninni, og oft seinna i leilinni skaut upp i hug mér myndinni af Árna á Hrauni. Réttardagurinn rann upp, bjartur og fagur hausl- dagur, einn þeirra daga, er sólin hellir geislaílóði sínu yfir jörðina með undraljóma. — Eg er stadd- ur við réttina. Það er að mestu leyti húið að draga sundur. Eg sest upp á réttarvegginn. En eg er ekki fyrr sestur en eg heyri hávaða úr fjarsta horni réttarinnar. Eg hraða mér þangað. Ber þá einkennilega sjón fyrir augu mér. Þar blasir við hópur af fólki, og í miðjum hópnum eru tveir menn, sem veltast þar fram og aftur innan um leðju og aur, sem nóg er af í botni réttarinnar. Mennirnir eru þeir Jón í Koti og Gunnar á Hrauni. Báðir eru þeir ölvaðir og viti sínu fjær af reiði, og er ófagurt að sjá og heyra til þeirra. Rétt í þessu getur Jón losað sig og staðið upp. Hann hopar nokkur skref aftur á bak, tekur upp hníf sinn og ætlar að hlaupa að Gunnari, sem einnig er staðinn upp. En í sama bili kemur nýr maður fram á sjónarsviðið. Það er Árni litli á Hrauni. Hann hleypur i fang stjúpa síns og vefur grönnu handleggjunum sínum utan um liann, en i sama vetfangi veður Jón að þeim Gunnari og rekur hnífinn i Árna — en ekki Gunnar. Tveir menn komu nú að. Þeir höfðu ællað að gripa Jón, en orðið of seinir. Hann henti sér nú út af réttarveggnum, og hirti þá enginn meira um hann, því að nú fóru allir að stumra yfir Árna. Hann lá í öngviti við brjóst stjúpa sins. Skottið á bjórnum Þessa sögu sagði Vísundabani Indíánadrengjun- um eitt kvöld, þegar þeir sátu i hvirfingu i kring- um varðeldinn: í upphafi, þegar drottinn skapaði dýrin, þá bjó hann þau öll út eins og hverju þeirra hentaði best. Hegrinn fekk löngu lappirnar og mjúkt og hlýtt fiður, músin beittar tennur og snöggan og hlýjan loðfeld, hesturinn hófana og kýrin klaufirnar. Og þau þutu út um víðavang, npp um fjöll og út í vötn. Öll vorn þau ánægð með það, sem þeim hafði verið úthlutað. Bangsi þrammaði þnngstigur upp i hlíð, en villi- kötturinn hentist upp á trjágrein, sleikti og þvoði á sér belginn og snjáldrið aftur fyrir eyru og mal- aði af ánægju. Meðal þeirra, sem siðast fóru, var bjórinn. Feld- urinn hans var fallegur og mjúkur, eyrun litil og lagleg, og hann sá, að klærnar voru sterkar og góðar að grafa með. Þegar hann glennti sundur tærnar, sá hann sundfitina á milli þeirra og var fjarska ánægður með hana. Þegar hann labbaði niður að vatninu til þess að spegla sig, sá hann, að framtennurnar voru rauðar, og það þótti hon- um leiðinlegt. Rétt í þessu kom fiuga og stakk hann i skottið. Hann brá við og ætlaði að glepsa Reiðisvipurinn, sem verið hafði á Gunnari, var horfinn, og virtist sem allt vín hefði runnið af honum i einni svipan. Hann horfði á allan tím- ann, sem verið var að stumra yfir Árna og mælti ekki orð. En í augum hans glitruðu tár, tár hryggð- ar og meðaumkunar. Árni raknaði nú við og var hann fluttur heim til sín. Sár hans greri nokkuð fljótt, en handlegg- urinn var lengi máttlítill eftir. Þó fékk hann að lokum fulla bót og varð góður og nýtur maður. Og Gunnar varð allur annar eftir þenna atburð. Hann bragðaði ekki áfengi framar og var mjög góður við konu sína og báða drengina, Björn og Árna. Hann gleymdi aldrei atburðinum, sem gerð- ist í réttarhorninu. Honum fannst ávallt, að hann ætti það þessum atburði, eða með öðrum orðum Árna stjúpsjmi sinum að þakka, að honum tókst að sigrast á drykkjufýsninni, er hafði valdið hon- um sjálfum og lieimili hans svo mikilli ógæfu. Nú lifir fjölskyldan á Hrauni við góð efni og glaða daga. Tryggvi Bjarnason frá Goðdal

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.